Kristín Þorsteinsdóttir hætt hjá Fréttablaðinu

Fyrrverandi aðalritstjóri og núverandi útgefandi Fréttablaðsins hefur látið af störfum eftir einföldun á starfsemi útgáfufélagsins.

Fréttablaðið
Auglýsing

Kristín Þor­steins­dótt­ir, sem starfað hefur sem aðal­rit­stjóri og útgef­andi Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla und­an­farin ár, hefur látið af störfum hjá miðl­in­um. 

Starfs­mönnum var greint frá þessu í tölvu­pósti frá Ingi­björgu Stef­aníu Pálma­dótt­ur, stjórn­ar­for­manni Torgs, útgef­anda Frétta­blaðs­ins, í dag. Þar segir að eftir „ein­földun á starf­semi félags­ins við sölu á eignum til Sýn­ar, þá hefur starf útgef­anda með því sniði sem var þegar frétta­stofa var mun stærri ein­fald­ast. Starf útgef­anda hefur því verið lagt niður í núver­andi mynd og fær­ast allir rekstr­ar­þættir starfs­ins til fram­kvæmda­stjóra félags­ins Jóhönnu Helgu Við­ars­dótt­ur. Stjórn­ar­for­maður Torgs tekur við öðrum þáttum sem til­heyra starfi útgef­anda.“

Kristín tjáir sig um starfs­lokin í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hún seg­ist hafa unnið sinn síð­asta vinnu­dag, og skrifað sinn síð­asta leið­ara í Frétta­blað­ið. Ný stjórn hafi tekið við með nýju fólki og nýjum áhersl­u­m. 

Auglýsing

Kristín Þorsteinsdóttir„Í rúm 5 ár, lengur en nokkur ann­ar, stjórn­aði ég frétta­stofu 365 sem aðal­rit­stjóri og útgef­andi - þá stærstu frétta­stofu lands­ins - og svo Frétta­blað­inu eftir að fyr­ir­tæk­inu var skipt upp, síð­ustu mán­uði hef ég verið útgef­andi. Þar áður sat ég í stjórn 365. Flestar kenni­tölur miðl­anna, sem ég stjórn­aði vitna um góðan árang­ur. Fréttir Stöðvar 2 náðu að velgja keppi­nautnum undir uggum - oft vorum við með meira áhorf en RUV, vis­ir.is komst í fyrsta skipti yfir mbl.is undir minni stjórn, við gerðum frá­bæra hluti með nýjum áherslum og útliti Frétta­blaðs­ins. Við breyttum skipu­riti frétta­stof­unnar og gerðum hlut kvenna meiri en nokkru sinni. Um tíma voru flestir yfir­menn konur og stundum voru vakt­irnar ein­göngu skip­aðar kon­um.

Þetta voru dýrð­legir dag­ar.

Auð­vitað skipt­ust á skin og skúr­ir. Við þurftum að velta hverri ein­ustu krónu, enda höfðum við úr miklu minni pen­ingum að spila en keppi­naut­arn­ir. Reglu­lega var farið í sparn­að­ar­að­gerð­ir. Lífið var ekki alltaf auð­velt.

En ekk­ert af þessu hefði tek­ist án ykk­ar. Ég var svo heppin að hafa frá­bært starfs­fólk mér við hlið, fólk sem hefur verið til­búið að leggja meira á sig, en hægt hefur verið að ætl­ast til. Fyrir það vil ég þakka ykkur af öllu hjarta.

En nú skilur leið­ir. Allt tekur enda. Von­andi tekur eitt­hvað nýtt og skemmti­legt við. Nóg er starfs­ork­an.“

Kæru vinir og sam­starfs­menn. Ég hef unnið minn síð­asta dag og skrifað minn síð­asta leið­ara í Frétta­blað­ið. Ný stjórn­...

Posted by Kristin Thor­steins­dóttir on Fri­day, Sept­em­ber 27, 2019

Ólöf Skafta­dótt­ir, dóttir Krist­ín­ar, er annar rit­stjóri Frétta­blaðs­ins. Davíð Stef­áns­son var ráð­inn við hlið hennar í lok maí síð­ast­lið­ins en nokkrum dögum eftir þá ráðn­ingu var greint frá því að fjár­festir­inn Helgi Magn­ús­son hefði keypt helm­ings­hlut í útgáfu­fé­lagi Frétta­blaðs­ins af Ingi­björgu, sem á enn hinn helm­ing­inn. Þau tvo, eig­end­urn­ir, sitja saman í stjórn Torgs. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent