ESRB: Veikleikar á húsnæðismarkaði á Íslandi

Samkvæmt Evrópska kerfisáhætturáðinu er helsti veikleikinn hér á landi – út frá sjónarhóli fjármálastöðugleika – mikil skuldsetning heimila samhliða hraðri hækkun íbúðaverðs til meðallangs tíma. ESRB hefur nú sent viðvörun til Íslendinga vegna þessa.

7DM_9561_raw_2113.JPG
Auglýsing

Í tengslum við athugun Evr­ópska kerf­is­á­hættu­ráðs­ins (ESRB) á veik­leikum á íbúð­ar­hús­næð­is­mark­aði til með­al­langs tíma hefur ráðið sent við­var­anir til fimm Evr­ópu­landa og ábend­ingar til sex Evr­ópu­landa. Ísland er eitt þeirra landa sem fengið hefur slíka við­vör­un, ásamt Frakk­landi, Nor­egi, Tékk­landi og Þýska­land­i. 

Þetta kemur fram á vef Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í dag.

Sam­kvæmt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu er við­vörun ESRB byggð á ítar­legri skýrslu um veik­leika á hús­næð­is­mark­aði í Evr­ópu. ESRB tekur það fram að á Íslandi hafi þegar verið gripið til fjöl­margra aðgerða til að milda áhrif veik­leika á hús­næð­is­mark­aði á fjár­mála­stöð­ug­leika, til að mynda með því að setja reglur um hámark veð­setn­ing­ar­hlut­falls, með útgáfu reglu­gerðar um greiðslu­mat og inn­leið­ingu kerf­is­á­hættu- og sveiflu­jöfn­un­ar­auka.

Auglýsing

Þó telur ESRB að helsti veik­leik­inn hér á landi, út frá sjón­ar­hóli fjár­mála­stöð­ug­leika, sé mikil skuld­setn­ing heim­ila sam­hliða hraðri hækkun íbúða­verðs til með­al­langs tíma. Lagt er til að Ísland bregð­ist við því með því að athuga hvort til greina komi að setja tak­mörk á hlut­fall skulda af tekjum heim­ila. Þó bendir ESRB á að beit­ing þjóð­hags­var­úð­ar­tækja sem tak­marka skulda­hlut­föll þurfi að taka mið af stöð­unni í efna­hags­líf­inu og fjár­mála­kerf­inu hverju sinni með hlið­sjón af kostn­aði og mögu­legum ávinn­ingi.

Sam­kvæmt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu var íslenskum stjórn­völdum gef­inn kostur á að bregð­ast við við­vörun ESRB, líkt og stjórn­völdum ann­arra landa sem fengu sam­bæri­lega við­vör­un. Svarið var birt sam­hliða við­vör­un­inni í stjórn­ar­tíð­indum Evr­ópu­sam­bands­ins.

Til greina kemur að skoða beit­ingu þjóð­hags­var­úð­ar­tækja

Bjarni Benediktsson Mynd: Bára Huld BeckÍ svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son­ar, er því lýst að til greina komi að skoða beit­ingu þjóð­hags­var­úð­ar­tækja sem tak­marki skulda­hlut­föll heim­ila. Á síð­ustu árum hafi byggst upp reynsla af beit­ingu þjóð­hags­var­úð­ar­tækja og gagna­söfnun hafi farið fram. Eft­ir­lits­að­ilar haldi áfram að vakta og greina veik­leika á hús­næð­is­mark­aði og áhrif þeirra á fjár­mála­stöð­ug­leika og muni grípa til við­eig­andi aðgerða ef þess verður talin þörf að teknu til­liti til efna­hags­legra aðstæðna, stöðu á fjár­mála­mark­aði og ann­arra aðgerða stjórn­valda.

Við­vörun ESRB hefur verið rædd á vett­vangi kerf­is­á­hættu­nefndar og fjár­mála­stöð­ug­leika­ráðs, sam­kvæmt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, en í frétt á vef eft­ir­lits­ins segir að það hafi í und­ir­bún­ingi sam­ráðs­ferli við við­eig­andi aðila varð­andi heppi­leg við­brögð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent