Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi

Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.

Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Auglýsing

Íslend­ingar vinna að jafn­aði meira en aðrar Evr­ópu­þjóð­ir. Hverg­i ann­ar­s ­staðar í Evr­ópu er hærra hlut­fall ­starf­and­i ­fólks í fleiri en einu starfi eða alls 10,7 pró­sent í fyrra. Þá vinna fleiri Íslend­ingar langar vinnu­vikur á miðað við önn­ur ­Evr­ópu­lönd, fyrir utan Tyrk­land, og vinna einnig oftar á kvöldin utan hefð­bund­ins vinnu­tíma. Þetta kemur fram í evr­ópsku vinnu­mark­aðs­rann­sókn­inni.

Ekki nóg að horfa ein­göngu til efna­hags­legra þátta þegar meta á vel­sæld

For­sæt­is­ráðu­neytið hefur birt skýrslu starfs­hóps um til­lögur að mæli­kvörðum um hag­sæld og lífs­gæði hér á landi. Skýrslan er hluti af mark­miðum rík­i­s­tjórn­ar­innar um að öðl­ast betri skiln­ing á vel­sæld, vel­megun og félags­legum fram­för­u­m. Hug­myndin er að ­með skil­virk­ari söfn­un, grein­ingu og fram­setn­ingu á gögnum sem mæla hag­sæld og lífs­gæði geti lönd tryggt og aukið vel­sæld allra í sam­fé­lag­in­u. Starfs­hóp­ur­inn lagði til 39 mæli­kvarða um vel­sæld og lífs­gæði, þar á meðal eru atvinnu­mæli­kvarð­ar. Í skýrsl­unni segir að jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs sé lyk­il­þáttur í vel­sæld fólks og fjöl­skyldna. Of lítil vinna hafi bein áhrif á tekjur heim­il­is­ins og mögu­leika fólks á að njóta góðra lífs­kjara en of mikil vinna þrengir að tíma heim­il­is­ins og getur haft áhrif á heilsu og líðan og þannig dregið úr sam­veru og gæða­stund­um.

Auglýsing

Konur lík­legri til gegna tveimur eða fleiri störfum

Í nið­ur­stöðum evr­ópsku vinnu­mark­aðs­rann­sókn­ar­innar kemur fram að í fyrra var Ísland það land í Evr­ópu þar sem hæst hlut­fall starf­andi fólks var í meira en einu starfi eða alls 10,7 pró­sent starf­andi fólks á aldr­inum 20 til 64 ára. Hlut­fallið hækk­aði milli 2010 og 2016, úr 9,3 pró­sent að jafn­aði í 12,3 pró­sent. Þá eru konur lík­legri en karlar til að vinna tvö eða fleiri störf. 

Mynd:Forsætisráðuneytið

Í skýrsl­unni segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að fólk vinnur fleiri en eitt starf. Hin aug­ljósa ástæða sé að tekjur fólks nægja ekki fyrir útgjöldum en einnig megi ætla að fag­legur áhugi eða aðrar ástæður búi að baki í ein­hverjum til­fell­u­m. 

Tæp­lega fimmt­ungur vinnur langar vinnu­vik­ur 

Þá er hlut­fall fólks sem vinnur langa vinnu­viku, sem skil­greind er sem 49 tímar á viku eða meira, hér á landi hátt á meðal Evr­ópu­þjóða. Árið 2018 var Ísland með annað hæsta hlut­fall starf­andi fólks sem vann langar vinnu­vikur að jafn­aði, tæp 18 pró­sent.

Jafn­framt er safn­að ­upp­lýs­ingum um hve oft fólk vinnur utan hefð­bund­ins vinnu­tíma eða heiman frá sér í evr­ópsku vinnu­mark­aðs­rann­sókn­inni. Um er að ræða tvo hópa, í fyrsta lagi fólk sem gerir þetta venju­lega( til dæmis vakta­vinnu­fólk á kvöld­in) og í öðru lagi fólk sem vinnur stundum eftir vinnu en er ann­ars í hefð­bundnu dag­vinnu­starf­i. 

Mynd:Forsætisráðuneytið

Árið 2018 var hlut­fall starf­and­i ­sem vann stundum á kvöldin það hæsta í Evr­ópu, 43,5 pró­sent, og hlut­fallið sem vann ­stundum heima hjá sér það næst hæsta, eða 26,5 pró­sent. 

Í skýrsl­unni segir að æski­legt væri að fella mæl­ing­ar á tíðni til­fallandi kvöld- og helg­ar­vinnu og vinnu á heim­ili saman í mæl­ingu á þessu rofi marka vinnu og heim­il­is­lífs.

Safna ætti upp­lýs­ingum um hvort að vinna komi niður á einka­lífi

Langir vinnu­tímar og vinnu­vikur þrengja að þeim tíma sem fólk hefur til að sinna öðrum hliðum lífs síns, svo sem fjöl­skyld­u, heim­il­is­haldi, félags­legum tengslum og áhuga­mál­um. Í skýrsl­unni segir að jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs sé lyk­il­þáttur í vel­sæld fólks. Hér á landi er hins vegar ekki safn­að ­upp­lýs­ingum um sam­spil vinnu og einka­lífs með reglu­bundnu milli­bili og telja skýrslu­höf­undar fulla á­stæða til að huga að bættri gagna­öflun á því svið­i. 

Það mætti til dæmis gera með því að safna upp­lýs­ingum um hversu algengt er að langur vinnu­tími komi niður á einka­lífi eða hversu oft fólk komi of þreytt heim úr vinnu til að sinna þeim verk­efnum sem það þarf að sinna á heim­il­inu. Þá væri mjög til bóta sam­kvæmt skýrslu höf­undum ef evr­ópska tíma­rann­sóknin (European Time Use Sur­vey) yrði inn­leidd á Íslandi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent