Ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka höndum saman í samgöngumálum

Samkomulag um uppbyggingu samgönguinnviða hefur verið undirritað.

img_2780_raw_1807130285_10016419205_o.jpg
Auglýsing

Full­­trú­ar stjórn­valda og sex sveit­­ar­­fé­laga á höf­uð­borg­­ar­­svæð­inu und­ir­­rit­uðu sam­komu­lag um upp­­­bygg­ingu sam­­göng­u­inn­viða og al­­menn­ings­­sam­­gangna á svæð­inu næstu fimmtán árin í dag.

Sam­komu­lagið var und­ir­ritað í ráð­herra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu, en sveit­ar­fé­lögin sem eiga aðild að sam­komu­lag­inu eru Garða­bær, Hafn­ar­fjörð­ur, Kópa­vog­ur, Mos­fells­bær, Reykja­vík og Sel­tjarn­ar­ness.

Heild­ar­um­fang er metið um 120 millj­arðar króna, en ríkið mun leggja til 45 millj­arða, sveit­ar­fé­lögin 15 millj­arða og svo mun sér­stök fjár­mögn­un, og þá veggjöld að miklu leyti, fjár­magna afgang­inn, eða sem nemur um 60 millj­örð­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt því sem kynnt var í dag, verður stofnað nýtt félag í eigu ríkis og sveit­ar­fé­laga um verk­efnið sem fær Keldna­land að eign frá rík­inu og verður landið selt til að fjár­magna fram­kvæmd­irn­ar.

Gert er ráð fyr­ir að 52,2 millj­­arðar fari í stofn­­vegi, 49,6 millj­­arðar í inn­viði Borg­­ar­línu og al­­menn­ings­­sam­­göng­­ur, 8,2 millj­­arðar í göngu- og hjóla­­stíga, göng­u­brýr og und­ir­­göng og 7,2 millj­­arðar í bætta um­­ferð­ar­­­stýr­ingu og sér­­tæk­ar ör­ygg­is­að­gerð­ir. Þá verði þegar í stað ráð­ist í að inn­­­leiða sta­f­ræna um­­ferð­ar­­­stýr­ingu á höf­uð­borg­­ar­­svæð­inu.

„Sam­komu­lagið fel­ur í sér sam­eig­in­­lega fram­tíð­ar­­­sýn og heild­­ar­hugs­un fyr­ir skipu­lags­­svæð­ið. Mark­miðið er að auka ör­yggi, bæta sam­­göng­ur fyr­ir alla ferða­máta og minnka taf­ir, stór­efla al­­menn­ings­­sam­­göng­ur og draga úr meng­un af völd­um svifryks og los­un gróð­ur­­húsa­loft­teg­unda til að standa við lofts­lags­­mark­mið stjórn­­­valda og sveit­­ar­­fé­laga,“ segir í til­kynn­ingu stjórn­valda.Þá kemur einnig fram í til­kynn­ingu stjórn­valda, að nauð­syn­legt sé að breyta fjár­mögnun vega­kerf­is­ins. „Vega­kerfið á Íslandi hefur verið fjár­magnað með bens­ín- og olíu­gjöld­um. Hlut­fall vist­vænna öku­tækja eykst hratt og segja spár að strax árið 2025 hafi tekjur af bens­ín- og olíu­gjöldum lækkað veru­lega.

End­ur­skoðun stendur nú yfir á tekju­stofnum rík­is­ins vegna öku­tækja og elds­neytis vegna orku­skipta. Hluti þeirrar vinnu verður að breyta gjald­töku með þeim hætti að í rík­ari mæli verði treyst á gjöld af umferð í stað bens­ín- og olíu­gjalda. Í sam­komu­lag­inu er gert ráð fyrir að félag­ið, sem stofnað verður um fram­kvæmd­irn­ar, geti inn­heimt svo­nefnd flýti- og umferð­ar­gjöld sem yrðu liður í breyttri gjald­töku rík­is­ins. Önnur fjár­mögnun félags­ins gæti verið í formi sér­stakra rík­is­fram­laga eða hlut­deild í öðrum tekju­stofnum tengdum sam­göng­um.

Áform eru um að taka upp sér­tæka gjald­töku víðar á land­inu til að fjár­magna stærri sam­göngu­fram­kvæmdir og rekstur jarð­ganga. Dæmi um þetta eru tvö­földun Hval­fjarð­ar­ganga, Sunda­braut, brú yfir Ölf­usá, brú yfir Horna­fjarð­ar­fljót, nýr vegur yfir Öxi ásamt lág­lendis­vegi um Mýr­dal og jarð­göng í gegnum Reyn­is­fjall,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent