Óskar eftir því að annar skipi skólameistara

Skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þeirrar ákvörðunar mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa embættið laust til umsóknar frá og með 1. janúar 2020.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefur óskað eftir því við Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra að hún feli öðrum að skipa í emb­ætti skóla­meist­ara Fjöl­brauta­skóla Vest­ur­lands á grund­velli aug­lýs­ingar þar um.

Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans en á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar í dag var fjallað um til­lögu til for­seta Íslands um að setja stað­gengil mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra í til­teknu máli.

Núver­andi skóla­meist­ari, Ágústa Elín Ing­þórs­dótt­ir, hefur höfðað mál á hendur íslenska rík­inu fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur vegna þeirrar ákvörð­unar mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra að aug­lýsa emb­ættið laust til umsóknar frá og með 1. jan­úar 2020. Rík­is­lög­maður fer með málsvörn rík­is­ins og mun ráð­herra ekki tjá sig um málið á meðan á vinnslu þess stend­ur, sam­kvæmt svari ráðu­neyt­is­ins.

Auglýsing

Í frétt RÚV í dag kemur fram að Lilja hafi ákveðið að aug­lýsa stöð­una lausa til umsóknar og hafi fjórir sótt um. Þar á meðal er núver­andi skóla­meist­ari sem stefndi rík­inu vegna aug­lýs­ing­ar­inn­ar. 

Fjórar umsóknir bár­ust áður en frestur til að skila inn umsóknum er runnin út. Umsækj­endur eru þau Ágústa Elín Ing­þórs­dóttir skóla­meist­ari, Stein­unn Inga Ótt­ars­dótt­ir, sér­fræð­ingur hjá Félagi fram­halds­skóla­kenn­ara, Stein­grímur Bene­dikts­son fram­halds­skóla­kenn­ari og Þor­björg Ragn­ars­dóttir aðstoð­ar­skóla­meist­ari.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Rósa Bjarnadóttir
#HvarerOAstefnan?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent