Skora á stjórnvöld að hætta urðun sorps

Átakinu Hættum að urða – Finnum lausnir hefur verið hrundið af stað þar sem Íslendingar eru hvattir til að skrifa undir áskorun til stjórnvalda um að finna leiðir til að hætta urðun.

Urðun
Auglýsing

Nýju átaki, Hættum að urða– Finnum lausnir, hefur verið hleypt af stokk­un­um. Mark­mið átaks­ins er að vekja athygli á ókostum urð­unar en hér á landi eru rúm­lega 200 þús­und tonn af sorpi urðuð á hverju ári. Á vef átaks­ins er fólk hvatt til að skrifa undir áskorun til stjórn­valda um að finna leiðir til að hætta urðun og í lok sept­em­ber verður áskorun og und­ir­skrifta­list­inn afhendur stjórn­völd­um. 

Líta á rusl sem hrá­efni til að nýta

Á hverju ári eru tæp­lega 220 þús­und tonn af sorpi urðuð hér á landi en það eru meira en 20 Eif­fel turnar af rusli sem grafnir eru ofan í landið árlega. Í frétta­til­kynn­ingu átaks­ins segir um sé ræða gríð­ar­legt vanda­mál sem Íslend­ingum beri skylda að finna lausn á og stöðv­a. 

„Urðun í slíku magni hefur slæm áhrif á jarð­gæði og loft­gæði og eru í eðli sínu slæm nýt­ing á tak­mörk­uðum auð­lindum jarð­ar­inn­ar. Sorp getur verið margar aldir að brotna nið­ur,“ segir í frétta­til­kynn­ing­unn­i. 

Íslenska gáma­fé­lagið leiðir átakið en með því vill fyr­ir­tækið stuðla að skil­virk­ari og umhverf­is­vænni leiðum við förgun og end­ur­vinnslu, þar sem hætt verði að líta á rusl sem úrgang, heldur fremur sem hrá­efni til að nýta.

Auglýsing

Hægt að flytja sorpið úr landi án þess að auka sót­spor

Á hverju ári falla til frá heim­ilum og fyr­ir­tækjum lands­ins um 530 þús­und tonn af almennu rusli og af því er um helm­ing­ur­inn urð­að­ur. Gáma­fé­lagið segir að með auk­inni end­ur­vinnlsu sé raun­hæft að draga úr urðun sem um nemur 20 til 50 þús­und tonn­um. Þá standa þó enn eftir um 150 til 180 þús­und tonn sem urða þarf á hverju ári. 

Sam­kvæmt gáma­fé­lag­inu væri hins vegar strax hægt að láta af nær allri urðun hér á landi með því að flytja ruslið til brennslu í Evr­ópu, þar sem það nýt­ist til hús­hit­un­ar. Félagið segir að sót­spor land­ins muni ekki stækka í kjöl­farið þar sem skipin séu hvort það er á ferð­inni og að flutn­ings­geta þeirra sé ónýtt vegna mis­ræmis í magni á inn- og útflutn­ing­i. 

„Með því að flytja sorp­ið til Evr­ópu þar sem það er nýtt til hús­hit­unar náum við hins vegar strax nærri 100 pró­senta end­ur­vinnslu á öllu rusli,“ segir Jón Þórir Frantz­son, for­stjóri Íslenska gáma­fé­lags­ins.

Útflutn­ingur á okkar eigin úrgangi umhverf­is­leg ósvinna 

Einar Svein­björns­son, veð­ur­fræð­ing­ur, segir hins vegar að ­út­flutn­ing­ur á úrgangi sé „um­hverf­is­leg ósvinna“ af marg­vís­leg­um ­toga. Hann gagn­rýnir átakið í Face­book-­færslu í dag og bendir á að Íslenska gáma­fé­lagið og Sam­skip standa að baki her­ferð­ar­inn­ar. 

„En það vekur athygli að þeir sem virð­ast kosta þessa her­ferð sú einmitt Íslenska Gáma­fé­lagið og Sam­skip. Þær yrð­u margar ferð­irnar sem farnar yrðu með sorp­gámana í skip Sam­skip alls stað­ar­ að af land­inu og margir farm­arnir til Sví­þjóðar með heil 150 ­þús tonn af úrgangi árlega. Þeir munu græða en við borg­um,“ skrifar Ein­ar.

Hann seg­ir að ­urðun sé ekki slæm ef rétt sé að henni staðið en að þá þurfi að flokka eit­ur­efni frá og annað sem þykir hag­nýtt til end­ur­vinnslu. „Vilji menn brenna sorp, líkt og á Norð­ur­lönd­unum gerum við það hér heima, en flytjum ekki okkar eigin úrgang til ann­ara. Þeir geta á hag­kvæman virkjað vind­inn og sól skorti þar orku,“ segir Ein­ar. 

Und­ir­skrifta­listi afhendur stjórn­völdum í lok sept­em­ber

Hall­dóra Geir­harðs­dótt­ir, leik­kona og tals­maður átaks­ins, segir að þau sem standi að átak­inu vilji gefa fólki færi á að senda stjórn­völdum skýr skila­boð um að líta beri á sorp sem auð­lind en ekki vanda­mál. 

Halldóra Geirsdóttir er talsmaður átaksins. Mynd:Aðsend

„Við finnum ekki lausnir fyrr en við byrjum að leita að þeim. Fyrsta skrefið er að ákveða að núver­andi ástand geti ekki varað leng­ur. Stað­reyndin er að nú þegar eru þær lausnir til staðar sem duga til að stöðva urðun alfarið á skömmum tíma. Við viljum gefa fólki færi á að senda stjórn­völdum skýr skila­boð um að líta beri á sorp sem auð­lind, ekki vanda­mál. Með réttu hug­ar­fari finnum við lausnir sem henta hverju sinni. Og með sam­stilltu átaki getum við hvatt stjórn­völd til að stöðva urð­un,“  segir Hall­dóra í frétta­til­kynn­ingu átaks­ins.

Átakið verður í gangi út sept­em­ber­mánuð og í lok þess verður svo áskorun og listi með þeim und­ir­skriftum sem safn­ast hafa afhentur stjórn­völd­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ottó Tynes
Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar
Leslistinn 22. nóvember 2019
Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis
Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent