Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða

Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.

matur
Auglýsing

Kolefn­is­spora­reikni­vél verk­fræði­stof­unn­ar EFLU, sem reiknar og ber saman kolefn­is­spor mis­mun­andi mál­tíða og rétta, stendur nú mötu­neytum og mat­sölu­stöðum til boða gegn greiðslu. Kolefn­is­spor mál­tíð­anna er sett í sam­hengi við það hversu langt þyrfti að aka fólks­bíl til að losa sama magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og er reikni­vélin hugsuð til að auð­velda fólki að taka upp­lýsta ákvörðun um eigin neyslu og auka umhverf­is­vit­und þess. Reikni­vélin kall­ast Mat­ar­spor og er þjón­ustu­vefur henn­ar  opnuð í dag.

Sýna kolefn­is­spor mál­tíða til að fólk geti tekið upp­lýstar ákvarð­anir

Kolefn­is­spor er mæli­kvarða á beina og óbeina losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna athafna manns­ins en hnatt­ræn hlýnun vegna los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er ein mesta ógn sem ­mann­kyn­ið stend­ur frammi fyr­ir­. ­Ís­lenskur land­bún­aður veldur 13 pró­sent los­unar í kolefn­is­bók­haldi Íslands og er þá ótalin losun vegna fram­leiðslu mat­væla erlendis og inn­flutn­ings þeirra. 

Að mati verk­fræði­stof­unnar EFLU er því mik­il­vægt að miðla upp­lýs­ingum um áhrif mat­væla á lofts­lag svo hægt sé að taka upp­lýstar ákvarð­an­ir. Stofan þró­aði því reikni­vél til að reikna út kolefn­is­spor mál­tíða í aðdrag­anda umhverf­is­viku fyr­ir­tæk­is­ins. Reikni­vélin vakti athygli víða og ­mikil eft­ir­spurn var hjá fyr­ir­tækjum og stofn­unum eftir slíku tóli, að því er fram kemur í frétta­til­kynn­ingu EFLU. 

Reikni­vélin var því þróuð áfram og í dag opnar EFLA þjón­ustu­vef­inn Mat­ar­spor. Mat­ar­spor virkar þannig að skráðar eru ­upp­skriftir ólíkra mál­tíða og hug­bún­að­ur­inn stillir þá upp sam­an­burði á kolefn­is­spori mál­tíð­anna. Kolefn­is­sporið er síðan sett í sam­hengi við það hversu langt þyrfti að aka fólks­bíl til að losa sama magn af gróðurhúsalofttegundum. 

Auglýsing

Mat­ar­spor byggir á stórri safn­grein­ingu inn­lendra og erlendra rann­sókna sem gerðar hafa verið með aðferða­fræði vist­fer­ils­grein­ing­ar. Flutn­ingar mat­væla til Íslands eru teknir með í reikn­ing­inn og eru sýndir sér­stak­lega þannig að not­andi geti auð­veld­lega áttað sig á hversu stóran þátt flutn­ingar eiga í kolefn­is­spor­inu.

Árs­á­skrift að reikni­vél­inni

Mötu­neytum og mat­sölu­stöðum stendur nú til boða að kaupa árs­á­skrift af Mat­ar­spori. Verð á­skrift­ar­inn­ar ­fer eftir stærð mötu­neyti. Árs­á­skrift fyrir mötu­neyti sem þjón­usta færri en 50 manns er 96.000 krón­ur, fyrir yfir hund­rað manna mötu­neyti er það 144.000 þús­und á ári og fyrir yfir 300 manna mötu­neyti er það 384.000 ári.

Sam­kvæmt EFLU fylgir sam­an­burður á kolefn­iss­spori mál­tíða aukin umhverf­is­vit­und starfs­fólks og við­skipta­vini. Jafn­framt getur Mat­ar­spor verið verk­færi til að þróa lofts­lagsvænni mál­tíðir og matar­æði sem og verið öfl­ugt tól til að meta og draga úr losun fyr­ir­tækis vegna mat­ar. 

Orku­veita Reykja­víkur hefur þegar tekið kolefn­is­spora­reikn­inn í notkun en mark­mið orku­veit­unnar er að draga úr losun fyr­ir­tæks­ins vegna matar um 90 pró­sent fram til árs­ins 2030. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent