Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum

Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.

23-april-2014_13983703755_o.jpg
Auglýsing

Sterk tengsl eru milli hag­sældar og neyslu­mynsturs hér á landi en magn heim­ilsúr­gangs á hvern íbúa  hefur auk­ist gíf­ur­lega á síð­ustu árum og náði hámarki árið 2017 í rúmum 650 kíló­um. Þá lækk­aði hlut­fall heim­il­issorp­s ­sem rataði í end­ur­vinnslu skarpt árið 2017 en mun minna af heim­ilsúr­gangi endar í end­ur­vinnslu hér á landi sam­an­borið við hin Norð­ur­lönd­in. Í aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í loft­lags­málum er ­á­ætl­að að koma á urð­un­ar­skatt­i og bann við urðun líf­ræns úrgangs á næsta ári.

Rúm­lega 650 kíló á hvern íbúa 

Í nýrri skýrslu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins um hag­sæld og lífs­skil­yrði kemur fram að árið 2017 var magn heim­il­is­úr­gangs á hvern íbúa lands­ins meira en árið 2008, sem var metár fram til þessa eða rúm­lega 650 kíló á hvern íbúa. 

Auglýsing

Jafn­framt segir í skýrsl­unni að þó að fleiri en ein breyta hafi vafa­lítið áhrif á myndun heim­il­is­úr­gangs, þar á meðal fjöldi ferða­manna sem heim­sækir land­ið, þá sýni þessi þróun glögg­lega hversu sterk tengsl eru á milli hag­sældar og neyslu­mynsturs þjóð­ar­innar ann­ars vegar og hins vegar magns þess heim­il­is­úr­gangs sem fellur til. 

Mynd: Forsætisráðuneytið

End­ur­vinnslu­hlut­fallið minnk­aði um tæp­lega 10 pró­sent milli ára 

Fyrsta áherslan í með­höndl­un úr­gangs er að koma í veg fyrir myndun hans en síðan að tryggja að sá úr­gangur sem til fellur sé end­urunn­inn á við­eig­andi hátt. ­Mest af því sem almenn­ingur notar dags dag­lega er hægt að end­ur­vinna og mest af því sem ­fer óflokkað í rusla­tunnur heim­il­anna endar á einn eða annan hátt úti í nátt­úr­unn­i. 

Mynd:Forsætisráðuneytið

Eftir að end­ur­vinnslu­hlut­fall heim­il­anna hafði auk­ist tölu­vert á und­an­förnum árum þá lækk­aði hlut­fall­iðnokkuð skarpt á milli áranna 2016 og 2017 og fór niður í rúm 25 pró­sent.

Í áætlun Umhverf­is­stofn­unar um með­höndlun úrgangs fyrir árin 2010 til 2022 er eitt af mark­mið­unum að árið 2020 verði að lág­marki 50 pró­sent af papp­ír, málmi og plati og gleri frá heim­ilum end­ur­not­að, end­ur­unnið eða end­ur­nýtt með einum eða öðrum hætti. Auk þess er mark­mið um að líf­rænn heim­il­is­úr­gangur sem berst til urð­un­ar­staða hafi,miðað við þann líf­ræna heim­il­is­úr­gang sem féll til árið 1995, minnkað niður í 35 pró­sent af heild­ar­magni árið 2020.

End­ur­vinnum minnst af Norð­ur­lönd­unum

Hlutfall endurvinnslu á heimilisúrgangi á Norðurlöndunum, greint af Eurostat. Mynd er fengin frá rannsókn Norðurlandaráðs frá árinu 2019Af öllum Norð­ur­lönd­unum er Ísland með minnsta hlut­fallið af heildar heim­ilsúr­gangi sem end­ar­til end­ur­vinnslu, sam­kvæmt tölum Eurostat frá 2017. 

Dan­mörk, Áland, Finn­land, Nor­egur og Sví­þjóð hafa öll bannað urðun líf­ræns úrgangs og sett upp skatt á urð­un. Dan­mörk og Sví­þjóð hafa einnig bannað urðun á brenn­an­legum úrgang­i. Um­hverf­is- og auð­lind­ar­ráðu­neytið gaf út aðgerð­ar­á­ætlun í loft­lags­málum í fyrra fyrir árin 2018- 2030 þar sem meðal ann­ars er áætlað að koma á urð­un­ar­skatti og bann við urðun líf­ræns úrgangs árið 2020. Á hverju ári eru tæp­­lega 220 þús­und tonn af sorpi urðuð hér á landi 

Umhverf­is­vænna að flytja sorpið úr landi til brennslu í stað urð­un­ar 

Í nýrri skýrslu sem ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið ReSo­urce International vann að beiðni Íslenska gáma­fé­lags­ins er fjallað um ­kosti þessa að hætta urðun úrgangs og umhverf­isá­vinn­ing sem ólíkar leiðir að því marki hafa í för með sér­.  

Í skýrsl­unni segir að nokkuð ljóst sé og í raun hefur aldrei verið vafi á því að urðun er með því verra sem við gerum við með­höndlun úrgangs umhverf­is­lega séð. Leggja þurfi áherslu á að auka end­ur­vinnslu og nýta líf­rænan úrgang til moltu­gerðar í stað­inn fyrir urðun eða brennslu. Skýrslu­höf­undar segja að með því að gera betur í þeim efnum þá minnki veru­lega það magn sem þurfi að fara í förgun en þó þurfi að ákveða hvað skal gera við þann úrgang sem þarf að farga.

Ein slík lausn er að fara með þann úrgang sem hefur vana­lega verið urð­aður í brennslu til­ orku­nýt­ing­ar. Rætt hefur verið um að setja upp nýja brennslu­stöð hér á landi til orku­nýt­ing­ar en einnig hefur verið rætt um að flytja allt sorp utan til orku­nýt­ing­ar. Í skýrsl­unni eru þessar tveir mögu­leikar bornir sam­an.

Nið­ur­staða skýrsl­unnar er að sorp­brennsla til orku­nýt­ingar sé tölu­vert væn­legri kostur en urðun þegar litið er til koltví­sýr­ingslos­un­ar. Útreikn­ingar skýrsl­unnar gefa einnig til kynna minn­i koltví­sýr­ingslosun fylgir því að senda úrgang­inn til landa í Evr­ópu til orku­nýt­ingar sem ­stað­geng­ill kola til orku­öfl­unar sam­an­borið við orku­fram­leiðslu frá sorp­brennslu á Íslandi. Tekið er þó fram í skýrsl­unni að marga þætti mætti bæta við útreikn­inga skýrsl­unnar en að ólík­legt þykir að það muni leiða til mik­illar breyt­ingar á megin nið­ur­stöð­inn­i. 

Íslenska gáma­fé­lagið leiðir nýtt átak, Hættum að urða– Finnum lausnir, þar sem ­fólk hvatt til að skrifa undir áskorun til stjórn­­­valda um að finna leiðir til að hætta urðun og í lok sept­­em­ber verður áskorun og und­ir­­skrifta­list­inn afhendur stjórn­­völd­­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent