Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða

Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.

matur
Auglýsing

Kolefn­is­spora­reikni­vél verk­fræði­stof­unn­ar EFLU, sem reiknar og ber saman kolefn­is­spor mis­mun­andi mál­tíða og rétta, stendur nú mötu­neytum og mat­sölu­stöðum til boða gegn greiðslu. Kolefn­is­spor mál­tíð­anna er sett í sam­hengi við það hversu langt þyrfti að aka fólks­bíl til að losa sama magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og er reikni­vélin hugsuð til að auð­velda fólki að taka upp­lýsta ákvörðun um eigin neyslu og auka umhverf­is­vit­und þess. Reikni­vélin kall­ast Mat­ar­spor og er þjón­ustu­vefur henn­ar  opnuð í dag.

Sýna kolefn­is­spor mál­tíða til að fólk geti tekið upp­lýstar ákvarð­anir

Kolefn­is­spor er mæli­kvarða á beina og óbeina losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna athafna manns­ins en hnatt­ræn hlýnun vegna los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er ein mesta ógn sem ­mann­kyn­ið stend­ur frammi fyr­ir­. ­Ís­lenskur land­bún­aður veldur 13 pró­sent los­unar í kolefn­is­bók­haldi Íslands og er þá ótalin losun vegna fram­leiðslu mat­væla erlendis og inn­flutn­ings þeirra. 

Að mati verk­fræði­stof­unnar EFLU er því mik­il­vægt að miðla upp­lýs­ingum um áhrif mat­væla á lofts­lag svo hægt sé að taka upp­lýstar ákvarð­an­ir. Stofan þró­aði því reikni­vél til að reikna út kolefn­is­spor mál­tíða í aðdrag­anda umhverf­is­viku fyr­ir­tæk­is­ins. Reikni­vélin vakti athygli víða og ­mikil eft­ir­spurn var hjá fyr­ir­tækjum og stofn­unum eftir slíku tóli, að því er fram kemur í frétta­til­kynn­ingu EFLU. 

Reikni­vélin var því þróuð áfram og í dag opnar EFLA þjón­ustu­vef­inn Mat­ar­spor. Mat­ar­spor virkar þannig að skráðar eru ­upp­skriftir ólíkra mál­tíða og hug­bún­að­ur­inn stillir þá upp sam­an­burði á kolefn­is­spori mál­tíð­anna. Kolefn­is­sporið er síðan sett í sam­hengi við það hversu langt þyrfti að aka fólks­bíl til að losa sama magn af gróðurhúsalofttegundum. 

Auglýsing

Mat­ar­spor byggir á stórri safn­grein­ingu inn­lendra og erlendra rann­sókna sem gerðar hafa verið með aðferða­fræði vist­fer­ils­grein­ing­ar. Flutn­ingar mat­væla til Íslands eru teknir með í reikn­ing­inn og eru sýndir sér­stak­lega þannig að not­andi geti auð­veld­lega áttað sig á hversu stóran þátt flutn­ingar eiga í kolefn­is­spor­inu.

Árs­á­skrift að reikni­vél­inni

Mötu­neytum og mat­sölu­stöðum stendur nú til boða að kaupa árs­á­skrift af Mat­ar­spori. Verð á­skrift­ar­inn­ar ­fer eftir stærð mötu­neyti. Árs­á­skrift fyrir mötu­neyti sem þjón­usta færri en 50 manns er 96.000 krón­ur, fyrir yfir hund­rað manna mötu­neyti er það 144.000 þús­und á ári og fyrir yfir 300 manna mötu­neyti er það 384.000 ári.

Sam­kvæmt EFLU fylgir sam­an­burður á kolefn­iss­spori mál­tíða aukin umhverf­is­vit­und starfs­fólks og við­skipta­vini. Jafn­framt getur Mat­ar­spor verið verk­færi til að þróa lofts­lagsvænni mál­tíðir og matar­æði sem og verið öfl­ugt tól til að meta og draga úr losun fyr­ir­tækis vegna mat­ar. 

Orku­veita Reykja­víkur hefur þegar tekið kolefn­is­spora­reikn­inn í notkun en mark­mið orku­veit­unnar er að draga úr losun fyr­ir­tæks­ins vegna matar um 90 pró­sent fram til árs­ins 2030. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent