Fjörutíu færri sveitarfélög árið 2026

Í nýrri þingsályktunartillögu er lagt til að ekkert sveitarfélag verði með færri en 1000 íbúa árið 2026. Meiri en helmingur sveitarfélaga á Íslandi er í dag með færri en þúsund íbúa en sveitarfélögin munu fá fjárhagslegan stuðning til sameiningar.

Fjörtíu manns búa í Árneshreppi.
Fjörtíu manns búa í Árneshreppi.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, ­sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, hefur lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um stefnu­mót­andi áætlun í mál­efnum sveit­ar­fé­laga fyrir árin 2019 til 2033 og aðgerða­á­ætlun til næstu fimm ára á Alþingi. Í áætl­un­inni er meðal ann­ars lagt til að árið 2026 verði engin sveit­ar­fé­lög á land­inu með færri en þús­und íbúa. Meiri en helm­ingur sveit­ar­fé­laga er í dag með færri en þús­und íbúa en auk­inn verður fjár­hags­legan stuðn­ing til­ ­sam­ein­ingar sveit­ar­fé­lag­anna. 

Meg­in­stoð vel­ferðar íbúa

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd:Bára Huld BeckÁætl­un­in ­dregur saman meg­in­þætti í lang­tíma­stefnu­mörk­un ­rík­is­ins í þeim mála­flokkum sem snúa að verk­efnum sveit­ar­fé­laga til næstu fjórtán ára. Þá skal sveit­ar­stjórn­ar­málum hagað í sam­ræmi við þessa ­á­ætl­un verði hún sam­þykkt og auk þessi mun þessi áætlun verða hluti af heild­stæðri sam­þættri stefnu í sam­göngu­mál­um, fjar­skipta­málum og byggða­mál­u­m. 

Sam­kvæmt áætl­un­inni er mark­miðið að sveit­ar­fé­lög á Íslandi verði öfl­ugar og sjálf­bærar stað­bundnar stjórn­sýslu­ein­ingar sem verði ein meg­in­stoð vel­ferðar íbú­anna. Þá á sjálf­bærni að verða leið­ar­ljós stefnu­mörk­unar fyrir sveit­ar­stjórn­ar­stigið en hún nær til félags­legra, efna­hags­legra og umhverf­is­legra þátta samfélagsins. 

Auglýsing

Þrjá­tíu sveit­ar­fé­lög á land­inu eftir sjö ár

Afdrifa­rík­asta og umdeildasta aðgerðin sem lögð er fram í áætl­un­inni er sú að árið 2026 muni ekk­ert sveit­ar­fé­lag hafi færri en þús­und íbúa. Sam­kvæmt áætl­un­inni miðar sú aðgerð að því að auka sjálf­bærni sveit­ar­fé­laga og tryggja getu þeirra til að ann­ast lög­bundin verk­efni. Sett er fram til­laga um að lág­mark­s­í­búa­fjöldi verði 250 frá­ al­mennum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum árið 2022 en 1.000 frá almennum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum árið 2026.

Í grein­ar­gerð áætl­un­ar­innar segir að þrátt fyrir þá stað­reynd að sveit­ar­fé­lögum hafi fækkað umtals­vert á síð­ustu 30 árum og þau ­stækkað að sama skapi þá séu mörg þeirra enn fámenn. Sveit­ar­fé­lög eru nú 72 tals­ins en 40 eru með færri en eitt þús­und íbúa eða alls eða 56 pró­sent sveit­ar­fé­laga á land­in­u. 

Mynd: Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið

Aftur móti búa ein­ungis innan við fimm pró­sent þjóð­ar­innar í þessum 40 sveit­ar­fé­lögum en sjö fámenn­ustu sveit­ar­fé­lögin eru með íbúa­fjölda á bil­inu 40 til 91 manns. Á­hrifin af þess­ari til­lögu yrðu því þau að frá og með árinu 2022 myndi sveit­ar­fé­lögum fækka um allt að 14, en allt að 40 frá og með árinu 2026. Fjöldi sveit­ar­fé­laga gæti því farið niður í um 30 tals­ins. 

Margar umsagnir um ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una í sam­ráðs­gátt ­stjórn­valda sneru að þess­ari að­gerð en sam­kvæmt ­grein­ar­gerð­inn­i var meðal ann­ars kallað eftir því í umsögn­unum að lýð­ræð­is­legur réttur íbúa verði hafður að leið­ar­ljósi í fækk­un­inni og að fjár­stuðn­ingur auk­ist til muna við sam­ein­ing­una. 

Hag­ræð­ingin gæti skilað 5 millj­örðum

Í grein­ar­gerð­inni er greint frá nið­ur­stöðum úttektar á hag­rænum áhrifum þess að fækka sveit­ar­fé­lög­um. Tveir sér­fræð­ingar unnu að úttekt­inni og beittu þeir mis­mun­andi aðferðum við að reikna út áhrif­in. Önnur þeirra gaf til kynna að svig­rúm til­ hag­ræð­ingar við það að miða lág­mark­s­í­búa­fjölda sveit­ar­fé­laga í 1.000 geti orðið 3,6 millj­arð­ar­ króna á ári á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu. Hin aðferðin skil­aði 5 millj­örð­um. Í grein­ar­gerð­inni segir að því sé um að ræða umtals­verð hag­ræn áhrif.

Með stærri og öfl­ugri sveit­ar­fé­lög skap­ist svig­rúm til að lækk­a ­stjórn­sýslu­kostnað á íbúa og auka skil­virkni. Hag­ræð­ing í rekstri búi til aukin tæki­færi til að veita íbúum betri þjón­ustu eða þjón­ustu sem hefur áður ekki staðið til boða. Þá skapast tæki­færi til að efla sveit­ar­stjórn­ar­stigið og færa fleiri stór verk­efni frá ríki til sveit­ar­fé­laga og þar með færa þjón­ust­una nær íbú­un­um.

Stór­auk­inn fjár­hags­legur stuðn­ingur við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga

Í áætl­un­inni er að finna tíu aðgerðir til við­bót­ar. Ein af þeim er að stór­auka ­stuðn­ing við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga en stuðn­ing­ur­inn getur verið í ýmsu formi, svo ­sem þátt­töku í kostn­aði við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd sam­ein­ing­ar, fram­lögum til að mæta ­tekju­tapi vegna lækk­unar á jöfn­un­ar­fram­lögum og með fram­lögum til að stuðla að end­ur­skipu­lagn­ingu þjón­ustu og stjórn­sýslu í kjöl­far sam­ein­ing­ar, til að mynda fram­lög fyrir allt að 50 pró­sent stofn­kostn­aðar grunn­skóla­mann­virkja og leik­skóla.

Sam­kvæmt til­lög­unni gætu allt að 15 millj­arðar farið í þennan stuðn­ing á tíma­bil­inu, þar að segja fram til árs­ins 2026 þegar 1000 íbúa­mark­ið ­tekur gildi og í allt að sjö ár eftir það, sem væri end­an­legur útgreiðslu­tím­i. 

Aðrir aðgerðir sem lagðar eru fram í til­lög­unni eru meðal ann­ars að fjölga opin­berum störfum á lands­byggð­inni, kom­a á fót lýð­ræð­is­legum vett­vangi sveit­ar­fé­lag­anna til að tryggja íbúum sveit­ar­fé­laga og þeim sem njóta þjón­ustu þeirra mögu­leika á að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn­ sveit­ar­fé­lags­ins og und­ir­bún­ing stefnu­mót­un­ar. 

Þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una má lesa í heild sinn­i hér. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent