„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“

Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Auglýsing

„Það er ljótur leikur hjá stjórn­völdum að senda hina sýkn­uðu í enn eina óvissu­ferð­ina inn í dóms­kerfið til að leita réttar síns. Þvert á gefin lof­orð.“

Þetta segir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, en hún hefur gagn­rýnt stjórn­völd harð­lega í dag - þar á með Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra - fyrir að taka ekki með öðrum hætti á Geir­mund­ar- og Geir­finns­mál­in­u. 

Eins og greint var frá í dag, í Frétta­blað­inu, þá telur rík­is­lög­maður að Guð­jón Skarp­héð­ins­son, einn þeirra sem sem sýkn­aðir voru í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu, ekki eiga rétt á bót­um. Er það meðal ann­ars rök­stutt með því að hann hafi sjálfur átt sök á því að hann var rang­lega dæmd­ur. Guð­jón stefndi rík­inu í júní á þessu ári og krafð­ist 1,3 millj­arða króna bóta en sátta­við­ræður höfðu þá siglt í strand. Guð­jón, líkt og aðrir sem áður voru sak­felld­ir, hefur barist fyrir rétt­látri máls­ferð, ára­tugum sam­an. 

Auglýsing

Guð­jón var hand­tek­inn 12. nóv­em­ber 1976 og lauk afplánun 12. októ­ber 1981. Hann var því sviptur frelsi sínu í tæp 5 ár.

Þor­gerður Katrín segir á Face­book síðu sinni að „hróp­andi ósam­ræmi“ sé á milli þess sem kemur fram í grein­ar­gerð rík­is­lög­manns og síðan vilja hennar sem for­sæt­is­ráð­herra.

„Katrín er ein reynslu­mesta stjórn­mála­kona lands­ins og situr nú í for­sæti í rík­is­stjórn. Rík­is­stjórn sem virð­ist hins vegar ekki standa fyrir neitt nema halda völd­um. Hún getur gert miklu betur og á með réttu að vera í stöðu til að stýra þannig að það fari ekki á milli mála hver hennar áherslu­mál, hug­sjónir og stefna eru. En í hverju mál­inu á eftir öðru veldur hún flokki sínum von­brigðum og ýtir undir til­finn­ingu hjá öðrum að það eina sem skipti máli sé að halda völdum sama hvað. Það er eins og mála­miðlun stjórn­ar­flokk­anna hafi ýtt hug­mynd­um, hug­sjónum og fólki til hlið­ar.

For­sæt­is­ráð­herra seg­ist nú, líkt og áður, ætla að finna lausn í Guð­mund­ar- og Geir­finns­málum sem aðilar geti verið sáttir við sem er í hróp­legu ósam­ræmi við hljóðið í grein­ar­gerð rík­is­ins.

Sak­born­ingar í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu og fjöl­skyldur þeirra hafa þurft að þola nóg. Það eina sem er sorg­legra en að þau hafi verið rænd lífs­við­ur­væri sínu og ærunni er að þau þurfi enn að standa í bar­áttu við kerf­ið. Eftir allt sem á undan er geng­ið.

Þegar uppi er staðið er þetta spurn­ing um prinsipp. Hvort rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur sé til­búin til að rétta rang­lætið og standa við gefin lof­orð eða hvort hún ætli sér að draga lapp­irnar og við­halda ofbeldi rík­is­ins í garð sak­born­ing­anna,“ segir Þor­gerður Katrín.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent