Samningaviðræðum BSRB við ríkið slitið

Kjaradeilur fara nú enn einu sinni inn á borð ríkissáttasemjara.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
Auglýsing

Upp úr slitn­aði í kjara­við­ræðum BSRB við ríkið á fundi í dag og hefur for­maður BSRB boðað samn­ings­ein­ingar banda­lags­ins til fundar á morg­un. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá BSRB, en Sonja Ýr Þor­bergs­dóttir segir ekk­ert hafa þok­ast í við­ræðum við ríkið að und­an­förnu. Deil­unni verður þar með vísað til rík­is­sátta­semj­ara.

„Til­boð rík­is­ins var í raun það sama og samn­inga­nefndin lagði upp með við upp­haf kjara­við­ræðna í vor. For­maður samn­inga­nefnd­ar­innar gerði okkur end­an­lega ljóst á fund­inum að nefndin hefði ekki umboð til að ganga lengra,“ segir Sonja. 

Helst er deilt um kröfu BSRB um stytt­ingu vinnu­vik­unnar í 35 stundir án kjara­skerð­ing­ar, með meiri stytt­ingu fyrir vakta­vinnu­fólk, að því er segir í til­kynn­ingu frá BSR­B. 

Auglýsing

Í til­boði rík­is­ins var miðað áfram við 40 stunda vinnu­viku en opnað á mögu­leika á að samið yrði um að stytta vinnu­vik­una á ein­stökum vinnu­stöðum með því að sleppa kaffi­tím­um. „Þetta er algjör­lega óásætt­an­legt til­boð og sýnir að ríkið hefur ekki verið í kjara­samn­ings­við­ræðum af heilum hug,“ segir Sonja. „Við höfum nú látið reyna á samn­ings­vilja rík­is­ins svo mán­uðum skiptir en nú þurfum við að ræða hvort kom­inn sé tími á að rík­is­sátta­semj­ari taki við verk­stjórn­inn­i.“

Ekki er hægt að und­ir­búa aðgerðir til að knýja á um kröf­urnar án þess að rík­is­sátta­semj­ari hafi gert til­raun til að miðla mál­um. „Það er miður ef það gengur ekki að semja öðru­vísi en undir hót­un­um, en ef við þurfum að und­ir­búa aðgerðir til að und­ir­strika okkar kröfur þá munum við gera það,“ segir Sonja.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent