Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki

Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.

Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Nú háttar svo til að stjórnin er sett saman yfir hefð­bundnar átaka­línur stjórn­mál­anna sem gerir það að verkum að í stjórn­ar­and­stöðu eru saman flokkar sem eiga ekk­ert sam­eig­in­legt; frjáls­lyndir vinstri menn og alþjóð­lega sinn­aðir jafn­að­ar­menn í Samfó eru í stjórn­ar­and­stöðu með íhalds­sömum og þjóð­ern­issinn­uðum hægri pópúlistum í MIð­flokki þar sem ekk­ert er hægt að stilla saman strengi því við erum ekki með neina sam­eig­in­lega streng­i.“ 

Þetta segir Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, í stöðu­upp­færslu á Face­book.

Alþingi er sér­stakur stað­ur, í senn vinnu­staður og átaka­vett­vang­ur. Þar er ekki yfir­maður - nema kjós­endur - og þing­menn...

Posted by Guð­mundur Andri Thors­son on Thurs­day, Sept­em­ber 19, 2019

Hann segir að sam­eig­in­legir strengir séu milli Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisn­ar. Þeir flokkar deili stefnu í ótal mál­um. Auk þess eigi Sam­fylk­ingin sumt sam­eig­in­legt með Flokki fólks­ins. „ Samt lætur stjórnin eins og stjórn­ar­and­staðan sé ein heild og „verði að koma sér sam­an“ um hlut­ina, því ann­ars neyð­ist meiri­hlut­inn til að taka til sín for­mennsku í öllum nefnd­um, líka þeim sem ful­trúar Pírata og Samfó stýra.“

Auglýsing
Tilefni skrifa Guð­mundar Andra er kosn­ing Berg­þórs Óla­sonar sem nýs for­manns umhverf­is- og sam­göngu­nefndar í gær, en Berg­þór var kjör­inn með tveimur atkvæð­um. Sínu eigin og flokks­bróður síns, Karls Gauta Hjalta­son­ar. Aðrir stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­þing­­menn í nefnd­inni voru mót­­fallnir því að Berg­þór yrði for­­maður nefndar í ljósi þess að hann er einn þeirra sem fór mest fyrir á Klaust­­ur­bar í nóv­­em­ber 2018 og siða­­nefnd Alþingis taldi hann hafa brotið siða­­reglur þings­ins með fram­­ferði sín­u. 

Braut gegn siða­reglum Alþingis

Berg­þór steig til hliðar sem for­­maður umhverf­is- og sam­­göng­u­­nefndar í febr­­úar síð­­ast­liðnum vegna Klaust­­ur­s­­máls­ins og tók Jón Gunn­­ar­s­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, við for­­mennsku tíma­bund­ið. Nefndin hafði þá verið óstarf­hæf um tíma en sam­­kvæmt sam­komu­lagi stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokk­anna átti nefnd­­ar­­for­­mennska í þess­­ari nefnd að koma í hlut Mið­­flokks­ins. Aðrir stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokkar en Mið­­flokk­­ur­inn vildu hins vegar ekki að Berg­þór yrði for­­maður hennar að nýju vegna Klaust­­ur­­máls­ins og að ein­hver annar úr Mið­­flokknum sem hefði ekki gerst brot­­legur við siða­­reglur Alþingis myndi taka hana að sér. Á það féllst Mið­­flokk­­ur­inn ekki.

Auglýsing
Siða­­nefnd fór yfir ummæli Berg­þórs um Ingu Sæland, for­­­mann Flokks fólks­ins, Írisi Róberts­dótt­­­ur, bæj­­­­­ar­­­stjóra í Vest­­­manna­eyj­um, Albertínu Frið­­­­­björgu Elí­a­s­dótt­­­ur, þing­­­mann Sam­­­fylk­ing­­­ar­inn­­­ar, og Lilja Alfreðs­dótt­­­ur, mennta­­­mála­ráð­herra.

Í áliti siða­­nefndar Alþingis um fram­­ferði Berg­þórs á Klaustri sagði að ummæli sem hann við­hafði þarf væru „öll af sömu rót­inni sprott­in“. Þau væru ósæmi­­­­leg og í þeim fælist van­virð­ing er lyti að kyn­­­­ferði þeirra kvenna sem um er rætt. Einnig væru þau til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess.

Afneit­ari og úrtölu­maður í loft­lags­málum

Guð­mundur Andri segir í stöðu­upp­færslu sinni að Berg­þór hafi, með eigin stuðn­ingi og félaga síns, tek­ist að brjót­ast með harð­fylgi til for­mennsku í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd í gær. 

„Ég þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað mér þykir um ölæð­is­þrugl hans á Klaustri eða fram­göngu hans gagn­vart náinni sam­verka­konu minni og vin­konu. Hann er í ofaná­lag afneit­ari og úrtölu­maður í lofts­lags­málum og á að stýra þeirri nefnd þings­ins sem við þau mál fæst. En hefði Mið­flokk­ur­inn, stærsti stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn, ekki fengið sjálfur að ráða full­trúa sínum og for­manni, hefði allt sam­komu­lag um nefndir verið í upp­námi. Ábyrgðin á Berg­þóri liggur hjá honum og félögum hans. Þeir telja hann boð­legan full­trúa. Það er hlut­verk kjós­enda í næstu kosn­ingum að skera úr um það hvort hann sé það.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent