Nonnabiti lokar eftir 27 ár

„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.

nonnabiti
Auglýsing

Mat­sölu­stað­ur­inn Nonna­biti, sem hefur verið starf­ræktur í mið­borg Reykja­víkur í 27 ár, hefur lokað stað sínum í Hafn­ar­stæti 9. 

Í stöðu­upp­færslu á Face­book kemur fram að rekstr­ar­að­il­arnir hafi selt fast­eign­ina sem hýst hefur starf­sem­ina frá því að hún flutti sig úr öðru hús­næði í Hafna­stræði fyrir nokkrum árum og að veit­inga­staðnum hafi þegar verið lok­að. „Af því til­efni viljum við þakka ykkur við­skiptin og komurnar síð­ast­liðin 27 ár.“

Kjæru við­skipta­vinir og vel­unn­ar­ar, nú hefur Nonna­biti miðbæ lokað og höfum við selt eign­ina,af því til­efni viljum við...

Posted by Nonna­biti on Thurs­day, Sept­em­ber 19, 2019

Nonna­biti verður áfram starf­rækja einn veit­inga­stað í Bæj­ar­lind í Kópa­vogi.

Stað­ur­inn hefur notið mik­illa vin­sælda um ára­bil, sér­stak­lega hjá þeim sem stunda næt­ur­líf Reykja­víkur hverju sinni, enda var hann iðu­lega opinn langt fram eftir nóttu. Eða hjá þeim sem voru að takast á við afleið­ingar næt­ur­lífs­ins dag­inn eft­ir.

Auglýsing
Nonnabiti bauð upp á ýmis konar báta, sam­lokur og ham­borg­ara og var þekktur fyrir sér­staka sósu. 

Vin­sæl­asti bát­ur­inn á Nonna­bita, sam­kvæmt heima­síðu hans, var Bacon­bátur og þeir sem hafa lagt leið sína á stað­inn í gegnum tíð­ina þekkja það að heyra kall eig­and­ans, eða ann­arra starfs­manna, um hvort við­skipta­vin­ur­inn vilji allt með­læti á bát­inn sinn eða sér­sníða hann með ein­hverjum hætti. „Allt á bacon­bát,“ hefur heyrst í síð­asta sinn í mið­borg Reykja­vík­ur. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent