Kristín Þorsteinsdóttir hætt hjá Fréttablaðinu

Fyrrverandi aðalritstjóri og núverandi útgefandi Fréttablaðsins hefur látið af störfum eftir einföldun á starfsemi útgáfufélagsins.

Fréttablaðið
Auglýsing

Kristín Þor­steins­dótt­ir, sem starfað hefur sem aðal­rit­stjóri og útgef­andi Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla und­an­farin ár, hefur látið af störfum hjá miðl­in­um. 

Starfs­mönnum var greint frá þessu í tölvu­pósti frá Ingi­björgu Stef­aníu Pálma­dótt­ur, stjórn­ar­for­manni Torgs, útgef­anda Frétta­blaðs­ins, í dag. Þar segir að eftir „ein­földun á starf­semi félags­ins við sölu á eignum til Sýn­ar, þá hefur starf útgef­anda með því sniði sem var þegar frétta­stofa var mun stærri ein­fald­ast. Starf útgef­anda hefur því verið lagt niður í núver­andi mynd og fær­ast allir rekstr­ar­þættir starfs­ins til fram­kvæmda­stjóra félags­ins Jóhönnu Helgu Við­ars­dótt­ur. Stjórn­ar­for­maður Torgs tekur við öðrum þáttum sem til­heyra starfi útgef­anda.“

Kristín tjáir sig um starfs­lokin í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hún seg­ist hafa unnið sinn síð­asta vinnu­dag, og skrifað sinn síð­asta leið­ara í Frétta­blað­ið. Ný stjórn hafi tekið við með nýju fólki og nýjum áhersl­u­m. 

Auglýsing

Kristín Þorsteinsdóttir„Í rúm 5 ár, lengur en nokkur ann­ar, stjórn­aði ég frétta­stofu 365 sem aðal­rit­stjóri og útgef­andi - þá stærstu frétta­stofu lands­ins - og svo Frétta­blað­inu eftir að fyr­ir­tæk­inu var skipt upp, síð­ustu mán­uði hef ég verið útgef­andi. Þar áður sat ég í stjórn 365. Flestar kenni­tölur miðl­anna, sem ég stjórn­aði vitna um góðan árang­ur. Fréttir Stöðvar 2 náðu að velgja keppi­nautnum undir uggum - oft vorum við með meira áhorf en RUV, vis­ir.is komst í fyrsta skipti yfir mbl.is undir minni stjórn, við gerðum frá­bæra hluti með nýjum áherslum og útliti Frétta­blaðs­ins. Við breyttum skipu­riti frétta­stof­unnar og gerðum hlut kvenna meiri en nokkru sinni. Um tíma voru flestir yfir­menn konur og stundum voru vakt­irnar ein­göngu skip­aðar kon­um.

Þetta voru dýrð­legir dag­ar.

Auð­vitað skipt­ust á skin og skúr­ir. Við þurftum að velta hverri ein­ustu krónu, enda höfðum við úr miklu minni pen­ingum að spila en keppi­naut­arn­ir. Reglu­lega var farið í sparn­að­ar­að­gerð­ir. Lífið var ekki alltaf auð­velt.

En ekk­ert af þessu hefði tek­ist án ykk­ar. Ég var svo heppin að hafa frá­bært starfs­fólk mér við hlið, fólk sem hefur verið til­búið að leggja meira á sig, en hægt hefur verið að ætl­ast til. Fyrir það vil ég þakka ykkur af öllu hjarta.

En nú skilur leið­ir. Allt tekur enda. Von­andi tekur eitt­hvað nýtt og skemmti­legt við. Nóg er starfs­ork­an.“

Kæru vinir og sam­starfs­menn. Ég hef unnið minn síð­asta dag og skrifað minn síð­asta leið­ara í Frétta­blað­ið. Ný stjórn­...

Posted by Kristin Thor­steins­dóttir on Fri­day, Sept­em­ber 27, 2019

Ólöf Skafta­dótt­ir, dóttir Krist­ín­ar, er annar rit­stjóri Frétta­blaðs­ins. Davíð Stef­áns­son var ráð­inn við hlið hennar í lok maí síð­ast­lið­ins en nokkrum dögum eftir þá ráðn­ingu var greint frá því að fjár­festir­inn Helgi Magn­ús­son hefði keypt helm­ings­hlut í útgáfu­fé­lagi Frétta­blaðs­ins af Ingi­björgu, sem á enn hinn helm­ing­inn. Þau tvo, eig­end­urn­ir, sitja saman í stjórn Torgs. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent