Krabbameinsmeðferðir verði gjaldfrjálsar

Kostnaður vegna krabbameinsmeðferðar hvílir þungt á mörgum sjúklingum. Nú hefur þingmaður Miðflokksins lagt til á Alþingi að krabbameinsmeðferðir verði gerðar gjaldfrjálsar.

landspitalinn_15850516779_o.jpg
Auglýsing

Til­laga til þings­á­lykt­unar um gjald­frjálsar krabba­meins­með­ferðir hefur verið lögð fram á Alþingi. Ef hún verður sam­þykkt þá mun heil­brigð­is­ráð­herra vera falið að beita sér fyrir því að krabba­meins­með­ferðir verði gjald­frjálsar en til­lagan hefur einu sinni áður verið lögð fram.

Fyrsti flutn­ings­maður er Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­maður Mið­flokks­ins. Berg­þór Óla­son, Birgir Þór­ar­ins­son, Gunnar Bragi Sveins­son, Karl Gauti Hjalta­son, Ólafur Ísleifs­son, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Sig­urður Páll Jóns­son og Þor­steinn Sæmunds­son eru með­flutn­ings­menn en þeir eru allir í Mið­flokkn­um.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að kostn­aður við krabba­meins­með­ferð sé mörgum þungur baggi og sé kostn­að­ar­hlut­deild krabba­meins­sjúk­linga í lyfja­kostn­aði og allri heil­brigð­is­þjón­ustu hér á landi há og hækki ár frá ári.

Auglýsing

Ein­stak­lingar þurfi oft að leggja út fyrir vörum vegna auka­verk­ana

Anna Kolbrún Árnadóttir Mynd: Stjórnarráð Íslands„Kostn­að­ur­inn reyn­ist sjúk­lingum oft mestur í upp­hafi veik­inda, þegar þeir eru ekki farnir að njóta nið­ur­greiðslu frá hinu opin­bera, en það getur tekið marga mán­uði, allt eftir því hvað ein­stak­ling­ur­inn hefur áunnið sér í rétt­indi. Á þeim tíma fá sjúk­ling­arnir engar nið­ur­greiðsl­ur, hvorki á með­ferðum né hjálp­ar­tækjum sem þeir kunna að þurfa,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þá er tekið fram að afleið­ingar krabba­meins­með­ferða séu þær að ein­stak­lingar þurfi oft að leggja út fyrir ýmsum vörum vegna auka­verkana, til að mynda kaupum á hár­kollum og/eða gerð var­an­legra auga­brúna vegna hár­missis og einnig sé kostn­aður við við­tals­með­ferðir sem oft bjóð­ast fjarri heima­byggð. Kostn­aður vegna kaupa á ýmiss konar hjálp­ar­tækjum og kostn­aður við sjúkra­þjálfun geti einnig verið mik­ill.

Fólk kaupir stundum ekki þá þjón­ustu sem talin er nauð­syn­leg

Í grein­ar­gerð­inni kemur einnig fram að með því að gera með­ferð­ina sjálfa gjald­frjálsa eigi sjúk­lingar fjár­hags­lega auð­veld­ara með kaup á nauð­syn­legum auka­hlutum og að greiða kostnað við ferða­lög, „svo að ekki sé minnst á þá aðstoð sem nauð­syn­leg er fyrir fjöl­skyldu við­kom­and­i.“

Sam­an­lagður kostn­aður geti því orðið svo mik­ill að þess eru dæmi að vegna fjár­hags síns taki fólk þá ákvörðun að kaupa ekki þá þjón­ustu sem talin er nauð­syn­leg. Ofan á útlagðan kostnað bæt­ist síðan tekju­tap sjúk­lings­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent