Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi

Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.

Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Auglýsing

Þrír af hverjum tíu nem­endum á fram­halds­skóla­stigi voru í starfs­námi haustið 2018 en 69,3 pró­sent nem­enda stund­uðu nám á bók­náms­braut­um. Til sam­an­burðar þá stunda um 50 pró­senta nem­enda  starfs­nám á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Þá jókst bilið á milli kynj­anna á milli ára og var hlut­fall stráka í starfs­námi mun hærra en stelpna. Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins, segir að það þurfi sam­stillt þjóð­ar­á­tak til að fjölga starfs­námsnem­um.

Aðgerðir stjórn­valda ekki skilað árangri

Í nýjum tölum Hag­stofu Íslands má sjá að rúm­lega þrír af hverjum tíu nem­endum á fram­halds­skóla­stigi voru í starfs­námi haustið 2018 ­sem er svip­aður fjöldi og árið áður­. Undir starfs­nám flokk­ast allar iðn­grein­ar, list­nám á fram­halds­skóla­stigi og önnur starfs­menntun þar á með­al­ ­sjúkra­liða­nám og garð­yrkju­nám á fram­halds­skóla­stig­i. 

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar frá apríl 2017 um starfs­menntun segir að þrátt fyrir árlöng fyr­ir­heit stjórn­valda um að efla starfs­nám á fram­halds­skóla­stigi hafi aðgerðir stjórn­valda ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að þegar lög nr. 92/2008 um fram­halds­skóla voru sam­þykkt.

Með þeim átti meðal ann­ars að efla verk­nám og ná fram sterkara sam­starfi skóla, vinnu­staða og atvinnu­lífs­ins í heild. Lögin áttu að verða starfs­rétt­inda­námi til fram­dráttar og opna skólum leið til að efla starfs­nám og nám tengt þjón­ustu­grein­um. Nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar er að það hafi ekki gengið eft­ir. 

Bilið á milli kynj­anna jókst á milli ára 

Árið 2017 var átak­inu #kvenna­starf hleypt af stökk­unum af Sam­tökum iðn­að­ar­ins og öllum iðn- og verk­greina­skólar lands­ins. Átak­inu var ætlað að útrýma úreltum staðalí­myndum um svokölluð karla- og kvenna­störf og vekja athygli á þeim konum sem eru­starf­andi í hinu ýmsum kar­lægum starfs­grein­um. Mark­mið átaks­ins var einnig að fjölga konum í iðn- og verk­grein­um. 

Mynd: Hagstofa Íslands

„Aug­ljóst er að ef fleiri stelpur sjá tæki­færi í starfs­menntun verður auð­veld­ara að fjölga nem­endum í iðn- og verk­mennta­greinum og fleira fag­menntað fólk verður til fyrir íslenskt atvinnu­líf,“ segir á heima­síðu átaks­ins. 

Bilið á milli kynj­anna í starfs­námi jókst hins vegar á milli árs­ins 2017 og 2018 og voru karlar 39,3 í starfs­námi haustið 2018 en aðeins 21,5 pró­sent kvenna. 

Auglýsing

Helm­ingur nem­enda stundar starfs­nám á hinum Norð­ur­lönd­unum

Á hinum Norð­ur­lönd­unum leggja um 50 pró­sent nem­enda stund á starfs­nám á fram­halds­skóla­stigi sam­an­borið við um 30 pró­senta nem­enda hér á landi. Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, for­maður SI, vakti athygli miklum vanda starfs­náms hér á land­i í erindi sínu á mál­þingi í Háskól­anum á Akur­eyri í gær. 

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI. Mynd:Aðsend.„Við hljótum að spyrja okk­ur, hvað er að á Íslandi þegar hugað er að þessum sam­an­burði? Erfitt er að kenna áhuga­leysi nem­enda um en í nýlegri könnun kemur fram að um helm­ingur nýnema í fram­halds­skólum hefur meiri áhuga á verk­legum fögum en bók­leg­um. Aðeins um 15% nem­enda grunn­skóla­nem­enda völdu þó starfs­námið í fram­halds­skóla nú vorið 2019. Þetta þýðir að um 35% eða um 1.400 umsækj­end­ur fundu sig knúna til að velja bók­nám í stað starfs­náms­ins, gegn eigin sann­fær­ingu. Þetta er sorg­leg staða,“ segir Guð­rún. 

Hún segir jafn­framt að fyrstu og stærst­u hindr­an­irnar séu rót­gróið sam­fé­lags­við­horf og sleggju­dómar sem finnist til að mynda hjá vin­um, kenn­urum og náms­ráð­gjöf­um. En einnig væru kerf­is­brestir í grunn­skóla- og fram­halds­skóla­kerf­inu sem hindra nem­end­ur. 

Guð­rún segir að það sé stöðugt verk­efn­i og áskorun hjá Sam­tökum iðn­að­ar­ins að fjölga starfs­námsnem­um. „Við erum með þessa vinnu í sífelldri end­ur­skoð­un. Ég hef þó oft sagt að okkar átak eitt og sér dugi ekki til því vand­inn er djúp­stæð­ur. Við þurfum sam­stillt þjóð­ar­á­tak til að lyfta þessu grettistaki í eitt skipti fyrir öll. Slíkt átak þarf að eiga sér stað í sam­vinnu skóla­stofn­ana, for­svars­manna atvinnu­lífs og stjórn­valda. Sam­tök iðn­að­ar­ins eru til­búin til verks­ins.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent