Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi

Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.

Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Auglýsing

Þrír af hverjum tíu nem­endum á fram­halds­skóla­stigi voru í starfs­námi haustið 2018 en 69,3 pró­sent nem­enda stund­uðu nám á bók­náms­braut­um. Til sam­an­burðar þá stunda um 50 pró­senta nem­enda  starfs­nám á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Þá jókst bilið á milli kynj­anna á milli ára og var hlut­fall stráka í starfs­námi mun hærra en stelpna. Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins, segir að það þurfi sam­stillt þjóð­ar­á­tak til að fjölga starfs­námsnem­um.

Aðgerðir stjórn­valda ekki skilað árangri

Í nýjum tölum Hag­stofu Íslands má sjá að rúm­lega þrír af hverjum tíu nem­endum á fram­halds­skóla­stigi voru í starfs­námi haustið 2018 ­sem er svip­aður fjöldi og árið áður­. Undir starfs­nám flokk­ast allar iðn­grein­ar, list­nám á fram­halds­skóla­stigi og önnur starfs­menntun þar á með­al­ ­sjúkra­liða­nám og garð­yrkju­nám á fram­halds­skóla­stig­i. 

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar frá apríl 2017 um starfs­menntun segir að þrátt fyrir árlöng fyr­ir­heit stjórn­valda um að efla starfs­nám á fram­halds­skóla­stigi hafi aðgerðir stjórn­valda ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að þegar lög nr. 92/2008 um fram­halds­skóla voru sam­þykkt.

Með þeim átti meðal ann­ars að efla verk­nám og ná fram sterkara sam­starfi skóla, vinnu­staða og atvinnu­lífs­ins í heild. Lögin áttu að verða starfs­rétt­inda­námi til fram­dráttar og opna skólum leið til að efla starfs­nám og nám tengt þjón­ustu­grein­um. Nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar er að það hafi ekki gengið eft­ir. 

Bilið á milli kynj­anna jókst á milli ára 

Árið 2017 var átak­inu #kvenna­starf hleypt af stökk­unum af Sam­tökum iðn­að­ar­ins og öllum iðn- og verk­greina­skólar lands­ins. Átak­inu var ætlað að útrýma úreltum staðalí­myndum um svokölluð karla- og kvenna­störf og vekja athygli á þeim konum sem eru­starf­andi í hinu ýmsum kar­lægum starfs­grein­um. Mark­mið átaks­ins var einnig að fjölga konum í iðn- og verk­grein­um. 

Mynd: Hagstofa Íslands

„Aug­ljóst er að ef fleiri stelpur sjá tæki­færi í starfs­menntun verður auð­veld­ara að fjölga nem­endum í iðn- og verk­mennta­greinum og fleira fag­menntað fólk verður til fyrir íslenskt atvinnu­líf,“ segir á heima­síðu átaks­ins. 

Bilið á milli kynj­anna í starfs­námi jókst hins vegar á milli árs­ins 2017 og 2018 og voru karlar 39,3 í starfs­námi haustið 2018 en aðeins 21,5 pró­sent kvenna. 

Auglýsing

Helm­ingur nem­enda stundar starfs­nám á hinum Norð­ur­lönd­unum

Á hinum Norð­ur­lönd­unum leggja um 50 pró­sent nem­enda stund á starfs­nám á fram­halds­skóla­stigi sam­an­borið við um 30 pró­senta nem­enda hér á landi. Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, for­maður SI, vakti athygli miklum vanda starfs­náms hér á land­i í erindi sínu á mál­þingi í Háskól­anum á Akur­eyri í gær. 

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI. Mynd:Aðsend.„Við hljótum að spyrja okk­ur, hvað er að á Íslandi þegar hugað er að þessum sam­an­burði? Erfitt er að kenna áhuga­leysi nem­enda um en í nýlegri könnun kemur fram að um helm­ingur nýnema í fram­halds­skólum hefur meiri áhuga á verk­legum fögum en bók­leg­um. Aðeins um 15% nem­enda grunn­skóla­nem­enda völdu þó starfs­námið í fram­halds­skóla nú vorið 2019. Þetta þýðir að um 35% eða um 1.400 umsækj­end­ur fundu sig knúna til að velja bók­nám í stað starfs­náms­ins, gegn eigin sann­fær­ingu. Þetta er sorg­leg staða,“ segir Guð­rún. 

Hún segir jafn­framt að fyrstu og stærst­u hindr­an­irnar séu rót­gróið sam­fé­lags­við­horf og sleggju­dómar sem finnist til að mynda hjá vin­um, kenn­urum og náms­ráð­gjöf­um. En einnig væru kerf­is­brestir í grunn­skóla- og fram­halds­skóla­kerf­inu sem hindra nem­end­ur. 

Guð­rún segir að það sé stöðugt verk­efn­i og áskorun hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins að fjölga starfs­námsnem­um. „Við erum með þessa vinnu í sífelldri end­ur­skoð­un. Ég hef þó oft sagt að okkar átak eitt og sér dugi ekki til því vand­inn er djúp­stæð­ur. Við þurfum sam­stillt þjóð­ar­á­tak til að lyfta þessu grettistaki í eitt skipti fyrir öll. Slíkt átak þarf að eiga sér stað í sam­vinnu skóla­stofn­ana, for­svars­manna atvinnu­lífs og stjórn­valda. Sam­tök iðn­að­ar­ins eru til­búin til verks­ins.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja braut jafnréttislög þegar hún skipaði Pál í embætti ráðuneytisstjóra
Mennta- og menningarmálaráðherra braut jafnréttislög við skipun Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra í nóvember síðastliðnum. Verulega skorti á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni, segir í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent