Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi

Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.

Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Auglýsing

Íslend­ingar vinna að jafn­aði meira en aðrar Evr­ópu­þjóð­ir. Hverg­i ann­ar­s ­staðar í Evr­ópu er hærra hlut­fall ­starf­and­i ­fólks í fleiri en einu starfi eða alls 10,7 pró­sent í fyrra. Þá vinna fleiri Íslend­ingar langar vinnu­vikur á miðað við önn­ur ­Evr­ópu­lönd, fyrir utan Tyrk­land, og vinna einnig oftar á kvöldin utan hefð­bund­ins vinnu­tíma. Þetta kemur fram í evr­ópsku vinnu­mark­aðs­rann­sókn­inni.

Ekki nóg að horfa ein­göngu til efna­hags­legra þátta þegar meta á vel­sæld

For­sæt­is­ráðu­neytið hefur birt skýrslu starfs­hóps um til­lögur að mæli­kvörðum um hag­sæld og lífs­gæði hér á landi. Skýrslan er hluti af mark­miðum rík­i­s­tjórn­ar­innar um að öðl­ast betri skiln­ing á vel­sæld, vel­megun og félags­legum fram­för­u­m. Hug­myndin er að ­með skil­virk­ari söfn­un, grein­ingu og fram­setn­ingu á gögnum sem mæla hag­sæld og lífs­gæði geti lönd tryggt og aukið vel­sæld allra í sam­fé­lag­in­u. Starfs­hóp­ur­inn lagði til 39 mæli­kvarða um vel­sæld og lífs­gæði, þar á meðal eru atvinnu­mæli­kvarð­ar. Í skýrsl­unni segir að jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs sé lyk­il­þáttur í vel­sæld fólks og fjöl­skyldna. Of lítil vinna hafi bein áhrif á tekjur heim­il­is­ins og mögu­leika fólks á að njóta góðra lífs­kjara en of mikil vinna þrengir að tíma heim­il­is­ins og getur haft áhrif á heilsu og líðan og þannig dregið úr sam­veru og gæða­stund­um.

Auglýsing

Konur lík­legri til gegna tveimur eða fleiri störfum

Í nið­ur­stöðum evr­ópsku vinnu­mark­aðs­rann­sókn­ar­innar kemur fram að í fyrra var Ísland það land í Evr­ópu þar sem hæst hlut­fall starf­andi fólks var í meira en einu starfi eða alls 10,7 pró­sent starf­andi fólks á aldr­inum 20 til 64 ára. Hlut­fallið hækk­aði milli 2010 og 2016, úr 9,3 pró­sent að jafn­aði í 12,3 pró­sent. Þá eru konur lík­legri en karlar til að vinna tvö eða fleiri störf. 

Mynd:Forsætisráðuneytið

Í skýrsl­unni segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að fólk vinnur fleiri en eitt starf. Hin aug­ljósa ástæða sé að tekjur fólks nægja ekki fyrir útgjöldum en einnig megi ætla að fag­legur áhugi eða aðrar ástæður búi að baki í ein­hverjum til­fell­u­m. 

Tæp­lega fimmt­ungur vinnur langar vinnu­vik­ur 

Þá er hlut­fall fólks sem vinnur langa vinnu­viku, sem skil­greind er sem 49 tímar á viku eða meira, hér á landi hátt á meðal Evr­ópu­þjóða. Árið 2018 var Ísland með annað hæsta hlut­fall starf­andi fólks sem vann langar vinnu­vikur að jafn­aði, tæp 18 pró­sent.

Jafn­framt er safn­að ­upp­lýs­ingum um hve oft fólk vinnur utan hefð­bund­ins vinnu­tíma eða heiman frá sér í evr­ópsku vinnu­mark­aðs­rann­sókn­inni. Um er að ræða tvo hópa, í fyrsta lagi fólk sem gerir þetta venju­lega( til dæmis vakta­vinnu­fólk á kvöld­in) og í öðru lagi fólk sem vinnur stundum eftir vinnu en er ann­ars í hefð­bundnu dag­vinnu­starf­i. 

Mynd:Forsætisráðuneytið

Árið 2018 var hlut­fall starf­and­i ­sem vann stundum á kvöldin það hæsta í Evr­ópu, 43,5 pró­sent, og hlut­fallið sem vann ­stundum heima hjá sér það næst hæsta, eða 26,5 pró­sent. 

Í skýrsl­unni segir að æski­legt væri að fella mæl­ing­ar á tíðni til­fallandi kvöld- og helg­ar­vinnu og vinnu á heim­ili saman í mæl­ingu á þessu rofi marka vinnu og heim­il­is­lífs.

Safna ætti upp­lýs­ingum um hvort að vinna komi niður á einka­lífi

Langir vinnu­tímar og vinnu­vikur þrengja að þeim tíma sem fólk hefur til að sinna öðrum hliðum lífs síns, svo sem fjöl­skyld­u, heim­il­is­haldi, félags­legum tengslum og áhuga­mál­um. Í skýrsl­unni segir að jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs sé lyk­il­þáttur í vel­sæld fólks. Hér á landi er hins vegar ekki safn­að ­upp­lýs­ingum um sam­spil vinnu og einka­lífs með reglu­bundnu milli­bili og telja skýrslu­höf­undar fulla á­stæða til að huga að bættri gagna­öflun á því svið­i. 

Það mætti til dæmis gera með því að safna upp­lýs­ingum um hversu algengt er að langur vinnu­tími komi niður á einka­lífi eða hversu oft fólk komi of þreytt heim úr vinnu til að sinna þeim verk­efnum sem það þarf að sinna á heim­il­inu. Þá væri mjög til bóta sam­kvæmt skýrslu höf­undum ef evr­ópska tíma­rann­sóknin (European Time Use Sur­vey) yrði inn­leidd á Íslandi.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent