Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu

Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Auglýsing

Eig­endur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna Vísis hf. og Þor­bjarnar hf. í Grinda­vík eru í við­ræðum um að sam­eina fyr­ir­tæk­in. Ef af verður mun verða til nýr sjáv­ar­út­vegs­risi á Íslandi, með höf­uð­stöðvar í Grinda­vík, sem verður með yfir 16 millj­arða króna í veltu á ári, heldur á 44 þús­und tonnum af afla­heim­ildum og hefur yfir 600 manns í vinn­u. 

Gangi við­ræður um stofnun nýs félags sam­kvæmt áætl­un, má búast við að það taki til starfa um ára­mót, en þangað til verður rekstur fyr­ir­tækj­anna tveggja óbreytt­ur.

Í til­kynn­ingu vegna þess kemur fram að mark­mið eig­enda félag­anna, sem allir yrðu áfram hlut­haf­ar, sé að búa til nýtt og kröft­ugt fyr­ir­tæki.  

Auglýsing
Það eigi að geta fylgt eftir tækninýj­ungum og svarað auk­inni kröfu mark­að­anna. Einnig muni hið nýja fyr­ir­tæki tryggja bol­fisk­vinnslu og styrkja sam­fé­lagið í Grinda­vík enn frek­ar. „Áætlað er að að sam­runi af þessu tagi taki allt að 3 árum og er ekki reiknað með upp­sögnum í tengslum við hann, þó má að sjálf­sögðu gera ráð fyrir breyt­ingum á útgerð­ar­háttum og mögu­lega ein­hverjum til­færslum á störfum á þeim tíma.“

Vísir og Þor­björn eru rót­gróin og öflug sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, svipuð að stærð og hafa unnið tals­vert sam­an. Eiga þau meðal ann­ars félög saman á borð við Haustak, Cod­land og sölu­fyr­ir­tæki á Grikk­landi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent