Forstjóri Boeing sér fram á að Max vélarnar komist brátt í loftið

Teymi sérfræðing Boeing vinnur nú að því að fínstilla uppfærslur á hugbúnaði til að tryggja öryggi 737 Max vélanna frá Boeing, svo þær geti komist í loftið aftur.

boeingin.png
Auglýsing

Dennis Mui­len­burg, for­stjóri Boeing, seg­ist sjá fram á að enda­taf­lið sér framund­an, varð­andi kyrr­setn­ing­una á 737 Max vélum félags­ins, og að þær munu kom­ast loftið til að þjóna hlut­verki sínu í far­þega­flugi innan tíð­ar. 

Þetta kemur fram í við­tali Seattle Times við Mui­len­burg, en megin fram­leiðslu­starf­semi Boeing er í Renton á Seattle svæð­inu, og er fyr­ir­tækið stærsti vinnu­veit­and­inn á svæð­inu með 80 þús­und starfs­menn. 

Eins og mikið hefur verið fjallað um und­an­farna mán­uði þá hafa 737 Max vél­arnar frá Boeing verið kyrr­settar um allan heim, eftir að tvær vélar af þeirri teg­und fór­ust í Indónesíu og Eþíóp­íu, með þeim afleið­ingum að 346 - allir um borð - létu líf­ið. Fyrra slysið var 29. októ­ber í fyrra en hið síð­ara 13. mars síð­ast­lið­inn. 

Auglýsing

Frá því seint í mars hefur verið í gildi alþjóð­leg kyrr­setn­ing á vél­un­um, á meðan rann­sakað er hvað olli slys­unum og hvort ein­hverjir gallar hafi verið í vél­un­um. 

Nú þegar hefur verið stað­fest að gallar voru í svo­nefndu MCAS kerfi sem vinnur gegn ofrisi. Þá hefur öll fram­leiðslu­lína Boeing verið upp­færð, og eru nú í gangi loka­yf­ir­ferðir á helstu fram­leiðslu­þátt­um, að því er fram kemu í við­tal­inu við Mui­len­burg. 

Fyr­ir­tækið leggur nú kapp á að ljúka síð­ustu verk­þáttum og fá grænt ljós frá flug­mála­yf­ir­völdum - bæði í Banda­ríkj­unum og ann­ars staðar í heim­inum - áður en kyrr­setn­ingu verður aflétt. Ekk­ert liggur þó fyrir um það enn, og Boeing mun þurfa að fá sam­þykki frá flug­mála­yf­ir­völdum víða um heim áður vél­arnar fara aftur í loftð.

Icelandair er eitt þeirra flug­fé­laga sem á mikið undir því að kyrr­setn­ing­unni verði aflétt. Félagið reiknar með að kyrr­setn­ing­unni verði aflétt í byrjun næsta árs, og þá geti félagið byrjað að fljúga far­þegum með þeim. 

Mark­aðsvirði Boeing er nú 214 millj­arðar Banda­ríkja­dala, en félagið hefur í gegnum tíð­ina verið eitt stærsta útflutn­ings­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent