Hlutafé í eiganda DV aukið um 120 milljónir

Eigandi DV og tengdra miðla skuldar eiganda sínum 505 milljónir króna. Sú skuld er ekki með tilgreindan gjalddaga. Samstæðan hefur tapað hátt í 300 milljónum króna frá því að hún var sett á laggirnar.

7DM_0815_raw_2406.JPG
Auglýsing

Hlutafé í Frjálsri fjöl­miðl­un, sem gefur út DV, dv.is og tengda miðla, var aukið um 120 millj­ónir króna á aðal­fundi félags­ins sem fór fram 6. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Alls hefur inn­greitt hlutafé í félag­ið, frá því að það keypti umrædda fjöl­miðla síðla árs 2017, numið 340,5 millj­ónum króna. 

Skráður eig­andi að öllu hlutafé í Frjálsri fjöl­miðlun er félagið Dals­dalur ehf. Eig­andi þess er skráður lög­mað­ur­inn Sig­urður G. Guð­jóns­son. 

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðl­unar fyrir árið 2018 skuld­aði félagið tengdum aðilum 505 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. Hluta­fjár­aukn­ingin nú er fram­kvæmd af Dals­dal. Í henni felst að 120 millj­ónum króna af skuld Frjálsrar fjöl­miðl­unar við eig­anda sinn er breytt í nýtt hluta­fé. Í árs­reikn­ingi félags­ins kemur fram að engin sér­stakur gjald­dagi virð­ist vera á skuld þess við Dals­dal og hún ber ekki vexti. Í fyrri árs­reikn­ingi hafði komið fram að hún ætti greið­ast til baka á árunum 2018-2022, alls 85 millj­ónir króna á ári. 

Auglýsing
Skuldin við Dals­dal hækk­aði um 80 millj­ónir króna á síð­asta ári. 

Mikið tap á skömmum tíma

Frjáls fjöl­miðlun hóf starf­­semi í sept­­em­ber 2017. Félagið keypti þá fjöl­mið­l­a Pressu­­­­sam­­­­stæð­unn­­­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­­­varps­­­­stöð­ina ÍNN. ÍNN var síðar sett í þrot.

Á fyrstu fjórum mán­uðum starf­sem­innar tap­aði félagið 43,6 millj­ónum króna. Á síð­asta ári jókst tapið umtals­vert og var um 240 millj­ónir króna. Sam­tals tap­aði fjöl­miðla­sam­stæðan því 283,6 millj­ónum króna á 16 mán­uð­u­m. 

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Frjálsrar fjöl­miðlar skuld­aði sam­stæðan 610,2 millj­ónir króna í lok síð­asta árs. Þar af voru lang­tíma­skuldir 506,7 millj­ónir króna og voru að nán­ast öllu leyti við eig­and­ann, Dals­dal. 

Eina eign Dals­dals er Frjáls fjöl­miðlun og skuld þess við félag­ið. Í árs­reikn­ingi Dals­dals fyrir árið 2018 kemur fram að Frjáls fjöl­miðlun sé metin á 220,5 millj­ónir króna og að félagið eigi auk þess kröfu upp á 505 millj­ónir króna á dótt­ur­fé­lag sitt sem er ekki með til­greindan gjald­daga. Lang­tíma­skuldir þess eru 745 millj­ónir króna og juk­ust um 270 millj­ónir króna í fyrra. 

Ekki er greint frá því hver það er sem fjár­magnar Dals­dal í árs­reikn­ingn­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent