ESRB: Veikleikar á húsnæðismarkaði á Íslandi

Samkvæmt Evrópska kerfisáhætturáðinu er helsti veikleikinn hér á landi – út frá sjónarhóli fjármálastöðugleika – mikil skuldsetning heimila samhliða hraðri hækkun íbúðaverðs til meðallangs tíma. ESRB hefur nú sent viðvörun til Íslendinga vegna þessa.

7DM_9561_raw_2113.JPG
Auglýsing

Í tengslum við athugun Evr­ópska kerf­is­á­hættu­ráðs­ins (ESRB) á veik­leikum á íbúð­ar­hús­næð­is­mark­aði til með­al­langs tíma hefur ráðið sent við­var­anir til fimm Evr­ópu­landa og ábend­ingar til sex Evr­ópu­landa. Ísland er eitt þeirra landa sem fengið hefur slíka við­vör­un, ásamt Frakk­landi, Nor­egi, Tékk­landi og Þýska­land­i. 

Þetta kemur fram á vef Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í dag.

Sam­kvæmt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu er við­vörun ESRB byggð á ítar­legri skýrslu um veik­leika á hús­næð­is­mark­aði í Evr­ópu. ESRB tekur það fram að á Íslandi hafi þegar verið gripið til fjöl­margra aðgerða til að milda áhrif veik­leika á hús­næð­is­mark­aði á fjár­mála­stöð­ug­leika, til að mynda með því að setja reglur um hámark veð­setn­ing­ar­hlut­falls, með útgáfu reglu­gerðar um greiðslu­mat og inn­leið­ingu kerf­is­á­hættu- og sveiflu­jöfn­un­ar­auka.

Auglýsing

Þó telur ESRB að helsti veik­leik­inn hér á landi, út frá sjón­ar­hóli fjár­mála­stöð­ug­leika, sé mikil skuld­setn­ing heim­ila sam­hliða hraðri hækkun íbúða­verðs til með­al­langs tíma. Lagt er til að Ísland bregð­ist við því með því að athuga hvort til greina komi að setja tak­mörk á hlut­fall skulda af tekjum heim­ila. Þó bendir ESRB á að beit­ing þjóð­hags­var­úð­ar­tækja sem tak­marka skulda­hlut­föll þurfi að taka mið af stöð­unni í efna­hags­líf­inu og fjár­mála­kerf­inu hverju sinni með hlið­sjón af kostn­aði og mögu­legum ávinn­ingi.

Sam­kvæmt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu var íslenskum stjórn­völdum gef­inn kostur á að bregð­ast við við­vörun ESRB, líkt og stjórn­völdum ann­arra landa sem fengu sam­bæri­lega við­vör­un. Svarið var birt sam­hliða við­vör­un­inni í stjórn­ar­tíð­indum Evr­ópu­sam­bands­ins.

Til greina kemur að skoða beit­ingu þjóð­hags­var­úð­ar­tækja

Bjarni Benediktsson Mynd: Bára Huld BeckÍ svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son­ar, er því lýst að til greina komi að skoða beit­ingu þjóð­hags­var­úð­ar­tækja sem tak­marki skulda­hlut­föll heim­ila. Á síð­ustu árum hafi byggst upp reynsla af beit­ingu þjóð­hags­var­úð­ar­tækja og gagna­söfnun hafi farið fram. Eft­ir­lits­að­ilar haldi áfram að vakta og greina veik­leika á hús­næð­is­mark­aði og áhrif þeirra á fjár­mála­stöð­ug­leika og muni grípa til við­eig­andi aðgerða ef þess verður talin þörf að teknu til­liti til efna­hags­legra aðstæðna, stöðu á fjár­mála­mark­aði og ann­arra aðgerða stjórn­valda.

Við­vörun ESRB hefur verið rædd á vett­vangi kerf­is­á­hættu­nefndar og fjár­mála­stöð­ug­leika­ráðs, sam­kvæmt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu, en í frétt á vef eft­ir­lits­ins segir að það hafi í und­ir­bún­ingi sam­ráðs­ferli við við­eig­andi aðila varð­andi heppi­leg við­brögð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa kannski smitað aðra þung tilfinning
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Helgi Hrafn Gunnarsson
Sönnunarbyrði yfirvalda
Kjarninn 4. apríl 2020
Hægt að banna arðgreiðslur banka og koma í veg fyrir endurkaup á hlutabréfum
Seðlabankinn ætlast til þess að viðskiptabankar nýti ekki það 350 milljarða króna svigrúm sem þeim hefur verið veitt með því að afnema eiginfjárauka til að greiða út arð. Fjármálaeftirlit hans getur bannað arðgreiðslur við ákveðnar aðstæður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Neftóbakssala ÁTVR hefur dregist saman um 66 þúsund dósir það sem af er ári
Heildsala ÁTVR á íslensku neftóbaki dróst saman um 32 prósent, eða 3,3 tonn, á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við söluna á sama tímabili í fyrra. Innfluttir tóbakslausir níkótínpúðar virðast vera að sópa til sín markaðshlutdeild.
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent