ESRB: Veikleikar á húsnæðismarkaði á Íslandi

Samkvæmt Evrópska kerfisáhætturáðinu er helsti veikleikinn hér á landi – út frá sjónarhóli fjármálastöðugleika – mikil skuldsetning heimila samhliða hraðri hækkun íbúðaverðs til meðallangs tíma. ESRB hefur nú sent viðvörun til Íslendinga vegna þessa.

7DM_9561_raw_2113.JPG
Auglýsing

Í tengslum við athugun Evr­ópska kerf­is­á­hættu­ráðs­ins (ESRB) á veik­leikum á íbúð­ar­hús­næð­is­mark­aði til með­al­langs tíma hefur ráðið sent við­var­anir til fimm Evr­ópu­landa og ábend­ingar til sex Evr­ópu­landa. Ísland er eitt þeirra landa sem fengið hefur slíka við­vör­un, ásamt Frakk­landi, Nor­egi, Tékk­landi og Þýska­land­i. 

Þetta kemur fram á vef Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í dag.

Sam­kvæmt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu er við­vörun ESRB byggð á ítar­legri skýrslu um veik­leika á hús­næð­is­mark­aði í Evr­ópu. ESRB tekur það fram að á Íslandi hafi þegar verið gripið til fjöl­margra aðgerða til að milda áhrif veik­leika á hús­næð­is­mark­aði á fjár­mála­stöð­ug­leika, til að mynda með því að setja reglur um hámark veð­setn­ing­ar­hlut­falls, með útgáfu reglu­gerðar um greiðslu­mat og inn­leið­ingu kerf­is­á­hættu- og sveiflu­jöfn­un­ar­auka.

Auglýsing

Þó telur ESRB að helsti veik­leik­inn hér á landi, út frá sjón­ar­hóli fjár­mála­stöð­ug­leika, sé mikil skuld­setn­ing heim­ila sam­hliða hraðri hækkun íbúða­verðs til með­al­langs tíma. Lagt er til að Ísland bregð­ist við því með því að athuga hvort til greina komi að setja tak­mörk á hlut­fall skulda af tekjum heim­ila. Þó bendir ESRB á að beit­ing þjóð­hags­var­úð­ar­tækja sem tak­marka skulda­hlut­föll þurfi að taka mið af stöð­unni í efna­hags­líf­inu og fjár­mála­kerf­inu hverju sinni með hlið­sjón af kostn­aði og mögu­legum ávinn­ingi.

Sam­kvæmt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu var íslenskum stjórn­völdum gef­inn kostur á að bregð­ast við við­vörun ESRB, líkt og stjórn­völdum ann­arra landa sem fengu sam­bæri­lega við­vör­un. Svarið var birt sam­hliða við­vör­un­inni í stjórn­ar­tíð­indum Evr­ópu­sam­bands­ins.

Til greina kemur að skoða beit­ingu þjóð­hags­var­úð­ar­tækja

Bjarni Benediktsson Mynd: Bára Huld BeckÍ svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son­ar, er því lýst að til greina komi að skoða beit­ingu þjóð­hags­var­úð­ar­tækja sem tak­marki skulda­hlut­föll heim­ila. Á síð­ustu árum hafi byggst upp reynsla af beit­ingu þjóð­hags­var­úð­ar­tækja og gagna­söfnun hafi farið fram. Eft­ir­lits­að­ilar haldi áfram að vakta og greina veik­leika á hús­næð­is­mark­aði og áhrif þeirra á fjár­mála­stöð­ug­leika og muni grípa til við­eig­andi aðgerða ef þess verður talin þörf að teknu til­liti til efna­hags­legra aðstæðna, stöðu á fjár­mála­mark­aði og ann­arra aðgerða stjórn­valda.

Við­vörun ESRB hefur verið rædd á vett­vangi kerf­is­á­hættu­nefndar og fjár­mála­stöð­ug­leika­ráðs, sam­kvæmt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, en í frétt á vef eft­ir­lits­ins segir að það hafi í und­ir­bún­ingi sam­ráðs­ferli við við­eig­andi aðila varð­andi heppi­leg við­brögð.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent