Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi

Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.

Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Auglýsing

Þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi voru í starfsnámi haustið 2018 en 69,3 prósent nemenda stunduðu nám á bóknámsbrautum. Til samanburðar þá stunda um 50 prósenta nemenda  starfsnám á hinum Norðurlöndunum. Þá jókst bilið á milli kynjanna á milli ára og var hlutfall stráka í starfsnámi mun hærra en stelpna. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.

Aðgerðir stjórnvalda ekki skilað árangri

Í nýjum tölum Hagstofu Íslands má sjá að rúmlega þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi voru í starfsnámi haustið 2018 sem er svipaður fjöldi og árið áður. Undir starfsnám flokkast allar iðngreinar, listnám á framhaldsskólastigi og önnur starfsmenntun þar á meðal sjúkraliðanám og garðyrkjunám á framhaldsskólastigi. 

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá apríl 2017 um starfsmenntun segir að þrátt fyrir árlöng fyrirheit stjórnvalda um að efla starfsnám á framhaldsskólastigi hafi aðgerðir stjórnvalda ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að þegar lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla voru samþykkt.

Með þeim átti meðal annars að efla verknám og ná fram sterkara samstarfi skóla, vinnustaða og atvinnulífsins í heild. Lögin áttu að verða starfsréttindanámi til framdráttar og opna skólum leið til að efla starfsnám og nám tengt þjónustugreinum. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er að það hafi ekki gengið eftir. 

Bilið á milli kynjanna jókst á milli ára 

Árið 2017 var átakinu #kvennastarf hleypt af stökkunum af Samtökum iðnaðarins og öllum iðn- og verkgreinaskólar landsins. Átakinu var ætlað að útrýma úreltum staðalímyndum um svokölluð karla- og kvennastörf og vekja athygli á þeim konum sem erustarfandi í hinu ýmsum karlægum starfsgreinum. Markmið átaksins var einnig að fjölga konum í iðn- og verkgreinum. 

Mynd: Hagstofa Íslands

„Augljóst er að ef fleiri stelpur sjá tækifæri í starfsmenntun verður auðveldara að fjölga nemendum í iðn- og verkmenntagreinum og fleira fagmenntað fólk verður til fyrir íslenskt atvinnulíf,“ segir á heimasíðu átaksins. 

Bilið á milli kynjanna í starfsnámi jókst hins vegar á milli ársins 2017 og 2018 og voru karlar 39,3 í starfsnámi haustið 2018 en aðeins 21,5 prósent kvenna. 

Auglýsing

Helmingur nemenda stundar starfsnám á hinum Norðurlöndunum

Á hinum Norðurlöndunum leggja um 50 prósent nemenda stund á starfsnám á framhaldsskólastigi samanborið við um 30 prósenta nemenda hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, vakti athygli miklum vanda starfsnáms hér á landi í erindi sínu á málþingi í Háskólanum á Akureyri í gær. 

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI. Mynd:Aðsend.„Við hljótum að spyrja okkur, hvað er að á Íslandi þegar hugað er að þessum samanburði? Erfitt er að kenna áhugaleysi nemenda um en í nýlegri könnun kemur fram að um helmingur nýnema í framhaldsskólum hefur meiri áhuga á verklegum fögum en bóklegum. Aðeins um 15% nemenda grunnskólanemenda völdu þó starfsnámið í framhaldsskóla nú vorið 2019. Þetta þýðir að um 35% eða um 1.400 umsækjendur fundu sig knúna til að velja bóknám í stað starfsnámsins, gegn eigin sannfæringu. Þetta er sorgleg staða,“ segir Guðrún. 

Hún segir jafnframt að fyrstu og stærstu hindranirnar séu rótgróið samfélagsviðhorf og sleggjudómar sem finnist til að mynda hjá vinum, kennurum og námsráðgjöfum. En einnig væru kerfisbrestir í grunnskóla- og framhaldsskólakerfinu sem hindra nemendur. 

Guðrún segir að það sé stöðugt verkefni og áskorun hjá Samtökum iðnaðarins að fjölga starfsnámsnemum. „Við erum með þessa vinnu í sífelldri endurskoðun. Ég hef þó oft sagt að okkar átak eitt og sér dugi ekki til því vandinn er djúpstæður. Við þurfum samstillt þjóðarátak til að lyfta þessu grettistaki í eitt skipti fyrir öll. Slíkt átak þarf að eiga sér stað í samvinnu skólastofnana, forsvarsmanna atvinnulífs og stjórnvalda. Samtök iðnaðarins eru tilbúin til verksins.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent