Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki

Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.

Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Nú háttar svo til að stjórnin er sett saman yfir hefð­bundnar átaka­línur stjórn­mál­anna sem gerir það að verkum að í stjórn­ar­and­stöðu eru saman flokkar sem eiga ekk­ert sam­eig­in­legt; frjáls­lyndir vinstri menn og alþjóð­lega sinn­aðir jafn­að­ar­menn í Samfó eru í stjórn­ar­and­stöðu með íhalds­sömum og þjóð­ern­issinn­uðum hægri pópúlistum í MIð­flokki þar sem ekk­ert er hægt að stilla saman strengi því við erum ekki með neina sam­eig­in­lega streng­i.“ 

Þetta segir Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book.

Alþingi er sér­stakur stað­ur, í senn vinnu­staður og átaka­vett­vang­ur. Þar er ekki yfir­maður - nema kjós­endur - og þing­menn...

Posted by Guð­mundur Andri Thors­son on Thurs­day, Sept­em­ber 19, 2019

Hann segir að sam­eig­in­legir strengir séu milli Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisn­ar. Þeir flokkar deili stefnu í ótal mál­um. Auk þess eigi Sam­fylk­ingin sumt sam­eig­in­legt með Flokki fólks­ins. „ Samt lætur stjórnin eins og stjórn­ar­and­staðan sé ein heild og „verði að koma sér sam­an“ um hlut­ina, því ann­ars neyð­ist meiri­hlut­inn til að taka til sín for­mennsku í öllum nefnd­um, líka þeim sem ful­trúar Pírata og Samfó stýra.“

Auglýsing
Tilefni skrifa Guð­mundar Andra er kosn­ing Berg­þórs Óla­sonar sem nýs for­manns umhverf­is- og sam­göngu­nefndar í gær, en Berg­þór var kjör­inn með tveimur atkvæð­um. Sínu eigin og flokks­bróður síns, Karls Gauta Hjalta­son­ar. Aðrir stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­þing­­menn í nefnd­inni voru mót­­fallnir því að Berg­þór yrði for­­maður nefndar í ljósi þess að hann er einn þeirra sem fór mest fyrir á Klaust­­ur­bar í nóv­­em­ber 2018 og siða­­nefnd Alþingis taldi hann hafa brotið siða­­reglur þings­ins með fram­­ferði sín­u. 

Braut gegn siða­reglum Alþingis

Berg­þór steig til hliðar sem for­­maður umhverf­is- og sam­­göng­u­­nefndar í febr­­úar síð­­ast­liðnum vegna Klaust­­ur­s­­máls­ins og tók Jón Gunn­­ar­s­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, við for­­mennsku tíma­bund­ið. Nefndin hafði þá verið óstarf­hæf um tíma en sam­­kvæmt sam­komu­lagi stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokk­anna átti nefnd­­ar­­for­­mennska í þess­­ari nefnd að koma í hlut Mið­­flokks­ins. Aðrir stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokkar en Mið­­flokk­­ur­inn vildu hins vegar ekki að Berg­þór yrði for­­maður hennar að nýju vegna Klaust­­ur­­máls­ins og að ein­hver annar úr Mið­­flokknum sem hefði ekki gerst brot­­legur við siða­­reglur Alþingis myndi taka hana að sér. Á það féllst Mið­­flokk­­ur­inn ekki.

Auglýsing
Siða­­nefnd fór yfir ummæli Berg­þórs um Ingu Sæland, for­­­mann Flokks fólks­ins, Írisi Róberts­dótt­­­ur, bæj­­­­­ar­­­stjóra í Vest­­­manna­eyj­um, Albertínu Frið­­­­­björgu Elí­a­s­dótt­­­ur, þing­­­mann Sam­­­fylk­ing­­­ar­inn­­­ar, og Lilja Alfreðs­dótt­­­ur, mennta­­­mála­ráð­herra.

Í áliti siða­­nefndar Alþingis um fram­­ferði Berg­þórs á Klaustri sagði að ummæli sem hann við­hafði þarf væru „öll af sömu rót­inni sprott­in“. Þau væru ósæmi­­­­leg og í þeim fælist van­virð­ing er lyti að kyn­­­­ferði þeirra kvenna sem um er rætt. Einnig væru þau til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess.

Afneit­ari og úrtölu­maður í loft­lags­málum

Guð­mundur Andri segir í stöðu­upp­færslu sinni að Berg­þór hafi, með eigin stuðn­ingi og félaga síns, tek­ist að brjót­ast með harð­fylgi til for­mennsku í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd í gær. 

„Ég þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað mér þykir um ölæð­is­þrugl hans á Klaustri eða fram­göngu hans gagn­vart náinni sam­verka­konu minni og vin­konu. Hann er í ofaná­lag afneit­ari og úrtölu­maður í lofts­lags­málum og á að stýra þeirri nefnd þings­ins sem við þau mál fæst. En hefði Mið­flokk­ur­inn, stærsti stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn, ekki fengið sjálfur að ráða full­trúa sínum og for­manni, hefði allt sam­komu­lag um nefndir verið í upp­námi. Ábyrgðin á Berg­þóri liggur hjá honum og félögum hans. Þeir telja hann boð­legan full­trúa. Það er hlut­verk kjós­enda í næstu kosn­ingum að skera úr um það hvort hann sé það.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent