Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti

Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.

hundur
Auglýsing

Auka þarf úrræði toll­stjóra til að hafa eft­ir­lit með smygli á reiðufé með því að meðal ann­ars þjálfa pen­inga­hund, útbúa verk­lags­reglur og ferla við eft­ir­lit á smygli á reiðu­fé, inn­leiða raf­rænt til­kynn­inga­kerfi um flutn­ing reiðu­fjár, auka leið­bein­ingar til ferða­manna um til­kynn­ing­ar­skyldu vegna reiðu­fjár bæði á brott­far­ar- og komu­stöð­um, auka heim­ildir tolla­yf­ir­valda við eft­ir­lits­at­hug­anir og við­ur­laga­heim­ild­ir. 

Þetta er meðal þeirra veik­­leika sem til­­­greindir eru á pen­inga­þvætt­is­vörnum hér­­­lendis sem tengj­ast aflétt­ingu hafta og frjáls­ara flæði fjár­muna milli Íslands og ann­arra landa  í aðgerð­­ar­á­ætlun gegn pen­inga­þvætti sem birt var á mán­u­dag.

Auglýsing
Í áætl­un­inni segir að emb­ætti toll­stjóra skorti dýpri þekk­ingu á aðferðum við smygl á erlendum gjald­eyri yfir landa­mæri, hvort sem er í eigin per­sónu, farmi eða pósti. Emb­ættið þurfi að afla sér þjálf­unar um aðferðir og hættu­merki hjá evr­ópskum syst­ur­stofn­unum sínum til að auka við þá þekk­ing­u. 

Þá skorti einnig á úrræði hjá tolla­yf­ir­völdum til að hafa eft­ir­lit með smygli á reiðu­fé. 

Auka þarf úrræði toll­stjóra til að hafa eft­ir­lit með smygli á reiðufé m.a. með því að: 

  • Þjálfa pen­inga­hund 
  • Útbúa verk­lags­reglur og ferla við eft­ir­lit á smygli á reiðu­fé. 
  • Þjálfa starfs­menn 
  • nnleiða raf­rænt til­kynn­inga­kerfi um flutn­ing reiðu­fjár 
  • Auka leið­bein­ingar til ferða­manna um til­kynn­inga­skyldu vegna reiðu­fjár bæði á brott­far­ar- og komu­stöð­um 
  • Gera eft­ir­lits­á­ætlun um eft­ir­lit með reiðufé í inn­rit­uðum far­angri og farmi 
  • Auka heim­ildir tolla­yf­ir­valda við eft­ir­lits­at­hug­anir og við­ur­laga­heim­ild­ir 
  • Auka sam­vinnu milli tolla­yf­ir­valda, SFL og lög­reglu á landa­mærum (Suð­ur­nes)

Und­ir­bún­ingur við inn­leið­ingu þess­ara aðgerða er þegar haf­inn og er áætlað að inn­leið­ing­unni ljúki í mars 2020. Upp­færslu á tolla­lögum á að leggja fram sem frum­varp í febr­úar 2020 og gengið út frá því að það verði sam­þykkt í maí, eða fyrir lok vor­þings.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent