Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða

Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.

matur
Auglýsing

Kolefn­is­spora­reikni­vél verk­fræði­stof­unn­ar EFLU, sem reiknar og ber saman kolefn­is­spor mis­mun­andi mál­tíða og rétta, stendur nú mötu­neytum og mat­sölu­stöðum til boða gegn greiðslu. Kolefn­is­spor mál­tíð­anna er sett í sam­hengi við það hversu langt þyrfti að aka fólks­bíl til að losa sama magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og er reikni­vélin hugsuð til að auð­velda fólki að taka upp­lýsta ákvörðun um eigin neyslu og auka umhverf­is­vit­und þess. Reikni­vélin kall­ast Mat­ar­spor og er þjón­ustu­vefur henn­ar  opnuð í dag.

Sýna kolefn­is­spor mál­tíða til að fólk geti tekið upp­lýstar ákvarð­anir

Kolefn­is­spor er mæli­kvarða á beina og óbeina losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna athafna manns­ins en hnatt­ræn hlýnun vegna los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er ein mesta ógn sem ­mann­kyn­ið stend­ur frammi fyr­ir­. ­Ís­lenskur land­bún­aður veldur 13 pró­sent los­unar í kolefn­is­bók­haldi Íslands og er þá ótalin losun vegna fram­leiðslu mat­væla erlendis og inn­flutn­ings þeirra. 

Að mati verk­fræði­stof­unnar EFLU er því mik­il­vægt að miðla upp­lýs­ingum um áhrif mat­væla á lofts­lag svo hægt sé að taka upp­lýstar ákvarð­an­ir. Stofan þró­aði því reikni­vél til að reikna út kolefn­is­spor mál­tíða í aðdrag­anda umhverf­is­viku fyr­ir­tæk­is­ins. Reikni­vélin vakti athygli víða og ­mikil eft­ir­spurn var hjá fyr­ir­tækjum og stofn­unum eftir slíku tóli, að því er fram kemur í frétta­til­kynn­ingu EFLU. 

Reikni­vélin var því þróuð áfram og í dag opnar EFLA þjón­ustu­vef­inn Mat­ar­spor. Mat­ar­spor virkar þannig að skráðar eru ­upp­skriftir ólíkra mál­tíða og hug­bún­að­ur­inn stillir þá upp sam­an­burði á kolefn­is­spori mál­tíð­anna. Kolefn­is­sporið er síðan sett í sam­hengi við það hversu langt þyrfti að aka fólks­bíl til að losa sama magn af gróðurhúsalofttegundum. 

Auglýsing

Mat­ar­spor byggir á stórri safn­grein­ingu inn­lendra og erlendra rann­sókna sem gerðar hafa verið með aðferða­fræði vist­fer­ils­grein­ing­ar. Flutn­ingar mat­væla til Íslands eru teknir með í reikn­ing­inn og eru sýndir sér­stak­lega þannig að not­andi geti auð­veld­lega áttað sig á hversu stóran þátt flutn­ingar eiga í kolefn­is­spor­inu.

Árs­á­skrift að reikni­vél­inni

Mötu­neytum og mat­sölu­stöðum stendur nú til boða að kaupa árs­á­skrift af Mat­ar­spori. Verð á­skrift­ar­inn­ar ­fer eftir stærð mötu­neyti. Árs­á­skrift fyrir mötu­neyti sem þjón­usta færri en 50 manns er 96.000 krón­ur, fyrir yfir hund­rað manna mötu­neyti er það 144.000 þús­und á ári og fyrir yfir 300 manna mötu­neyti er það 384.000 ári.

Sam­kvæmt EFLU fylgir sam­an­burður á kolefn­iss­spori mál­tíða aukin umhverf­is­vit­und starfs­fólks og við­skipta­vini. Jafn­framt getur Mat­ar­spor verið verk­færi til að þróa lofts­lagsvænni mál­tíðir og matar­æði sem og verið öfl­ugt tól til að meta og draga úr losun fyr­ir­tækis vegna mat­ar. 

Orku­veita Reykja­víkur hefur þegar tekið kolefn­is­spora­reikn­inn í notkun en mark­mið orku­veit­unnar er að draga úr losun fyr­ir­tæks­ins vegna matar um 90 pró­sent fram til árs­ins 2030. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent