„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“

Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Auglýsing

„Það er ljótur leikur hjá stjórn­völdum að senda hina sýkn­uðu í enn eina óvissu­ferð­ina inn í dóms­kerfið til að leita réttar síns. Þvert á gefin lof­orð.“

Þetta segir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, en hún hefur gagn­rýnt stjórn­völd harð­lega í dag - þar á með Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra - fyrir að taka ekki með öðrum hætti á Geir­mund­ar- og Geir­finns­mál­in­u. 

Eins og greint var frá í dag, í Frétta­blað­inu, þá telur rík­is­lög­maður að Guð­jón Skarp­héð­ins­son, einn þeirra sem sem sýkn­aðir voru í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu, ekki eiga rétt á bót­um. Er það meðal ann­ars rök­stutt með því að hann hafi sjálfur átt sök á því að hann var rang­lega dæmd­ur. Guð­jón stefndi rík­inu í júní á þessu ári og krafð­ist 1,3 millj­arða króna bóta en sátta­við­ræður höfðu þá siglt í strand. Guð­jón, líkt og aðrir sem áður voru sak­felld­ir, hefur barist fyrir rétt­látri máls­ferð, ára­tugum sam­an. 

Auglýsing

Guð­jón var hand­tek­inn 12. nóv­em­ber 1976 og lauk afplánun 12. októ­ber 1981. Hann var því sviptur frelsi sínu í tæp 5 ár.

Þor­gerður Katrín segir á Face­book síðu sinni að „hróp­andi ósam­ræmi“ sé á milli þess sem kemur fram í grein­ar­gerð rík­is­lög­manns og síðan vilja hennar sem for­sæt­is­ráð­herra.

„Katrín er ein reynslu­mesta stjórn­mála­kona lands­ins og situr nú í for­sæti í rík­is­stjórn. Rík­is­stjórn sem virð­ist hins vegar ekki standa fyrir neitt nema halda völd­um. Hún getur gert miklu betur og á með réttu að vera í stöðu til að stýra þannig að það fari ekki á milli mála hver hennar áherslu­mál, hug­sjónir og stefna eru. En í hverju mál­inu á eftir öðru veldur hún flokki sínum von­brigðum og ýtir undir til­finn­ingu hjá öðrum að það eina sem skipti máli sé að halda völdum sama hvað. Það er eins og mála­miðlun stjórn­ar­flokk­anna hafi ýtt hug­mynd­um, hug­sjónum og fólki til hlið­ar.

For­sæt­is­ráð­herra seg­ist nú, líkt og áður, ætla að finna lausn í Guð­mund­ar- og Geir­finns­málum sem aðilar geti verið sáttir við sem er í hróp­legu ósam­ræmi við hljóðið í grein­ar­gerð rík­is­ins.

Sak­born­ingar í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu og fjöl­skyldur þeirra hafa þurft að þola nóg. Það eina sem er sorg­legra en að þau hafi verið rænd lífs­við­ur­væri sínu og ærunni er að þau þurfi enn að standa í bar­áttu við kerf­ið. Eftir allt sem á undan er geng­ið.

Þegar uppi er staðið er þetta spurn­ing um prinsipp. Hvort rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur sé til­búin til að rétta rang­lætið og standa við gefin lof­orð eða hvort hún ætli sér að draga lapp­irnar og við­halda ofbeldi rík­is­ins í garð sak­born­ing­anna,“ segir Þor­gerður Katrín.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent