Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum

Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.

23-april-2014_13983703755_o.jpg
Auglýsing

Sterk tengsl eru milli hagsældar og neyslumynsturs hér á landi en magn heimilsúrgangs á hvern íbúa  hefur aukist gífurlega á síðustu árum og náði hámarki árið 2017 í rúmum 650 kílóum. Þá lækkaði hlutfall heimilissorps sem rataði í endurvinnslu skarpt árið 2017 en mun minna af heimilsúrgangi endar í endurvinnslu hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin. Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum er áætlað að koma á urðunarskatti og bann við urðun lífræns úrgangs á næsta ári.

Rúmlega 650 kíló á hvern íbúa 

Í nýrri skýrslu forsætisráðuneytisins um hagsæld og lífsskilyrði kemur fram að árið 2017 var magn heimilisúrgangs á hvern íbúa landsins meira en árið 2008, sem var metár fram til þessa eða rúmlega 650 kíló á hvern íbúa. 

Auglýsing

Jafnframt segir í skýrslunni að þó að fleiri en ein breyta hafi vafalítið áhrif á myndun heimilisúrgangs, þar á meðal fjöldi ferðamanna sem heimsækir landið, þá sýni þessi þróun glögglega hversu sterk tengsl eru á milli hagsældar og neyslumynsturs þjóðarinnar annars vegar og hins vegar magns þess heimilisúrgangs sem fellur til. 

Mynd: Forsætisráðuneytið

Endurvinnsluhlutfallið minnkaði um tæplega 10 prósent milli ára 

Fyrsta áherslan í meðhöndlun úrgangs er að koma í veg fyrir myndun hans en síðan að tryggja að sá úrgangur sem til fellur sé endurunninn á viðeigandi hátt. Mest af því sem almenningur notar dags daglega er hægt að endurvinna og mest af því sem fer óflokkað í ruslatunnur heimilanna endar á einn eða annan hátt úti í náttúrunni. 

Mynd:Forsætisráðuneytið

Eftir að endurvinnsluhlutfall heimilanna hafði aukist töluvert á undanförnum árum þá lækkaði hlutfalliðnokkuð skarpt á milli áranna 2016 og 2017 og fór niður í rúm 25 prósent.

Í áætlun Umhverfisstofnunar um meðhöndlun úrgangs fyrir árin 2010 til 2022 er eitt af markmiðunum að árið 2020 verði að lágmarki 50 prósent af pappír, málmi og plati og gleri frá heimilum endurnotað, endurunnið eða endurnýtt með einum eða öðrum hætti. Auk þess er markmið um að lífrænn heimilisúrgangur sem berst til urðunarstaða hafi,miðað við þann lífræna heimilisúrgang sem féll til árið 1995, minnkað niður í 35 prósent af heildarmagni árið 2020.

Endurvinnum minnst af Norðurlöndunum

Hlutfall endurvinnslu á heimilisúrgangi á Norðurlöndunum, greint af Eurostat. Mynd er fengin frá rannsókn Norðurlandaráðs frá árinu 2019Af öllum Norðurlöndunum er Ísland með minnsta hlutfallið af heildar heimilsúrgangi sem endartil endurvinnslu, samkvæmt tölum Eurostat frá 2017. 

Danmörk, Áland, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa öll bannað urðun lífræns úrgangs og sett upp skatt á urðun. Danmörk og Svíþjóð hafa einnig bannað urðun á brennanlegum úrgangi. Umhverfis- og auðlindarráðuneytið gaf út aðgerðaráætlun í loftlagsmálum í fyrra fyrir árin 2018- 2030 þar sem meðal annars er áætlað að koma á urðunarskatti og bann við urðun lífræns úrgangs árið 2020. Á hverju ári eru tæp­lega 220 þús­und tonn af sorpi urðuð hér á landi 

Umhverfisvænna að flytja sorpið úr landi til brennslu í stað urðunar 

Í nýrri skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið ReSource International vann að beiðni Íslenska gámafélagsins er fjallað um kosti þessa að hætta urðun úrgangs og umhverfisávinning sem ólíkar leiðir að því marki hafa í för með sér.  

Í skýrslunni segir að nokkuð ljóst sé og í raun hefur aldrei verið vafi á því að urðun er með því verra sem við gerum við meðhöndlun úrgangs umhverfislega séð. Leggja þurfi áherslu á að auka endurvinnslu og nýta lífrænan úrgang til moltugerðar í staðinn fyrir urðun eða brennslu. Skýrsluhöfundar segja að með því að gera betur í þeim efnum þá minnki verulega það magn sem þurfi að fara í förgun en þó þurfi að ákveða hvað skal gera við þann úrgang sem þarf að farga.

Ein slík lausn er að fara með þann úrgang sem hefur vanalega verið urðaður í brennslu til orkunýtingar. Rætt hefur verið um að setja upp nýja brennslustöð hér á landi til orkunýtingar en einnig hefur verið rætt um að flytja allt sorp utan til orkunýtingar. Í skýrslunni eru þessar tveir möguleikar bornir saman.

Niðurstaða skýrslunnar er að sorpbrennsla til orkunýtingar sé töluvert vænlegri kostur en urðun þegar litið er til koltvísýringslosunar. Útreikningar skýrslunnar gefa einnig til kynna minni koltvísýringslosun fylgir því að senda úrganginn til landa í Evrópu til orkunýtingar sem staðgengill kola til orkuöflunar samanborið við orkuframleiðslu frá sorpbrennslu á Íslandi. Tekið er þó fram í skýrslunni að marga þætti mætti bæta við útreikninga skýrslunnar en að ólíklegt þykir að það muni leiða til mikillar breytingar á megin niðurstöðinni. 

Íslenska gámafélagið leiðir nýtt átak, Hættum að urða– Finnum lausnir, þar sem fólk hvatt til að skrifa undir áskorun til stjórn­valda um að finna leiðir til að hætta urðun og í lok sept­em­ber verður áskorun og und­ir­skrifta­list­inn afhendur stjórn­völd­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent