Spyr ráðherra hvernig bregðast skuli við mengun frá skemmtiferðaskipum

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til umhverfisráðherra um hvernig hann telji að bregðast skuli við mengun frá skemmtiferðaskipum en komum þeirra til landsins hefur fjölgað verulega á síðustu árum.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Með auknum komum skemmti­ferða­skipa hingað til lands á und­an­förnum árum hefur aukin athygli beinst að þeirri miklu mengun sem skipin hafa í för með sér­. Al­bertína Frið­björg Elí­as­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur lagt fram fyr­ir­spurn til umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra um mengun frá skemmti­ferðum skipum sem heim­sækja Íslandi. Hún spyr hvort að fylgst sé með meng­un­inni með reglu­bundnum mæl­ingum og hvernig ráð­herra telji að bregð­ast skuli við meng­un­inn­i. 

Eitt skemmti­ferða­skip mengi á borð við þre­faldan bíla­flota Íslands 

Á síð­ustu árum hefur verið vak­in ­at­hygli á þeirri miklu mengun sem fylgir skemmti­ferða­skip­um. Skemmti­ferða­skip í eigu eins fyr­ir­tæk­is, Carni­val Cor­poration, los­aði til að mynda um tíu sinnum meira af brenni­steins­oxíð (SOx) en allar rúm­lega 260 milljón bif­reiðar Evr­ópu­búa árið 2017. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðu skýrslu stofn­unar sem rann­sakar umhverf­is­á­hrif sam­gangna, Tran­sport & Environ­ment (T&E), sem birt var í júní síð­ast­liðn­um.

Mynd: Birgir Þór HarðarssonÞá kom þýskur vís­inda­mað­ur­, Axel Friedreich, til lands­ins fyrir tveimur árum á vegum nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands og þýsku umhverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna NABU og mældi sótagnir og enn smærri agnir í reyknum sem kemur frá olíu­brennslu í skip­un­um. 

Hann ­sagð­i í sam­tali við Rík­is­út­varpið að eitt skemmti­­ferða­­skip mengi jafn­­­mikið og þre­faldur bíla­­floti Íslend­inga á sól­­­ar­hring. „Eitt slíkt skip gefur frá sér dag­lega sama magn af örögnum og ein milljón bif­reiða, sem eru fleiri bílar en eru á Íslandi. Og hér voru þrjú skemmti­ferða­skip á mánu­deg­in­um,“ sagði Friedrich.

Hann bendi jafn­fram­t á að vindur stendur yfir­leitt á borg­ina, sem þýðir að meng­unin helst ekki við höfn­ina heldur hefur hún áhrif á alla íbúa Reykja­vík­ur. Auk þess fari skemmti­ferða­skipin umhverfis landið en sam­kvæmt Friedrich þá finn­ast öragnir um 400 kíló­metra inni í land­i. Hann segir að fólk and­i svo að sér þessum örsmáu ögnum úr olí­unni og þær fari í lungun og þaðan út í blóðið.

Auglýsing

Losun frá íslenska skipa­flot­anum auk­ist um 70 pró­sent

Hag­stofa Íslands mælir ekki losun hit­un­ar­gilda (CO2 í­­gild­i) frá erlendum skemmti­ferða­skipum og ferjum en Hag­stofan mælir hins vegar losun frá inn­lendum sjó­sam­göngum. Sú losun hefur auk­ist tals­vert á síð­ustu árum. 

Frá árinu 2010 til 2017 jókst losun á CO2 ígildum frá sjó­­sam­­göngum um 253,8 kílótonn, eða um nær 70 pró­­sent frá 2010 en Hag­stofan bendir á að þetta tíma­bil ein­­kennd­ist af miklum vexti í ferða­­manna­iðn­­að­i. 

Hag­­stofan áætlar að losun frá skipa­­flot­­anum fari fram úr losun frá land­­bún­­aði og mat­væla­iðn­­aði fyrir árið 2018 en áætluð losun frá skipa­­flot­­anum er 672 kílótonn á síð­­asta ári en losun frá land­­búbaði og mat­væla­iðn­­aði 650 kílótonn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent