Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi

Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.

Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Auglýsing

Þrír af hverjum tíu nem­endum á fram­halds­skóla­stigi voru í starfs­námi haustið 2018 en 69,3 pró­sent nem­enda stund­uðu nám á bók­náms­braut­um. Til sam­an­burðar þá stunda um 50 pró­senta nem­enda  starfs­nám á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Þá jókst bilið á milli kynj­anna á milli ára og var hlut­fall stráka í starfs­námi mun hærra en stelpna. Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins, segir að það þurfi sam­stillt þjóð­ar­á­tak til að fjölga starfs­námsnem­um.

Aðgerðir stjórn­valda ekki skilað árangri

Í nýjum tölum Hag­stofu Íslands má sjá að rúm­lega þrír af hverjum tíu nem­endum á fram­halds­skóla­stigi voru í starfs­námi haustið 2018 ­sem er svip­aður fjöldi og árið áður­. Undir starfs­nám flokk­ast allar iðn­grein­ar, list­nám á fram­halds­skóla­stigi og önnur starfs­menntun þar á með­al­ ­sjúkra­liða­nám og garð­yrkju­nám á fram­halds­skóla­stig­i. 

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar frá apríl 2017 um starfs­menntun segir að þrátt fyrir árlöng fyr­ir­heit stjórn­valda um að efla starfs­nám á fram­halds­skóla­stigi hafi aðgerðir stjórn­valda ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að þegar lög nr. 92/2008 um fram­halds­skóla voru sam­þykkt.

Með þeim átti meðal ann­ars að efla verk­nám og ná fram sterkara sam­starfi skóla, vinnu­staða og atvinnu­lífs­ins í heild. Lögin áttu að verða starfs­rétt­inda­námi til fram­dráttar og opna skólum leið til að efla starfs­nám og nám tengt þjón­ustu­grein­um. Nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar er að það hafi ekki gengið eft­ir. 

Bilið á milli kynj­anna jókst á milli ára 

Árið 2017 var átak­inu #kvenna­starf hleypt af stökk­unum af Sam­tökum iðn­að­ar­ins og öllum iðn- og verk­greina­skólar lands­ins. Átak­inu var ætlað að útrýma úreltum staðalí­myndum um svokölluð karla- og kvenna­störf og vekja athygli á þeim konum sem eru­starf­andi í hinu ýmsum kar­lægum starfs­grein­um. Mark­mið átaks­ins var einnig að fjölga konum í iðn- og verk­grein­um. 

Mynd: Hagstofa Íslands

„Aug­ljóst er að ef fleiri stelpur sjá tæki­færi í starfs­menntun verður auð­veld­ara að fjölga nem­endum í iðn- og verk­mennta­greinum og fleira fag­menntað fólk verður til fyrir íslenskt atvinnu­líf,“ segir á heima­síðu átaks­ins. 

Bilið á milli kynj­anna í starfs­námi jókst hins vegar á milli árs­ins 2017 og 2018 og voru karlar 39,3 í starfs­námi haustið 2018 en aðeins 21,5 pró­sent kvenna. 

Auglýsing

Helm­ingur nem­enda stundar starfs­nám á hinum Norð­ur­lönd­unum

Á hinum Norð­ur­lönd­unum leggja um 50 pró­sent nem­enda stund á starfs­nám á fram­halds­skóla­stigi sam­an­borið við um 30 pró­senta nem­enda hér á landi. Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, for­maður SI, vakti athygli miklum vanda starfs­náms hér á land­i í erindi sínu á mál­þingi í Háskól­anum á Akur­eyri í gær. 

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI. Mynd:Aðsend.„Við hljótum að spyrja okk­ur, hvað er að á Íslandi þegar hugað er að þessum sam­an­burði? Erfitt er að kenna áhuga­leysi nem­enda um en í nýlegri könnun kemur fram að um helm­ingur nýnema í fram­halds­skólum hefur meiri áhuga á verk­legum fögum en bók­leg­um. Aðeins um 15% nem­enda grunn­skóla­nem­enda völdu þó starfs­námið í fram­halds­skóla nú vorið 2019. Þetta þýðir að um 35% eða um 1.400 umsækj­end­ur fundu sig knúna til að velja bók­nám í stað starfs­náms­ins, gegn eigin sann­fær­ingu. Þetta er sorg­leg staða,“ segir Guð­rún. 

Hún segir jafn­framt að fyrstu og stærst­u hindr­an­irnar séu rót­gróið sam­fé­lags­við­horf og sleggju­dómar sem finnist til að mynda hjá vin­um, kenn­urum og náms­ráð­gjöf­um. En einnig væru kerf­is­brestir í grunn­skóla- og fram­halds­skóla­kerf­inu sem hindra nem­end­ur. 

Guð­rún segir að það sé stöðugt verk­efn­i og áskorun hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins að fjölga starfs­námsnem­um. „Við erum með þessa vinnu í sífelldri end­ur­skoð­un. Ég hef þó oft sagt að okkar átak eitt og sér dugi ekki til því vand­inn er djúp­stæð­ur. Við þurfum sam­stillt þjóð­ar­á­tak til að lyfta þessu grettistaki í eitt skipti fyrir öll. Slíkt átak þarf að eiga sér stað í sam­vinnu skóla­stofn­ana, for­svars­manna atvinnu­lífs og stjórn­valda. Sam­tök iðn­að­ar­ins eru til­búin til verks­ins.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent