Fjörutíu færri sveitarfélög árið 2026

Í nýrri þingsályktunartillögu er lagt til að ekkert sveitarfélag verði með færri en 1000 íbúa árið 2026. Meiri en helmingur sveitarfélaga á Íslandi er í dag með færri en þúsund íbúa en sveitarfélögin munu fá fjárhagslegan stuðning til sameiningar.

Fjörtíu manns búa í Árneshreppi.
Fjörtíu manns búa í Árneshreppi.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, ­sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, hefur lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um stefnu­mót­andi áætlun í mál­efnum sveit­ar­fé­laga fyrir árin 2019 til 2033 og aðgerða­á­ætlun til næstu fimm ára á Alþingi. Í áætl­un­inni er meðal ann­ars lagt til að árið 2026 verði engin sveit­ar­fé­lög á land­inu með færri en þús­und íbúa. Meiri en helm­ingur sveit­ar­fé­laga er í dag með færri en þús­und íbúa en auk­inn verður fjár­hags­legan stuðn­ing til­ ­sam­ein­ingar sveit­ar­fé­lag­anna. 

Meg­in­stoð vel­ferðar íbúa

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Mynd:Bára Huld BeckÁætl­un­in ­dregur saman meg­in­þætti í lang­tíma­stefnu­mörk­un ­rík­is­ins í þeim mála­flokkum sem snúa að verk­efnum sveit­ar­fé­laga til næstu fjórtán ára. Þá skal sveit­ar­stjórn­ar­málum hagað í sam­ræmi við þessa ­á­ætl­un verði hún sam­þykkt og auk þessi mun þessi áætlun verða hluti af heild­stæðri sam­þættri stefnu í sam­göngu­mál­um, fjar­skipta­málum og byggða­mál­u­m. 

Sam­kvæmt áætl­un­inni er mark­miðið að sveit­ar­fé­lög á Íslandi verði öfl­ugar og sjálf­bærar stað­bundnar stjórn­sýslu­ein­ingar sem verði ein meg­in­stoð vel­ferðar íbú­anna. Þá á sjálf­bærni að verða leið­ar­ljós stefnu­mörk­unar fyrir sveit­ar­stjórn­ar­stigið en hún nær til félags­legra, efna­hags­legra og umhverf­is­legra þátta samfélagsins. 

Auglýsing

Þrjá­tíu sveit­ar­fé­lög á land­inu eftir sjö ár

Afdrifa­rík­asta og umdeildasta aðgerðin sem lögð er fram í áætl­un­inni er sú að árið 2026 muni ekk­ert sveit­ar­fé­lag hafi færri en þús­und íbúa. Sam­kvæmt áætl­un­inni miðar sú aðgerð að því að auka sjálf­bærni sveit­ar­fé­laga og tryggja getu þeirra til að ann­ast lög­bundin verk­efni. Sett er fram til­laga um að lág­mark­s­í­búa­fjöldi verði 250 frá­ al­mennum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum árið 2022 en 1.000 frá almennum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum árið 2026.

Í grein­ar­gerð áætl­un­ar­innar segir að þrátt fyrir þá stað­reynd að sveit­ar­fé­lögum hafi fækkað umtals­vert á síð­ustu 30 árum og þau ­stækkað að sama skapi þá séu mörg þeirra enn fámenn. Sveit­ar­fé­lög eru nú 72 tals­ins en 40 eru með færri en eitt þús­und íbúa eða alls eða 56 pró­sent sveit­ar­fé­laga á land­in­u. 

Mynd: Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið

Aftur móti búa ein­ungis innan við fimm pró­sent þjóð­ar­innar í þessum 40 sveit­ar­fé­lögum en sjö fámenn­ustu sveit­ar­fé­lögin eru með íbúa­fjölda á bil­inu 40 til 91 manns. Á­hrifin af þess­ari til­lögu yrðu því þau að frá og með árinu 2022 myndi sveit­ar­fé­lögum fækka um allt að 14, en allt að 40 frá og með árinu 2026. Fjöldi sveit­ar­fé­laga gæti því farið niður í um 30 tals­ins. 

Margar umsagnir um ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una í sam­ráðs­gátt ­stjórn­valda sneru að þess­ari að­gerð en sam­kvæmt ­grein­ar­gerð­inn­i var meðal ann­ars kallað eftir því í umsögn­unum að lýð­ræð­is­legur réttur íbúa verði hafður að leið­ar­ljósi í fækk­un­inni og að fjár­stuðn­ingur auk­ist til muna við sam­ein­ing­una. 

Hag­ræð­ingin gæti skilað 5 millj­örðum

Í grein­ar­gerð­inni er greint frá nið­ur­stöðum úttektar á hag­rænum áhrifum þess að fækka sveit­ar­fé­lög­um. Tveir sér­fræð­ingar unnu að úttekt­inni og beittu þeir mis­mun­andi aðferðum við að reikna út áhrif­in. Önnur þeirra gaf til kynna að svig­rúm til­ hag­ræð­ingar við það að miða lág­mark­s­í­búa­fjölda sveit­ar­fé­laga í 1.000 geti orðið 3,6 millj­arð­ar­ króna á ári á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu. Hin aðferðin skil­aði 5 millj­örð­um. Í grein­ar­gerð­inni segir að því sé um að ræða umtals­verð hag­ræn áhrif.

Með stærri og öfl­ugri sveit­ar­fé­lög skap­ist svig­rúm til að lækk­a ­stjórn­sýslu­kostnað á íbúa og auka skil­virkni. Hag­ræð­ing í rekstri búi til aukin tæki­færi til að veita íbúum betri þjón­ustu eða þjón­ustu sem hefur áður ekki staðið til boða. Þá skapast tæki­færi til að efla sveit­ar­stjórn­ar­stigið og færa fleiri stór verk­efni frá ríki til sveit­ar­fé­laga og þar með færa þjón­ust­una nær íbú­un­um.

Stór­auk­inn fjár­hags­legur stuðn­ingur við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga

Í áætl­un­inni er að finna tíu aðgerðir til við­bót­ar. Ein af þeim er að stór­auka ­stuðn­ing við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga en stuðn­ing­ur­inn getur verið í ýmsu formi, svo ­sem þátt­töku í kostn­aði við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd sam­ein­ing­ar, fram­lögum til að mæta ­tekju­tapi vegna lækk­unar á jöfn­un­ar­fram­lögum og með fram­lögum til að stuðla að end­ur­skipu­lagn­ingu þjón­ustu og stjórn­sýslu í kjöl­far sam­ein­ing­ar, til að mynda fram­lög fyrir allt að 50 pró­sent stofn­kostn­aðar grunn­skóla­mann­virkja og leik­skóla.

Sam­kvæmt til­lög­unni gætu allt að 15 millj­arðar farið í þennan stuðn­ing á tíma­bil­inu, þar að segja fram til árs­ins 2026 þegar 1000 íbúa­mark­ið ­tekur gildi og í allt að sjö ár eftir það, sem væri end­an­legur útgreiðslu­tím­i. 

Aðrir aðgerðir sem lagðar eru fram í til­lög­unni eru meðal ann­ars að fjölga opin­berum störfum á lands­byggð­inni, kom­a á fót lýð­ræð­is­legum vett­vangi sveit­ar­fé­lag­anna til að tryggja íbúum sveit­ar­fé­laga og þeim sem njóta þjón­ustu þeirra mögu­leika á að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn­ sveit­ar­fé­lags­ins og und­ir­bún­ing stefnu­mót­un­ar. 

Þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una má lesa í heild sinn­i hér. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent