Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar

Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.

Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Auglýsing

For­sæt­is­ráðu­neytið og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafa nú til­kynnt það form­lega að Rann­veig Sig­­urð­­ar­dótt­ir, núver­andi aðstoð­­ar­­seðla­­banka­­stjóri, og Unnur Gunn­­ar­s­dótt­ir, for­­stjóri Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins, munu taka við stöðum nýrra vara­­seðla­­banka­­stjóra um ára­­mót­in. 

Í nýjum lög um Seðla­­banka Íslands sem sam­þykkt voru í júní síð­ast­liðnum er kveð­ið á um að skip­aðir verði þrír vara­seðla­banka­stjórar til fimm ára í senn. Einn vara­seðla­banka­stjór­inn leiði mál­efni sem varða pen­inga­stefnu, annar mál­efni sem varða fjár­mála­stöð­ug­leika og sá þriðji mál­efni sem varða fjár­mála­eft­ir­lit.

Í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðs­ins segir að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, hefur flutt Rann­veigu Sig­urð­ar­dóttur í starf vara­seðla­banka­stjóra pen­inga­stefnu frá og með 1. jan­úar 2020 með hlið­sjón af bráða­birgða­á­kvæði nýju lag­anna. Þar kemur fram að emb­ætti aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra verði lagt niður þegar lögin öðl­ast gildi um næstu ára­mót og að for­sæt­is­ráð­herra sé heim­ilt án aug­lýs­ingar að flytja núver­andi aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra í nýtt emb­ætti vara­seðla­banka­stjóra.

Auglýsing

Þá hefur Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, flutt Unni Gunn­ars­dóttur í starf vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­eft­ir­lits frá og með 1. jan­úar 2020 með hlið­sjón af bráða­birgða­á­kvæði laga um opin­bert eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi. Þar kemur fram að emb­ætti for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins verði lagt niður þegar sam­ein­ing Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins öðl­ast gildi um næstu ára­mót og að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sé heim­ilt án aug­lýs­ingar að flytja for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í nýtt emb­ætti vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­eft­ir­lits.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent