Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki

Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.

Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Nú háttar svo til að stjórnin er sett saman yfir hefð­bundnar átaka­línur stjórn­mál­anna sem gerir það að verkum að í stjórn­ar­and­stöðu eru saman flokkar sem eiga ekk­ert sam­eig­in­legt; frjáls­lyndir vinstri menn og alþjóð­lega sinn­aðir jafn­að­ar­menn í Samfó eru í stjórn­ar­and­stöðu með íhalds­sömum og þjóð­ern­issinn­uðum hægri pópúlistum í MIð­flokki þar sem ekk­ert er hægt að stilla saman strengi því við erum ekki með neina sam­eig­in­lega streng­i.“ 

Þetta segir Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book.

Alþingi er sér­stakur stað­ur, í senn vinnu­staður og átaka­vett­vang­ur. Þar er ekki yfir­maður - nema kjós­endur - og þing­menn...

Posted by Guð­mundur Andri Thors­son on Thurs­day, Sept­em­ber 19, 2019

Hann segir að sam­eig­in­legir strengir séu milli Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisn­ar. Þeir flokkar deili stefnu í ótal mál­um. Auk þess eigi Sam­fylk­ingin sumt sam­eig­in­legt með Flokki fólks­ins. „ Samt lætur stjórnin eins og stjórn­ar­and­staðan sé ein heild og „verði að koma sér sam­an“ um hlut­ina, því ann­ars neyð­ist meiri­hlut­inn til að taka til sín for­mennsku í öllum nefnd­um, líka þeim sem ful­trúar Pírata og Samfó stýra.“

Auglýsing
Tilefni skrifa Guð­mundar Andra er kosn­ing Berg­þórs Óla­sonar sem nýs for­manns umhverf­is- og sam­göngu­nefndar í gær, en Berg­þór var kjör­inn með tveimur atkvæð­um. Sínu eigin og flokks­bróður síns, Karls Gauta Hjalta­son­ar. Aðrir stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­þing­­menn í nefnd­inni voru mót­­fallnir því að Berg­þór yrði for­­maður nefndar í ljósi þess að hann er einn þeirra sem fór mest fyrir á Klaust­­ur­bar í nóv­­em­ber 2018 og siða­­nefnd Alþingis taldi hann hafa brotið siða­­reglur þings­ins með fram­­ferði sín­u. 

Braut gegn siða­reglum Alþingis

Berg­þór steig til hliðar sem for­­maður umhverf­is- og sam­­göng­u­­nefndar í febr­­úar síð­­ast­liðnum vegna Klaust­­ur­s­­máls­ins og tók Jón Gunn­­ar­s­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, við for­­mennsku tíma­bund­ið. Nefndin hafði þá verið óstarf­hæf um tíma en sam­­kvæmt sam­komu­lagi stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokk­anna átti nefnd­­ar­­for­­mennska í þess­­ari nefnd að koma í hlut Mið­­flokks­ins. Aðrir stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokkar en Mið­­flokk­­ur­inn vildu hins vegar ekki að Berg­þór yrði for­­maður hennar að nýju vegna Klaust­­ur­­máls­ins og að ein­hver annar úr Mið­­flokknum sem hefði ekki gerst brot­­legur við siða­­reglur Alþingis myndi taka hana að sér. Á það féllst Mið­­flokk­­ur­inn ekki.

Auglýsing
Siða­­nefnd fór yfir ummæli Berg­þórs um Ingu Sæland, for­­­mann Flokks fólks­ins, Írisi Róberts­dótt­­­ur, bæj­­­­­ar­­­stjóra í Vest­­­manna­eyj­um, Albertínu Frið­­­­­björgu Elí­a­s­dótt­­­ur, þing­­­mann Sam­­­fylk­ing­­­ar­inn­­­ar, og Lilja Alfreðs­dótt­­­ur, mennta­­­mála­ráð­herra.

Í áliti siða­­nefndar Alþingis um fram­­ferði Berg­þórs á Klaustri sagði að ummæli sem hann við­hafði þarf væru „öll af sömu rót­inni sprott­in“. Þau væru ósæmi­­­­leg og í þeim fælist van­virð­ing er lyti að kyn­­­­ferði þeirra kvenna sem um er rætt. Einnig væru þau til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess.

Afneit­ari og úrtölu­maður í loft­lags­málum

Guð­mundur Andri segir í stöðu­upp­færslu sinni að Berg­þór hafi, með eigin stuðn­ingi og félaga síns, tek­ist að brjót­ast með harð­fylgi til for­mennsku í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd í gær. 

„Ég þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað mér þykir um ölæð­is­þrugl hans á Klaustri eða fram­göngu hans gagn­vart náinni sam­verka­konu minni og vin­konu. Hann er í ofaná­lag afneit­ari og úrtölu­maður í lofts­lags­málum og á að stýra þeirri nefnd þings­ins sem við þau mál fæst. En hefði Mið­flokk­ur­inn, stærsti stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn, ekki fengið sjálfur að ráða full­trúa sínum og for­manni, hefði allt sam­komu­lag um nefndir verið í upp­námi. Ábyrgðin á Berg­þóri liggur hjá honum og félögum hans. Þeir telja hann boð­legan full­trúa. Það er hlut­verk kjós­enda í næstu kosn­ingum að skera úr um það hvort hann sé það.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent