Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla

Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.

Matarsóun
Auglýsing

Umhverf­is­ráðu­neytið ætlar að ráð­ast í sam­starfs­verk­efni um mat­ar­sóun með Mat­væla­stofnun og heil­brigð­is­eft­ir­litum sveit­ar­fé­laga. Verk­efnið felst í því að gera athugun á því hvar eft­ir­lits­að­ilar gera mögu­lega kröfur sem ekki eru nauð­syn­legar með til­liti til mat­væla­ör­yggis sem gætu ýtt undir mat­ar­só­un. Þetta er hluti af aðgerðum sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hefur hrundið til að vinna gegn mat­ar­sóun á Íslandi.

Þriðj­ungur fer beint í ruslið 

Vest­ræn lönd sóa gíf­­ur­­legu magni mat­væla á hverju ári sem hefðu hugs­an­­lega geta brauð­­fætt millj­­ónir manna. Mat­væla­­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna metur það sem svo að 1,3 milljón tonn af mat­vælum fari í ruslið á hverju ári eða um þriðj­ungur þess matar sem keyptur fer beint í ruslið.

Með því að draga úr mat­ar­sóun má nýta betur auð­lind­ir, spara fé og draga úr los­un gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Á vef­síð­unni mat­ar­só­un.is kemur fram að sam­kvæmt skýrslu Mat­væla– og land­bún­að­ar­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna er áætlað að um 3.300.000 Gg af losun koldí­oxíðí­gilda í heim­inum á ári megi rekja til mat­ar­só­un­ar. 

Auglýsing

Þetta mat tekur til los­unar vegna sóunar við frum­fram­leiðslu, við vinnslu og dreif­ingu mat­væla og vegna sóunar hjá neyt­end­um. Ef gert er ráð fyrir að losun á hvern íbúa á Íslandi sé sam­bæri­leg með­al­l­osun á hvern íbúa Evr­ópu þá er losun frá mat­ar­sóun Íslend­inga á ári hverju rúm­lega 200 Gg koldí­oxíðí­gilda. Það gerir um 5 pró­sent af árlegri heild­ar­losun Íslands árið 2013 og rúm 8 pró­sent ef frá er skilin losun frá starf­semi sem fellur undir við­skipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins með los­un­ar­heim­ild­ir.

Því fæst tölu­verður sam­fé­lags­leg­ur, umhverf­is­legur og fjár­hags­legur ávinn­ingur af því að minnka mat­ar­só­un. Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hefur því ákveðið að hrinda af stað verk­efnum sem ætlað er að vinna gegn mat­ar­sóun á Íslandi. Verk­efnin eru liður í aðgerða­á­ætlun Íslands í lofts­lags­málum og verða í umsjón Umhverf­is­stofn­un­ar.

Bjóða upp á veit­ingar úr útlits­göll­uðum mat­vörum 

Á meðal verk­efna sem umhverf­is­ráð­herra mun standa fyrir er við­burðar um mat­ar­sóun þar sem verður boðið upp á veit­ingar úr illselj­an­legum „út­lits­göll­uð­um“ í þeim til­gangi að vekja athygli á hve miklum mat­vælum við sóum árlega. Á vef mat­ar­só­unar segir að um 20 til 40 pró­sent ferskra afurða kom­ast aldrei í versl­anir sökum strangra útlit­skrafna versl­ana. Hvort sem það er vegna vit­lausrar stærð­ar, litar eða lög­un­ar. Þetta leiðir til offram­leiðslu bænda til að full­vissa að þeir rækti nægi­legt magn af „fal­leg­um“ afurð­u­m. 

Auk þess mun ráð­herra ráð­ast í sam­starfs­verk­efni um mat­ar­sóun með Mat­væla­stofnun og heil­brigð­is­eft­ir­litum sveit­ar­fé­laga líkt og greint var frá hér fyrir ofan. Gerð verður athugun á því hvar eft­ir­lits­að­ilar gera mögu­lega kröfur sem ekki eru nauð­syn­legar með til­liti til mat­væla­ör­yggis sem gætu ýtt undir mat­ar­só­un. Í fram­hald­inu verður gripið til ráð­staf­ana til að sam­ræma eft­ir­litið í því skyni að tryggja að ein­ungis verði gerðar þær kröfur sem nauð­syn­legar eru vegna mat­væla­ör­ygg­is. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra.Mynd: Bára Huld Beck.„Ég er afar ánægður með að vinna við þessi mál sé komin á skrið því mat­ar­sóun er meðal brýn­ustu við­fangs­efna nútím­ans. Mat­væla­fram­leiðsla hefur áhrif á umhverf­ið, þó í mis­miklum mæli sé – og alltof stór hluti mat­ar­ins fer síðan beint í ruslið. Þegar hann er urð­aður mynd­ast síðan gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ir. Mat­ar­sóun er því stórt lofts­lags­mál sem við ætlum að taka föstum tök­um,“ segir Guð­mundur Ingi.

Rann­saka mat­ar­sóun Íslend­inga 

Enn fremur stendur Umhverf­is­­stofnun fyrir ítar­­legri rann­­sókn á umfangi mat­­ar­­só­unar á Ísland­i þar sem kannað er hversu mik­ill matur fer til spillis á íslenskum heim­ilum og hjá fyr­ir­tækj­um.

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar verða síðan lagðar til grund­vallar vinnu starfs­hóps sem stýrt verður af umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu og mun hafa það hlut­verk að koma með frek­ari til­lögur að aðgerðum sem ætlað er að draga úr mat­ar­sóun og þar með úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Þá ætlar ráð­herra einnig að veita aukið fjár­magn í kynn­ingu og fræðslu um mat­ar­sóun og rekstur vefs­ins mat­ar­soun.is verð­ur­ ­tryggður áfram.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi og vill hækkun atvinnuleysisbóta
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent