Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, telur að lágbrú fyir Kleppsvík sé fýsilegri kostur en jarðgöng fyrir nýja Sundabraut. Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina þegar rætt er um hver og hvernig best sé að leggja Sundabraut en það eru annars vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfsemi og hins vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag.
Tveir valkostir vegna Sundabrautar
Starfshópur um Sundabraut á vegum ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skilaði skýrslu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í byrjun júlí síðastliðnum. Niðurstaða hópsins var að tveir valkostir voru taldir koma til greina, jarðgöng yfir í Gufunes og lágbrú sem þverar hafnarsvæðið við Kleppsvík.
Að mati starfshópsins eru jarðgöng eini raunhæfi möguleikann fyrir útfærslu Sundabrautar miðað við gildandi skipulag, stefnu stjórnvalda og framtíðaráform Faxaflóahafna og skipafélaganna um hafnarsvæðið. Samkvæmt starfshópnum myndu jarðgöng hafa lítil sem engin áhrif á starfsemi og möguleika á framtíðarþróun Sundahafnar. Samkvæmt kostnaðarútreikningum væru jarðgöng þó töluvert dýrari en aðrar lausnir og myndi að öllum líkindum laða að sér minni umferð.
Af valkostum um að þvera Kleppsvík telur starfshópurinn aðeins koma til greina að lágbrú verði fyrir valinu en hvorki botngöng né hábrú yfir Kleppsvík voru taldir fýsilegir kostir. Samkvæmt hópnum væri lágbrú ódýrasta lausnin og sú besta fyrir aðra samgöngumáta að mati starfshópsins. Hins vegar þyrfti að endurskoða skipulag hafnarstarfsemi Sundahafnar.
Viðræður við Faxaflóahafnir og skipulagsyfirvöld í Reykjavík næstu skref
Sigurður Ingi bendir á í nýrri færslu á Facebook að líkt og kom fram í fréttum í gær þá var málsgrein bætt við í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut.
Hann segir að nokkrir möguleikar komi til greina um hvar og hvernig best sé að leggja hana og hvernig megi auðvelda umferð á milli miðborgar og Grafarvogs, létta á umferð á höfuðborgarsvæðinu og stytta leiðir út á land.
Að mati Sigurðar Inga er lágbrú yfir Kleppsvík fýsilegri kostur en jarðgöng. Bæði er hún ódýrari, henti fyrir alla samgöngumáta, bílandi, almenningssamgöngur, gangangi og hjólandi. „Síðari áfangi Sundabrautar mun síðan ná frá Gufunesi um Geldinganes, yfir Leiruvog, Gunnunes, Álfsnes og Kollafjörð að tengingu við Vesturlandsveg,“ segir Sigurðar.
Jafnframt segir að hann að næstu skref snúi að frekari viðræðum við Faxaflóahafnir og skipulagsyfirvöld í borginni.
Í gær kom fram í fréttum í gær þá var bætt við málsgrein í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við...
Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Friday, September 20, 2019