Skora á stjórnvöld að hætta urðun sorps

Átakinu Hættum að urða – Finnum lausnir hefur verið hrundið af stað þar sem Íslendingar eru hvattir til að skrifa undir áskorun til stjórnvalda um að finna leiðir til að hætta urðun.

Urðun
Auglýsing

Nýju átaki, Hættum að urða– Finnum lausnir, hefur verið hleypt af stokk­un­um. Mark­mið átaks­ins er að vekja athygli á ókostum urð­unar en hér á landi eru rúm­lega 200 þús­und tonn af sorpi urðuð á hverju ári. Á vef átaks­ins er fólk hvatt til að skrifa undir áskorun til stjórn­valda um að finna leiðir til að hætta urðun og í lok sept­em­ber verður áskorun og und­ir­skrifta­list­inn afhendur stjórn­völd­um. 

Líta á rusl sem hrá­efni til að nýta

Á hverju ári eru tæp­lega 220 þús­und tonn af sorpi urðuð hér á landi en það eru meira en 20 Eif­fel turnar af rusli sem grafnir eru ofan í landið árlega. Í frétta­til­kynn­ingu átaks­ins segir um sé ræða gríð­ar­legt vanda­mál sem Íslend­ingum beri skylda að finna lausn á og stöðv­a. 

„Urðun í slíku magni hefur slæm áhrif á jarð­gæði og loft­gæði og eru í eðli sínu slæm nýt­ing á tak­mörk­uðum auð­lindum jarð­ar­inn­ar. Sorp getur verið margar aldir að brotna nið­ur,“ segir í frétta­til­kynn­ing­unn­i. 

Íslenska gáma­fé­lagið leiðir átakið en með því vill fyr­ir­tækið stuðla að skil­virk­ari og umhverf­is­vænni leiðum við förgun og end­ur­vinnslu, þar sem hætt verði að líta á rusl sem úrgang, heldur fremur sem hrá­efni til að nýta.

Auglýsing

Hægt að flytja sorpið úr landi án þess að auka sót­spor

Á hverju ári falla til frá heim­ilum og fyr­ir­tækjum lands­ins um 530 þús­und tonn af almennu rusli og af því er um helm­ing­ur­inn urð­að­ur. Gáma­fé­lagið segir að með auk­inni end­ur­vinnlsu sé raun­hæft að draga úr urðun sem um nemur 20 til 50 þús­und tonn­um. Þá standa þó enn eftir um 150 til 180 þús­und tonn sem urða þarf á hverju ári. 

Sam­kvæmt gáma­fé­lag­inu væri hins vegar strax hægt að láta af nær allri urðun hér á landi með því að flytja ruslið til brennslu í Evr­ópu, þar sem það nýt­ist til hús­hit­un­ar. Félagið segir að sót­spor land­ins muni ekki stækka í kjöl­farið þar sem skipin séu hvort það er á ferð­inni og að flutn­ings­geta þeirra sé ónýtt vegna mis­ræmis í magni á inn- og útflutn­ing­i. 

„Með því að flytja sorp­ið til Evr­ópu þar sem það er nýtt til hús­hit­unar náum við hins vegar strax nærri 100 pró­senta end­ur­vinnslu á öllu rusli,“ segir Jón Þórir Frantz­son, for­stjóri Íslenska gáma­fé­lags­ins.

Útflutn­ingur á okkar eigin úrgangi umhverf­is­leg ósvinna 

Einar Svein­björns­son, veð­ur­fræð­ing­ur, segir hins vegar að ­út­flutn­ing­ur á úrgangi sé „um­hverf­is­leg ósvinna“ af marg­vís­leg­um ­toga. Hann gagn­rýnir átakið í Face­book-­færslu í dag og bendir á að Íslenska gáma­fé­lagið og Sam­skip standa að baki her­ferð­ar­inn­ar. 

„En það vekur athygli að þeir sem virð­ast kosta þessa her­ferð sú einmitt Íslenska Gáma­fé­lagið og Sam­skip. Þær yrð­u margar ferð­irnar sem farnar yrðu með sorp­gámana í skip Sam­skip alls stað­ar­ að af land­inu og margir farm­arnir til Sví­þjóðar með heil 150 ­þús tonn af úrgangi árlega. Þeir munu græða en við borg­um,“ skrifar Ein­ar.

Hann seg­ir að ­urðun sé ekki slæm ef rétt sé að henni staðið en að þá þurfi að flokka eit­ur­efni frá og annað sem þykir hag­nýtt til end­ur­vinnslu. „Vilji menn brenna sorp, líkt og á Norð­ur­lönd­unum gerum við það hér heima, en flytjum ekki okkar eigin úrgang til ann­ara. Þeir geta á hag­kvæman virkjað vind­inn og sól skorti þar orku,“ segir Ein­ar. 

Und­ir­skrifta­listi afhendur stjórn­völdum í lok sept­em­ber

Hall­dóra Geir­harðs­dótt­ir, leik­kona og tals­maður átaks­ins, segir að þau sem standi að átak­inu vilji gefa fólki færi á að senda stjórn­völdum skýr skila­boð um að líta beri á sorp sem auð­lind en ekki vanda­mál. 

Halldóra Geirsdóttir er talsmaður átaksins. Mynd:Aðsend

„Við finnum ekki lausnir fyrr en við byrjum að leita að þeim. Fyrsta skrefið er að ákveða að núver­andi ástand geti ekki varað leng­ur. Stað­reyndin er að nú þegar eru þær lausnir til staðar sem duga til að stöðva urðun alfarið á skömmum tíma. Við viljum gefa fólki færi á að senda stjórn­völdum skýr skila­boð um að líta beri á sorp sem auð­lind, ekki vanda­mál. Með réttu hug­ar­fari finnum við lausnir sem henta hverju sinni. Og með sam­stilltu átaki getum við hvatt stjórn­völd til að stöðva urð­un,“  segir Hall­dóra í frétta­til­kynn­ingu átaks­ins.

Átakið verður í gangi út sept­em­ber­mánuð og í lok þess verður svo áskorun og listi með þeim und­ir­skriftum sem safn­ast hafa afhentur stjórn­völd­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent