Hlutafé í eiganda DV aukið um 120 milljónir

Eigandi DV og tengdra miðla skuldar eiganda sínum 505 milljónir króna. Sú skuld er ekki með tilgreindan gjalddaga. Samstæðan hefur tapað hátt í 300 milljónum króna frá því að hún var sett á laggirnar.

7DM_0815_raw_2406.JPG
Auglýsing

Hlutafé í Frjálsri fjöl­miðl­un, sem gefur út DV, dv.is og tengda miðla, var aukið um 120 millj­ónir króna á aðal­fundi félags­ins sem fór fram 6. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Alls hefur inn­greitt hlutafé í félag­ið, frá því að það keypti umrædda fjöl­miðla síðla árs 2017, numið 340,5 millj­ónum króna. 

Skráður eig­andi að öllu hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun er félagið Dals­dalur ehf. Eig­andi þess er skráður lög­mað­ur­inn Sig­urður G. Guð­jóns­son. 

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðl­unar fyrir árið 2018 skuld­aði félagið tengdum aðilum 505 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. Hluta­fjár­aukn­ingin nú er fram­kvæmd af Dals­dal. Í henni felst að 120 millj­ónum króna af skuld Frjálsrar fjöl­miðl­unar við eig­anda sinn er breytt í nýtt hluta­fé. Í árs­reikn­ingi félags­ins kemur fram að engin sér­stakur gjald­dagi virð­ist vera á skuld þess við Dals­dal og hún ber ekki vexti. Í fyrri árs­reikn­ingi hafði komið fram að hún ætti greið­ast til baka á árunum 2018-2022, alls 85 millj­ónir króna á ári. 

Auglýsing
Skuldin við Dals­dal hækk­aði um 80 millj­ónir króna á síð­asta ári. 

Mikið tap á skömmum tíma

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­semi í sept­­em­ber 2017. Félagið keypti þá fjöl­mið­l­a Pressu­­­­sam­­­­stæð­unn­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­varps­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN var síðar sett í þrot.

Á fyrstu fjórum mán­uðum starf­sem­innar tap­aði félagið 43,6 millj­ónum króna. Á síð­asta ári jókst tapið umtals­vert og var um 240 millj­ónir króna. Sam­tals tap­aði fjöl­miðla­sam­stæðan því 283,6 millj­ónum króna á 16 mán­uð­u­m. 

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðlar skuld­aði sam­stæðan 610,2 millj­ónir króna í lok síð­asta árs. Þar af voru lang­tíma­skuldir 506,7 millj­ónir króna og voru að nán­ast öllu leyti við eig­and­ann, Dals­dal. 

Eina eign Dals­dals er Frjáls fjöl­miðlun og skuld þess við félag­ið.

Ekki er greint frá því hver það er sem fjár­magnar Dals­dal í árs­reikn­ingn­um.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent