Vilja gera jarðakaup leyfisskyld

Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Auglýsing

Fimm þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þar sem lagt er til að rík­is­stjórnin hrindi í fram­kvæmd aðgerða­á­ætlun til styrk­ingar á lagaum­gjörð og reglum um nýt­ingu auð­linda á land­i. 

Þar á meðal vilja þing­menn­irnir að jarða­kaup verði gerð leyf­is­skyld hér á landi og að lög­festar verði reglur um að skil­greind tengsl við Ísland séu for­senda fyrir eign­ar­haldi á jörðum og að tak­mark­aðar verði fjöldi jarð­eigna í eigu sama aðila. Til­lagan er á dag­skrá Alþingis í dag, 19. sept­em­ber.

Breið­ur­ póli­tískur vilji til að tak­marka jarða­kaup  

­Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, ­­sam­­göngu- og sveita­­stjórn­­­ar­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í júlí síð­ast­liðnum að hann von­­ast til þess að frum­varp um jarða­­kaup út­lend­inga hér á landi yrði til­­­búið snemma í haust. Hann sagði að þróun í jarða­kaup­um út­lend­inga hér á landi á síð­ustu árum væri alveg óvið­un­andi og það væri hans skoðun að ganga eins langt og hægt er í nýju frum­varpi.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­­sæt­is­ráð­herra, hefur jafn­framt sagt að það sé breiður póli­­­tísk­ur vilji til að tak­­­marka jarða­­kaup auð­­manna hér á landi. Að hennar mati er það skýrt að ekki eigi að líta á land eins og hverja aðra vöru eða þjón­­ustu.

Auglýsing


Tak­mörkun á jarða­kaupum eitt af for­gangs­málum Fram­sókn­ar 

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Í frétta­til­kynn­ingu frá þing­flokki Fram­sóknar segir að eitt af for­gangs­málum þing­flokks­ins á þessu þingi sé fyrr­nefnd þings­á­lykt­un­ar­til­laga um aðgerða­á­ætlun í jarða­mál­um. Líneik Anna Sæv­ars­dóttir er fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unnar og með­flutn­ings­menn eru Halla Signý Krist­jáns­dótt­ir, Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, Willum Þór Þórs­son og Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son.

Í álykt­un­inni er lagt til að rík­is­stjórnin hrindi í fram­kvæmd aðgerð­ar­á­ætlun í sjö lið­um, til að styrkja lagaum­gjörð og reglur um ráð­stöfun og nýt­ingu auð­linda á landi.

„Mark­miðið er að tryggja eign­ar­hald lands­manna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tæki­færi til heils­árs­bú­setu í dreif­býli og fjöl­breyttrar sjálf­bærrar land­nýt­ingar og mat­væla­fram­leiðslu í land­inu. Til­lagan fellur vel að mark­miði rík­is­stjórn­ar­innar um að setja skil­yrði um kaup á land­i,“ segir í frétta­til­kynn­ing­unni.

Sami aðili geti ekki átt meira en eina jörð án reglu­legrar búsetu 

Í grein­ar­gerð ­til­lög­unnar segir að gild­andi lagaum­hverfi um jarða­kaup leiði af sér að rúm­lega 500 millj­ón ­manns geti keypt land og aðrar fast­eignir hér á landi með sömu skil­yrðum og íslenskir rík­is­borg­ar­ar. ­Flutn­ings­menn til­lög­unnar telja því brýnt að settar verði reglur um að skil­greind tengsl við Ísland séu for­senda fyrir eign­ar­haldi á jörðum hér á landi enda hafi ásókn fólks sem ekki er búsett á Íslandi eftir eign­ar­haldi á jörðum auk­ist á síð­ustu árum. Þá séu dæmi um að sami aðili eigi fjölda jarða og fyr­ir­svar jarða sé óþekkt og óljóst.

Því telja þing­menn fram­sókn­ar­flokks­ins rétt að jarða­kaup verði gerð leyf­is­skyld með að fyrir augum að ­trygga ­byggð í dreif­býli og halda jörð­u­m. 

Auk þess telja þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins að gerð ætti að vera krafa um að kaup­andi lands búi á Íslandi, hafi búið þar í að minnsta kosti fimm ár eða hafi starf­semi í land­in­u. Þá þurfi til­gangur jarða­kaupanna einnig að vera skýr, til dæmis vegna land­bún­að­ar, menn­ing­ar­verð­mæta og nátt­úru­vernd­ar. 

Jafn­framt telja þing­menn­irnir að ­meg­in­reglan ætti að vera að sú að sami aðili geti ekki átt meira en eina jörð án reglu­legrar búsetu. Aftur á móti geti aðili sem stundar land­búnað átt fleiri jarðir til þess að standa undir búrekstri eða annarri land­frekri starf­semi sem hann stundar á aðliggj­andi jörðum eða nágranna­jörð­um.

Hér má lesa til­lög­una í heild sinni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent