Lögreglustjórar vantreysta Haraldi

Átta af níu lögreglustjórum vantreysta Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra.

Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri
Auglýsing

Átta af níu lög­reglu­stjórum í land­inu hafa lýst yfir van­trausti á Har­ald Johann­es­sen rík­is­lög­reglu­stjóra. Frá þessu er greint á frétta­vefnum Vísi en Úlfar Lúð­víks­son, for­maður Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands, stað­festir þetta í sam­tali við Vísi. Úlfar er lög­reglu­stjóri á Vest­ur­land­i. 

Átta af níu lög­reglu­stjórum lýstu nú rétt í þessu yfir van­trausti á Har­ald Johann­es­sen rík­is­lög­reglu­stjóra. Þetta kemur fram í við­tali frétta­stofu við Úlfar Lúð­víks­son sem er for­maður Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands en hann er lög­reglu­stjóri á Vest­ur­landi. Ólafur Helgi Kjart­ans­son, lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum, er sá lög­reglu­stjóri sem ekki á aðild að van­traust­yf­ir­lýs­ing­unni.

Úlfar segir í við­tali við Vísi að spilin hafi verið lögð á borðið fyrir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, dóms­mála­ráð­herra. 

Auglýsing

Eins og fram hefur komið mun Rík­is­end­ur­skoðun gera stjórn­sýslu­út­tekt á mál­efnum emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra. Mikil óánægja hefur verið meðal lög­reglu­emb­ætta með rík­is­lög­reglu­stjóra, meðal ann­ars í tengslum við bíla- og fata­mál, og fleiri atriði. Úlfar segir í við­tali við Vísi að óánægja hafi einnig verið mikil innan sér­sveit­ar­inn­ar.

Har­aldur lét hafa eftir sér í við­tali við Morg­un­blaðið á dög­unum að kergja innan lög­regl­unn­ar, og óánægja með rík­is­lög­reglu­stjóra, væri meðal ann­ars vegna þess að hann og emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra hefðu verið að taka á spill­ing­ar­málum innan lög­regl­unn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eimskip biðst afsökunar á að skip hafi verið endurunnin í Indlandi
Eimskip segir að sér þyki leitt að tvö skip félagsins hafi endað í endurvinnslu í Indlandi, þar sem kröfur um aðbúnað starfs­­­manna og umhverf­is­á­hrif nið­­­ur­rifs­ins eru mun lak­­­ari en í Evr­­­ópu.
Kjarninn 30. september 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Losun frá umferð og úrgangi dregst saman
Kjarninn 30. september 2020
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent