Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla

Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.

pakkar.jpg
Auglýsing

Amazon hefur lagt inn pöntun hjá nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Rivian í Michig­an, sem fram­leiðir raf­magns­bíla og hug­búnað fyrir raf­magns­bíla, upp á 100 þús­und sendi­bíla. Fyr­ir­tækið hefur náð miklum árangri á skömmum tíma og er Amazon á meðal hlut­hafa fyr­ir­tæk­is­ins, eftir að fyr­ir­tækið lauk fjár­mögnun fyrir fram­leiðslu á sendi­bíl­um, fyrr á þessu ári. 

Amazon, sem er eitt verð­mætasta fyr­ir­tæk­is­ins heims­ins með verð­miða upp á 900 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 112.500 millj­örðum króna, hefur nú þegar kynnt stór­huga áform um að gera fyr­ir­tækið umhverf­is­vænna, á næstu tíu árum, og er liður í því að skipta öllum bíla­flota fyr­ir­tæk­is­ins hratt yfir í raf­magn. 

Stefnt er að því að bílar frá Rivian verði farnir að senda vörur heim til not­enda árið 2021.

Auglýsing

Jeff Bezos, stofn­andi og for­stjóri Amazon, segir að fyr­ir­tækið muni ná mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins fyrir 2030, og beita sér með öllum ráðum þannig að það verði umhverf­is­vænna. Í erindi sem hann flutti á fundi fyr­ir­tæk­is­ins í gær, sagði hann að eng­inn mætti skor­ast undan ábyrgð um að vinna gegn mengun að manna­völdum og hlýnun vegna henn­ar. Rivian hefur frá stofnun lagt áherslu að fram­leiða bíla sem gagn­ast við vöru­flutn­inga og ferða­lög, og er inn­reið fyr­ir­tæk­is­ins á sendi­bíla­markað hluti af þeirri sýn, að orku­skiptin í bíla­iðn­aði séu mik­il­væg í vöru­flutn­ingum og þar þurfi að flýta þró­un­inni sem mest. 

Bílar fyr­ir­tæk­is­ins hafa fengið góða dóma í próf­un­um, og þykja léttar í fram­leiðslu en margir aðrir raf­bíl­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent