Auka þarf úrræði tollstjóra til að hafa eftirlit með smygli á reiðufé með því að meðal annars þjálfa peningahund, útbúa verklagsreglur og ferla við eftirlit á smygli á reiðufé, innleiða rafrænt tilkynningakerfi um flutning reiðufjár, auka leiðbeiningar til ferðamanna um tilkynningarskyldu vegna reiðufjár bæði á brottfarar- og komustöðum, auka heimildir tollayfirvalda við eftirlitsathuganir og viðurlagaheimildir.
Þetta er meðal þeirra veikleika sem tilgreindir eru á peningaþvættisvörnum hérlendis sem tengjast afléttingu hafta og frjálsara flæði fjármuna milli Íslands og annarra landa í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti sem birt var á mánudag.
Þá skorti einnig á úrræði hjá tollayfirvöldum til að hafa eftirlit með smygli á reiðufé.
Auka þarf úrræði tollstjóra til að hafa eftirlit með smygli á reiðufé m.a. með því að:
- Þjálfa peningahund
- Útbúa verklagsreglur og ferla við eftirlit á smygli á reiðufé.
- Þjálfa starfsmenn
- nnleiða rafrænt tilkynningakerfi um flutning reiðufjár
- Auka leiðbeiningar til ferðamanna um tilkynningaskyldu vegna reiðufjár bæði á brottfarar- og komustöðum
- Gera eftirlitsáætlun um eftirlit með reiðufé í innrituðum farangri og farmi
- Auka heimildir tollayfirvalda við eftirlitsathuganir og viðurlagaheimildir
- Auka samvinnu milli tollayfirvalda, SFL og lögreglu á landamærum (Suðurnes)
Undirbúningur við innleiðingu þessara aðgerða er þegar hafinn og er áætlað að innleiðingunni ljúki í mars 2020. Uppfærslu á tollalögum á að leggja fram sem frumvarp í febrúar 2020 og gengið út frá því að það verði samþykkt í maí, eða fyrir lok vorþings.