Ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka höndum saman í samgöngumálum

Samkomulag um uppbyggingu samgönguinnviða hefur verið undirritað.

img_2780_raw_1807130285_10016419205_o.jpg
Auglýsing

Full­­trú­ar stjórn­valda og sex sveit­­ar­­fé­laga á höf­uð­borg­­ar­­svæð­inu und­ir­­rit­uðu sam­komu­lag um upp­­­bygg­ingu sam­­göng­u­inn­viða og al­­menn­ings­­sam­­gangna á svæð­inu næstu fimmtán árin í dag.

Sam­komu­lagið var und­ir­ritað í ráð­herra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu, en sveit­ar­fé­lögin sem eiga aðild að sam­komu­lag­inu eru Garða­bær, Hafn­ar­fjörð­ur, Kópa­vog­ur, Mos­fells­bær, Reykja­vík og Sel­tjarn­ar­ness.

Heild­ar­um­fang er metið um 120 millj­arðar króna, en ríkið mun leggja til 45 millj­arða, sveit­ar­fé­lögin 15 millj­arða og svo mun sér­stök fjár­mögn­un, og þá veggjöld að miklu leyti, fjár­magna afgang­inn, eða sem nemur um 60 millj­örð­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt því sem kynnt var í dag, verður stofnað nýtt félag í eigu ríkis og sveit­ar­fé­laga um verk­efnið sem fær Keldna­land að eign frá rík­inu og verður landið selt til að fjár­magna fram­kvæmd­irn­ar.

Gert er ráð fyr­ir að 52,2 millj­­arðar fari í stofn­­vegi, 49,6 millj­­arðar í inn­viði Borg­­ar­línu og al­­menn­ings­­sam­­göng­­ur, 8,2 millj­­arðar í göngu- og hjóla­­stíga, göng­u­brýr og und­ir­­göng og 7,2 millj­­arðar í bætta um­­ferð­ar­­­stýr­ingu og sér­­tæk­ar ör­ygg­is­að­gerð­ir. Þá verði þegar í stað ráð­ist í að inn­­­leiða sta­f­ræna um­­ferð­ar­­­stýr­ingu á höf­uð­borg­­ar­­svæð­inu.

„Sam­komu­lagið fel­ur í sér sam­eig­in­­lega fram­tíð­ar­­­sýn og heild­­ar­hugs­un fyr­ir skipu­lags­­svæð­ið. Mark­miðið er að auka ör­yggi, bæta sam­­göng­ur fyr­ir alla ferða­máta og minnka taf­ir, stór­efla al­­menn­ings­­sam­­göng­ur og draga úr meng­un af völd­um svifryks og los­un gróð­ur­­húsa­loft­teg­unda til að standa við lofts­lags­­mark­mið stjórn­­­valda og sveit­­ar­­fé­laga,“ segir í til­kynn­ingu stjórn­valda.Þá kemur einnig fram í til­kynn­ingu stjórn­valda, að nauð­syn­legt sé að breyta fjár­mögnun vega­kerf­is­ins. „Vega­kerfið á Íslandi hefur verið fjár­magnað með bens­ín- og olíu­gjöld­um. Hlut­fall vist­vænna öku­tækja eykst hratt og segja spár að strax árið 2025 hafi tekjur af bens­ín- og olíu­gjöldum lækkað veru­lega.

End­ur­skoðun stendur nú yfir á tekju­stofnum rík­is­ins vegna öku­tækja og elds­neytis vegna orku­skipta. Hluti þeirrar vinnu verður að breyta gjald­töku með þeim hætti að í rík­ari mæli verði treyst á gjöld af umferð í stað bens­ín- og olíu­gjalda. Í sam­komu­lag­inu er gert ráð fyrir að félag­ið, sem stofnað verður um fram­kvæmd­irn­ar, geti inn­heimt svo­nefnd flýti- og umferð­ar­gjöld sem yrðu liður í breyttri gjald­töku rík­is­ins. Önnur fjár­mögnun félags­ins gæti verið í formi sér­stakra rík­is­fram­laga eða hlut­deild í öðrum tekju­stofnum tengdum sam­göng­um.

Áform eru um að taka upp sér­tæka gjald­töku víðar á land­inu til að fjár­magna stærri sam­göngu­fram­kvæmdir og rekstur jarð­ganga. Dæmi um þetta eru tvö­földun Hval­fjarð­ar­ganga, Sunda­braut, brú yfir Ölf­usá, brú yfir Horna­fjarð­ar­fljót, nýr vegur yfir Öxi ásamt lág­lendis­vegi um Mýr­dal og jarð­göng í gegnum Reyn­is­fjall,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent