Vilja gera jarðakaup leyfisskyld

Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Auglýsing

Fimm þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þar sem lagt er til að rík­is­stjórnin hrindi í fram­kvæmd aðgerða­á­ætlun til styrk­ingar á lagaum­gjörð og reglum um nýt­ingu auð­linda á land­i. 

Þar á meðal vilja þing­menn­irnir að jarða­kaup verði gerð leyf­is­skyld hér á landi og að lög­festar verði reglur um að skil­greind tengsl við Ísland séu for­senda fyrir eign­ar­haldi á jörðum og að tak­mark­aðar verði fjöldi jarð­eigna í eigu sama aðila. Til­lagan er á dag­skrá Alþingis í dag, 19. sept­em­ber.

Breið­ur­ póli­tískur vilji til að tak­marka jarða­kaup  

­Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, ­­sam­­göngu- og sveita­­stjórn­­­ar­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í júlí síð­ast­liðnum að hann von­­ast til þess að frum­varp um jarða­­kaup út­lend­inga hér á landi yrði til­­­búið snemma í haust. Hann sagði að þróun í jarða­kaup­um út­lend­inga hér á landi á síð­ustu árum væri alveg óvið­un­andi og það væri hans skoðun að ganga eins langt og hægt er í nýju frum­varpi.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­­sæt­is­ráð­herra, hefur jafn­framt sagt að það sé breiður póli­­­tísk­ur vilji til að tak­­­marka jarða­­kaup auð­­manna hér á landi. Að hennar mati er það skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjón­­ustu.

Auglýsing


Tak­mörkun á jarða­kaupum eitt af for­gangs­málum Fram­sókn­ar 

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Í frétta­til­kynn­ingu frá þing­flokki Fram­sóknar segir að eitt af for­gangs­málum þing­flokks­ins á þessu þingi sé fyrr­nefnd þings­á­lykt­un­ar­til­laga um aðgerða­á­ætlun í jarða­mál­um. Líneik Anna Sæv­ars­dóttir er fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar og með­flutn­ings­menn eru Halla Signý Krist­jáns­dótt­ir, Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, Willum Þór Þórs­son og Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son.

Í álykt­un­inni er lagt til að rík­is­stjórnin hrindi í fram­kvæmd aðgerð­ar­á­ætlun í sjö lið­um, til að styrkja lagaum­gjörð og reglur um ráð­stöfun og nýt­ingu auð­linda á landi.

„Mark­miðið er að tryggja eign­ar­hald lands­manna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tæki­færi til heils­árs­bú­setu í dreif­býli og fjöl­breyttrar sjálf­bærrar land­nýt­ingar og mat­væla­fram­leiðslu í land­inu. Til­lagan fellur vel að mark­miði rík­is­stjórn­ar­innar um að setja skil­yrði um kaup á land­i,“ segir í frétta­til­kynn­ing­unni.

Sami aðili geti ekki átt meira en eina jörð án reglu­legrar búsetu 

Í grein­ar­gerð ­til­lög­unnar segir að gild­andi lagaum­hverfi um jarða­kaup leiði af sér að rúm­lega 500 millj­ón ­manns geti keypt land og aðrar fast­eignir hér á landi með sömu skil­yrðum og íslenskir rík­is­borg­ar­ar. ­Flutn­ings­menn til­lög­unnar telja því brýnt að settar verði reglur um að skil­greind tengsl við Ísland séu for­senda fyrir eign­ar­haldi á jörðum hér á landi enda hafi ásókn fólks sem ekki er búsett á Íslandi eftir eign­ar­haldi á jörðum auk­ist á síð­ustu árum. Þá séu dæmi um að sami aðili eigi fjölda jarða og fyr­ir­svar jarða sé óþekkt og óljóst.

Því telja þing­menn fram­sókn­ar­flokks­ins rétt að jarða­kaup verði gerð leyf­is­skyld með að fyrir augum að ­trygga ­byggð í dreif­býli og halda jörð­u­m. 

Auk þess telja þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins að gerð ætti að vera krafa um að kaup­andi lands búi á Íslandi, hafi búið þar í að minnsta kosti fimm ár eða hafi starf­semi í land­in­u. Þá þurfi til­gangur jarða­kaupanna einnig að vera skýr, til dæmis vegna land­bún­að­ar, menn­ing­ar­verð­mæta og nátt­úru­vernd­ar. 

Jafn­framt telja þing­menn­irnir að ­meg­in­reglan ætti að vera að sú að sami aðili geti ekki átt meira en eina jörð án reglu­legrar búsetu. Aftur á móti geti aðili sem stundar land­búnað átt fleiri jarðir til þess að standa undir búrekstri eða annarri land­frekri starf­semi sem hann stundar á aðliggj­andi jörðum eða nágranna­jörð­um.

Hér má lesa til­lög­una í heild sinni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent