Fimmtungur ungs fólks án framhaldsskólamenntunar

Hlutfall fólks á aldrinum 25 til 34 ára sem ekki hefur lokið framhaldsskólaprófi er hærra á Íslandi en að meðaltali innan OECD-ríkjanna eða alls 19 prósent. Mun færri innflytjendur útskrifast úr framhaldsskóla hér á landi.

Stelpa að læra
Auglýsing

Mun fleira ungt fólk hefur ekki lokið fram­halds­skóla­prófi hér á landi en að ­með­al­tali innan ríkja OECD eða alls 19 pró­sent fólks á aldr­in­um 25 til 34 ára. Aftur á móti er hlut­fall háskóla­mennt­aðra á sama aldri hærra hér á landi en að jafn­aði innan OECD og hefur það hlut­fall hækkað hratt á síð­ustu árum. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Efna­hags og fram­fara­stofn­unar (OECD) um mennt­un. 

Hærri atvinnu­þátt­taka 

Í nýrri skýrslu OECD um menntun eru greindar ýmsar upp­lýs­ingar um stöðu skóla­kerfa í OECD-­ríkj­un­um, þar á meðal mennt­un­ar­stig þjóðar og fjár­mögnun skóla. Í skýrsl­unni kemur meðal ann­ars fram að hlut­fall fólks á aldr­in­um 25 til 34 ára sem ekki hefur lokið fram­halds­skóla­prófi er að með­al­tali 15 pró­sent innan ríkja OECD. Það er lægra hlut­fall en hér á landi þar sem 19 pró­sent ungs fólks án fram­halds­skóla­mennt­un­ar, sam­kvæmt skýrsl­unn­i. 

Enn fremur kemur fram í skýrsl­unn­i að hér á landi er atvinnu­þátt­taka ungs fólks án fram­halds­skóla­prófs mjög há hér á landi eða alls 80 pró­sent ­sam­an­borið við 60 pró­sent að jafn­aði inn­an­ OECD. 

Auglýsing

Mun færri inn­flytj­endur útskrif­ast úr fram­halds­skóla.

Í tölum Hag­stof­unnar má sjá að skóla­sókn inn­­­flytj­enda í leik­­­skóla, fram­halds­­­­­skóla og háskóla er að jafn­­­aði lægri en skóla­­­sókn inn­­­­­lendra hér á landi. Mestur er mun­­­ur­inn í fram­halds­­­­­skóla en hlut­­­falls­­­lega færri inn­­­flytj­endur en inn­­­­­lendir byrja í fram­halds­­­­­skóla við 16 ára aldur og skóla­­­sókn þeirra lækkar meira fyrir hvert ald­­­ursár.  

Ef tölur árs­ins 2017 eru skoð­aðar má sjá að nærri allir inn­­­­­lendir á 16. ald­­­ursári sækja fram­halds­­­­­skóla, en átta af hverjum 10 inn­­­flytj­end­­­um. Á 19. ald­­­ursári sóttu um sjö af hverjum 10 inn­­­­­lendum íbúum fram­halds­­­­­skóla, en aðeins um tveir af hverjum 10 inn­­­flytj­end­­­um. 

Mynd: Hagstofa Íslands

Í grein­ingu Hag­stof­unnar segir að end­­­ur­­­tekn­ing þessa mynsturs á árunum 2008 til 2017 gefur vís­bend­ingu um að brott­hvarf úr fram­halds­­­­­skóla sé algeng­­­ara meðal inn­­­flytj­enda en inn­­­­­lendra. Jafn­­­framt hafa flestir þeirra inn­­­flytj­enda sem sækja fram­halds­­­­­skóla hér landi dvalist á Íslandi í meira en níu ár.

Fram­lög á hvern háskóla­nema enn undir með­al­tali OECD 

Í skýrslu OECD eru fram­lög ríkja á hvern háskóla­nema einnig borin sam­an. Á árinu 2016, sem eru nýj­ustu tölur skýrsl­unn­ar, voru fram­lög á hvern háskóla­nema hér á landi enn undir með­al­tali OECD ríkj­anna eða um 94 pró­sent af með­al­tal­in­u. 

Fram­lög Íslands hafa þó auk­ist milli ára en árið 2015 námu fram­lögin 81 pró­sent af með­al­tali OECD og hækk­uðu því um 13 pró­sentu­stig á einu ár. Ef litið er á tíma­bilið 2010 til 2016 þá hafa fram­lög Íslands­ hækkað um 43 pró­sent á meðan meðal hækkun fram­laga innan OCED 8 pró­sent. Ísland er þó enn undir með­al­tali OECD.

Mynd:Stjórnarráðið

Fleiri konur með háskóla­próf

Hlut­fall háskóla­mennt­aðra á aldr­in­um 25 til 34 ára vaxið mikið hér á landi á síð­ustu tíu árum eða úr 33 pró­sent í 47 pró­sent í fyrra, sam­kvæmt skýrsl­unni. Mennt­un­ar­stig þessa ald­urs­hóps er svipað og í Nor­egi og Sví­þjóð ­sem er yfir­ ­með­al­tali OECD. Þá hafa mun fleiri konur lokið háskóla­prófi í þessum ald­urs­hóp hér á landi eða 56 pró­sent kvenna en 39 pró­sent karla. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent