Krabbameinsmeðferðir verði gjaldfrjálsar

Kostnaður vegna krabbameinsmeðferðar hvílir þungt á mörgum sjúklingum. Nú hefur þingmaður Miðflokksins lagt til á Alþingi að krabbameinsmeðferðir verði gerðar gjaldfrjálsar.

landspitalinn_15850516779_o.jpg
Auglýsing

Til­laga til þings­á­lykt­unar um gjald­frjálsar krabba­meins­með­ferðir hefur verið lögð fram á Alþingi. Ef hún verður sam­þykkt þá mun heil­brigð­is­ráð­herra vera falið að beita sér fyrir því að krabba­meins­með­ferðir verði gjald­frjálsar en til­lagan hefur einu sinni áður verið lögð fram.

Fyrsti flutn­ings­maður er Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­maður Mið­flokks­ins. Berg­þór Óla­son, Birgir Þór­ar­ins­son, Gunnar Bragi Sveins­son, Karl Gauti Hjalta­son, Ólafur Ísleifs­son, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Sig­urður Páll Jóns­son og Þor­steinn Sæmunds­son eru með­flutn­ings­menn en þeir eru allir í Mið­flokkn­um.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að kostn­aður við krabba­meins­með­ferð sé mörgum þungur baggi og sé kostn­að­ar­hlut­deild krabba­meins­sjúk­linga í lyfja­kostn­aði og allri heil­brigð­is­þjón­ustu hér á landi há og hækki ár frá ári.

Auglýsing

Ein­stak­lingar þurfi oft að leggja út fyrir vörum vegna auka­verk­ana

Anna Kolbrún Árnadóttir Mynd: Stjórnarráð Íslands„Kostn­að­ur­inn reyn­ist sjúk­lingum oft mestur í upp­hafi veik­inda, þegar þeir eru ekki farnir að njóta nið­ur­greiðslu frá hinu opin­bera, en það getur tekið marga mán­uði, allt eftir því hvað ein­stak­ling­ur­inn hefur áunnið sér í rétt­indi. Á þeim tíma fá sjúk­ling­arnir engar nið­ur­greiðsl­ur, hvorki á með­ferðum né hjálp­ar­tækjum sem þeir kunna að þurfa,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þá er tekið fram að afleið­ingar krabba­meins­með­ferða séu þær að ein­stak­lingar þurfi oft að leggja út fyrir ýmsum vörum vegna auka­verkana, til að mynda kaupum á hár­kollum og/eða gerð var­an­legra auga­brúna vegna hár­missis og einnig sé kostn­aður við við­tals­með­ferðir sem oft bjóð­ast fjarri heima­byggð. Kostn­aður vegna kaupa á ýmiss konar hjálp­ar­tækjum og kostn­aður við sjúkra­þjálfun geti einnig verið mik­ill.

Fólk kaupir stundum ekki þá þjón­ustu sem talin er nauð­syn­leg

Í grein­ar­gerð­inni kemur einnig fram að með því að gera með­ferð­ina sjálfa gjald­frjálsa eigi sjúk­lingar fjár­hags­lega auð­veld­ara með kaup á nauð­syn­legum auka­hlutum og að greiða kostnað við ferða­lög, „svo að ekki sé minnst á þá aðstoð sem nauð­syn­leg er fyrir fjöl­skyldu við­kom­and­i.“

Sam­an­lagður kostn­aður geti því orðið svo mik­ill að þess eru dæmi að vegna fjár­hags síns taki fólk þá ákvörðun að kaupa ekki þá þjón­ustu sem talin er nauð­syn­leg. Ofan á útlagðan kostnað bæt­ist síðan tekju­tap sjúk­lings­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent