Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla

Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.

Matarsóun
Auglýsing

Umhverf­is­ráðu­neytið ætlar að ráð­ast í sam­starfs­verk­efni um mat­ar­sóun með Mat­væla­stofnun og heil­brigð­is­eft­ir­litum sveit­ar­fé­laga. Verk­efnið felst í því að gera athugun á því hvar eft­ir­lits­að­ilar gera mögu­lega kröfur sem ekki eru nauð­syn­legar með til­liti til mat­væla­ör­yggis sem gætu ýtt undir mat­ar­só­un. Þetta er hluti af aðgerðum sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hefur hrundið til að vinna gegn mat­ar­sóun á Íslandi.

Þriðj­ungur fer beint í ruslið 

Vest­ræn lönd sóa gíf­­ur­­legu magni mat­væla á hverju ári sem hefðu hugs­an­­lega geta brauð­­fætt millj­­ónir manna. Mat­væla­­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna metur það sem svo að 1,3 milljón tonn af mat­vælum fari í ruslið á hverju ári eða um þriðj­ungur þess matar sem keyptur fer beint í ruslið.

Með því að draga úr mat­ar­sóun má nýta betur auð­lind­ir, spara fé og draga úr los­un gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Á vef­síð­unni mat­ar­só­un.is kemur fram að sam­kvæmt skýrslu Mat­væla– og land­bún­að­ar­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna er áætlað að um 3.300.000 Gg af losun koldí­oxíðí­gilda í heim­inum á ári megi rekja til mat­ar­só­un­ar. 

Auglýsing

Þetta mat tekur til los­unar vegna sóunar við frum­fram­leiðslu, við vinnslu og dreif­ingu mat­væla og vegna sóunar hjá neyt­end­um. Ef gert er ráð fyrir að losun á hvern íbúa á Íslandi sé sam­bæri­leg með­al­l­osun á hvern íbúa Evr­ópu þá er losun frá mat­ar­sóun Íslend­inga á ári hverju rúm­lega 200 Gg koldí­oxíðí­gilda. Það gerir um 5 pró­sent af árlegri heild­ar­losun Íslands árið 2013 og rúm 8 pró­sent ef frá er skilin losun frá starf­semi sem fellur undir við­skipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins með los­un­ar­heim­ild­ir.

Því fæst tölu­verður sam­fé­lags­leg­ur, umhverf­is­legur og fjár­hags­legur ávinn­ingur af því að minnka mat­ar­só­un. Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hefur því ákveðið að hrinda af stað verk­efnum sem ætlað er að vinna gegn mat­ar­sóun á Íslandi. Verk­efnin eru liður í aðgerða­á­ætlun Íslands í lofts­lags­málum og verða í umsjón Umhverf­is­stofn­un­ar.

Bjóða upp á veit­ingar úr útlits­göll­uðum mat­vörum 

Á meðal verk­efna sem umhverf­is­ráð­herra mun standa fyrir er við­burðar um mat­ar­sóun þar sem verður boðið upp á veit­ingar úr illselj­an­legum „út­lits­göll­uð­um“ í þeim til­gangi að vekja athygli á hve miklum mat­vælum við sóum árlega. Á vef mat­ar­só­unar segir að um 20 til 40 pró­sent ferskra afurða kom­ast aldrei í versl­anir sökum strangra útlit­skrafna versl­ana. Hvort sem það er vegna vit­lausrar stærð­ar, litar eða lög­un­ar. Þetta leiðir til offram­leiðslu bænda til að full­vissa að þeir rækti nægi­legt magn af „fal­leg­um“ afurð­u­m. 

Auk þess mun ráð­herra ráð­ast í sam­starfs­verk­efni um mat­ar­sóun með Mat­væla­stofnun og heil­brigð­is­eft­ir­litum sveit­ar­fé­laga líkt og greint var frá hér fyrir ofan. Gerð verður athugun á því hvar eft­ir­lits­að­ilar gera mögu­lega kröfur sem ekki eru nauð­syn­legar með til­liti til mat­væla­ör­yggis sem gætu ýtt undir mat­ar­só­un. Í fram­hald­inu verður gripið til ráð­staf­ana til að sam­ræma eft­ir­litið í því skyni að tryggja að ein­ungis verði gerðar þær kröfur sem nauð­syn­legar eru vegna mat­væla­ör­ygg­is. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra.Mynd: Bára Huld Beck.„Ég er afar ánægður með að vinna við þessi mál sé komin á skrið því mat­ar­sóun er meðal brýn­ustu við­fangs­efna nútím­ans. Mat­væla­fram­leiðsla hefur áhrif á umhverf­ið, þó í mis­miklum mæli sé – og alltof stór hluti mat­ar­ins fer síðan beint í ruslið. Þegar hann er urð­aður mynd­ast síðan gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ir. Mat­ar­sóun er því stórt lofts­lags­mál sem við ætlum að taka föstum tök­um,“ segir Guð­mundur Ingi.

Rann­saka mat­ar­sóun Íslend­inga 

Enn fremur stendur Umhverf­is­­stofnun fyrir ítar­­legri rann­­sókn á umfangi mat­­ar­­só­unar á Ísland­i þar sem kannað er hversu mik­ill matur fer til spillis á íslenskum heim­ilum og hjá fyr­ir­tækj­um.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar verða síðan lagðar til grund­vallar vinnu starfs­hóps sem stýrt verður af umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu og mun hafa það hlut­verk að koma með frek­ari til­lögur að aðgerðum sem ætlað er að draga úr mat­ar­sóun og þar með úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Þá ætlar ráð­herra einnig að veita aukið fjár­magn í kynn­ingu og fræðslu um mat­ar­sóun og rekstur vefs­ins mat­ar­soun.is verð­ur­ ­tryggður áfram.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent