Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, ætlar að leggja formlega fram kröfu um að Donald Trump Bandaríkjaforseti missi embætti sitt sem forseti (impeachment) vegna máls sem snýr að samskiptum hans við Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu.
Er Trump sagður hafa beitt hann þrýstingi til skoða mál sem tengjast Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata og fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og syni.
Pelosi sagði á blaðamannfundi í Bandaríkjaþingi, að enginn væri hafinn yfir lögin.
Trump hefur neitað að hafa gert nokkuð óeðlilegt, og segist ekki hafa beitt neinn þrýstingi. Á Twitter síðu sinni segist hann hafa átt vingjarnlegt spjall við forseta Úkrúínu, og ekkert hafi verið athugavert við það.
PRESIDENTIAL HARASSMENT!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019
Nú fer í gang formleg rannsókn á því hvort Trump hafi farið út fyrir lögin, með því að beita leiðtoga annars ríkis þrýstingi til að koma höggi á pólitískan andstæðing sinn heima fyrir.