Kristín Þorsteinsdóttir hætt hjá Fréttablaðinu

Fyrrverandi aðalritstjóri og núverandi útgefandi Fréttablaðsins hefur látið af störfum eftir einföldun á starfsemi útgáfufélagsins.

Fréttablaðið
Auglýsing

Kristín Þor­steins­dótt­ir, sem starfað hefur sem aðal­rit­stjóri og útgef­andi Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla und­an­farin ár, hefur látið af störfum hjá miðl­in­um. 

Starfs­mönnum var greint frá þessu í tölvu­pósti frá Ingi­björgu Stef­aníu Pálma­dótt­ur, stjórn­ar­for­manni Torgs, útgef­anda Frétta­blaðs­ins, í dag. Þar segir að eftir „ein­földun á starf­semi félags­ins við sölu á eignum til Sýn­ar, þá hefur starf útgef­anda með því sniði sem var þegar frétta­stofa var mun stærri ein­fald­ast. Starf útgef­anda hefur því verið lagt niður í núver­andi mynd og fær­ast allir rekstr­ar­þættir starfs­ins til fram­kvæmda­stjóra félags­ins Jóhönnu Helgu Við­ars­dótt­ur. Stjórn­ar­for­maður Torgs tekur við öðrum þáttum sem til­heyra starfi útgef­anda.“

Kristín tjáir sig um starfs­lokin í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hún seg­ist hafa unnið sinn síð­asta vinnu­dag, og skrifað sinn síð­asta leið­ara í Frétta­blað­ið. Ný stjórn hafi tekið við með nýju fólki og nýjum áhersl­u­m. 

Auglýsing

Kristín Þorsteinsdóttir„Í rúm 5 ár, lengur en nokkur ann­ar, stjórn­aði ég frétta­stofu 365 sem aðal­rit­stjóri og útgef­andi - þá stærstu frétta­stofu lands­ins - og svo Frétta­blað­inu eftir að fyr­ir­tæk­inu var skipt upp, síð­ustu mán­uði hef ég verið útgef­andi. Þar áður sat ég í stjórn 365. Flestar kenni­tölur miðl­anna, sem ég stjórn­aði vitna um góðan árang­ur. Fréttir Stöðvar 2 náðu að velgja keppi­nautnum undir uggum - oft vorum við með meira áhorf en RUV, vis­ir.is komst í fyrsta skipti yfir mbl.is undir minni stjórn, við gerðum frá­bæra hluti með nýjum áherslum og útliti Frétta­blaðs­ins. Við breyttum skipu­riti frétta­stof­unnar og gerðum hlut kvenna meiri en nokkru sinni. Um tíma voru flestir yfir­menn konur og stundum voru vakt­irnar ein­göngu skip­aðar kon­um.

Þetta voru dýrð­legir dag­ar.

Auð­vitað skipt­ust á skin og skúr­ir. Við þurftum að velta hverri ein­ustu krónu, enda höfðum við úr miklu minni pen­ingum að spila en keppi­naut­arn­ir. Reglu­lega var farið í sparn­að­ar­að­gerð­ir. Lífið var ekki alltaf auð­velt.

En ekk­ert af þessu hefði tek­ist án ykk­ar. Ég var svo heppin að hafa frá­bært starfs­fólk mér við hlið, fólk sem hefur verið til­búið að leggja meira á sig, en hægt hefur verið að ætl­ast til. Fyrir það vil ég þakka ykkur af öllu hjarta.

En nú skilur leið­ir. Allt tekur enda. Von­andi tekur eitt­hvað nýtt og skemmti­legt við. Nóg er starfs­ork­an.“

Kæru vinir og sam­starfs­menn. Ég hef unnið minn síð­asta dag og skrifað minn síð­asta leið­ara í Frétta­blað­ið. Ný stjórn­...

Posted by Kristin Thor­steins­dóttir on Fri­day, Sept­em­ber 27, 2019

Ólöf Skafta­dótt­ir, dóttir Krist­ín­ar, er annar rit­stjóri Frétta­blaðs­ins. Davíð Stef­áns­son var ráð­inn við hlið hennar í lok maí síð­ast­lið­ins en nokkrum dögum eftir þá ráðn­ingu var greint frá því að fjár­festir­inn Helgi Magn­ús­son hefði keypt helm­ings­hlut í útgáfu­fé­lagi Frétta­blaðs­ins af Ingi­björgu, sem á enn hinn helm­ing­inn. Þau tvo, eig­end­urn­ir, sitja saman í stjórn Torgs. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson
Sönnunarbyrði yfirvalda
Kjarninn 4. apríl 2020
Hægt að banna arðgreiðslur banka og koma í veg fyrir endurkaup á hlutabréfum
Seðlabankinn ætlast til þess að viðskiptabankar nýti ekki það 350 milljarða króna svigrúm sem þeim hefur verið veitt með því að afnema eiginfjárauka til að greiða út arð. Fjármálaeftirlit hans getur bannað arðgreiðslur við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Neftóbakssala ÁTVR hefur dregist saman um 66 þúsund dósir það sem af er ári
Heildsala ÁTVR á íslensku neftóbaki dróst saman um 32 prósent, eða 3,3 tonn, á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við söluna á sama tímabili í fyrra. Innfluttir tóbakslausir níkótínpúðar virðast vera að sópa til sín markaðshlutdeild.
Kjarninn 3. apríl 2020
Hjúkrunarfræðingar fá áfram greiðslur sem þeir áttu að missa um síðustu mánaðarmót
Vaktaálagsaukinn sem leggst ofan á laun hjúkrunarfræðinga, en var aflagður um nýliðin mánaðarmót með þeim afleiðingum að laun þeirra lækkuðu umtalsvert, hefur verið framlengdur.
Kjarninn 3. apríl 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 33. þáttur: Harmdauði
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent