Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur

Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Icelandair Group hefur gert bráða­birgða­sam­komu­lag við banda­ríska flug­véla­fram­leið­and­ann Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrr­setn­ingar Boeing 737-MAX vél­anna. Upp­lýs­ingar um sam­komu­lagið eru trún­að­ar­mál og við­ræður við Boeing munu halda áfram um að fá heild­ar­tjón vegna kyrr­setn­ing­ar­innar bætt.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir. „Eins og fram kom í upp­gjöri ann­ars árs­fjórð­ungs hjá Icelandair Group, námu þegar áætluð áhrif vegna kyrr­setn­ing­ar­innar um 140 millj­ónum Banda­ríkja­dala á EBIT afkomu félags­ins. Hafa þessi áhrif auk­ist á und­an­förnum mán­uðum þar sem vél­arn­ar eru enn kyrr­sett­ar. Í dag, að teknu til­liti til þess sam­komu­lags sem nú hefur náð­st, metur Icelandair Group tjónið eftir sem áður á um 135 millj­ónir Banda­ríkja­dala,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Eins og áður hefur komið fram hefur Icelandair Group átt í við­ræðum við Boeing um að fá allt það tjón bætt sem kyrr­setn­ing MAX vél­anna hefur valdið félag­inu. Þær við­ræður munu sem fyrr segir halda áfram. Afkomu­spá Icelandair Group fyr­ir árið 2019 stendur óbreytt.

Auglýsing

Eins og fjallað hefur verið um að und­an­förnu, meðal ann­ars í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans í dag, þá hefur staða Icelandair verið að valda áhyggjum að und­an­förnu, vegna slæmrar afkomu sem teng­ist kyrr­setn­ingu á 737 Max vél­un­um. Gripið var til kyrr­setn­ing­ar­innar í kjöl­far þess að 346 lét­ust - allir um borð - í tveimur flug­slysum í Indónesíu og Eþíóp­íu. 

Rann­sókn á slys­unum stendur enn yfir, og það sama á við um rann­sókn á því hvernig staðið var að fram­leiðslu á Max vél­unum hjá Boein­g. 

Kyrr­setn­ingu hefur ekki verið aflétt, og ekki er vitað hvenær það mun ger­ast, en reiknað er með að það geti gerst á fyrri hluta næsta árs.

Mark­aðsvirði Icelandair hefur fallið um 31,7 pró­sent á þessu ári, og er nú 35,5 millj­arðar króna. Í lok ann­ars árs­fjórð­ungs var eigið fé félags­ins 53,7 millj­arð­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent