Forstjóri Boeing sér fram á að Max vélarnar komist brátt í loftið

Teymi sérfræðing Boeing vinnur nú að því að fínstilla uppfærslur á hugbúnaði til að tryggja öryggi 737 Max vélanna frá Boeing, svo þær geti komist í loftið aftur.

boeingin.png
Auglýsing

Dennis Mui­len­burg, for­stjóri Boeing, seg­ist sjá fram á að enda­taf­lið sér framund­an, varð­andi kyrr­setn­ing­una á 737 Max vélum félags­ins, og að þær munu kom­ast loftið til að þjóna hlut­verki sínu í far­þega­flugi innan tíð­ar. 

Þetta kemur fram í við­tali Seattle Times við Mui­len­burg, en megin fram­leiðslu­starf­semi Boeing er í Renton á Seattle svæð­inu, og er fyr­ir­tækið stærsti vinnu­veit­and­inn á svæð­inu með 80 þús­und starfs­menn. 

Eins og mikið hefur verið fjallað um und­an­farna mán­uði þá hafa 737 Max vél­arnar frá Boeing verið kyrr­settar um allan heim, eftir að tvær vélar af þeirri teg­und fór­ust í Indónesíu og Eþíóp­íu, með þeim afleið­ingum að 346 - allir um borð - létu líf­ið. Fyrra slysið var 29. októ­ber í fyrra en hið síð­ara 13. mars síð­ast­lið­inn. 

Auglýsing

Frá því seint í mars hefur verið í gildi alþjóð­leg kyrr­setn­ing á vél­un­um, á meðan rann­sakað er hvað olli slys­unum og hvort ein­hverjir gallar hafi verið í vél­un­um. 

Nú þegar hefur verið stað­fest að gallar voru í svo­nefndu MCAS kerfi sem vinnur gegn ofrisi. Þá hefur öll fram­leiðslu­lína Boeing verið upp­færð, og eru nú í gangi loka­yf­ir­ferðir á helstu fram­leiðslu­þátt­um, að því er fram kemu í við­tal­inu við Mui­len­burg. 

Fyr­ir­tækið leggur nú kapp á að ljúka síð­ustu verk­þáttum og fá grænt ljós frá flug­mála­yf­ir­völdum - bæði í Banda­ríkj­unum og ann­ars staðar í heim­inum - áður en kyrr­setn­ingu verður aflétt. Ekk­ert liggur þó fyrir um það enn, og Boeing mun þurfa að fá sam­þykki frá flug­mála­yf­ir­völdum víða um heim áður vél­arnar fara aftur í loftð.

Icelandair er eitt þeirra flug­fé­laga sem á mikið undir því að kyrr­setn­ing­unni verði aflétt. Félagið reiknar með að kyrr­setn­ing­unni verði aflétt í byrjun næsta árs, og þá geti félagið byrjað að fljúga far­þegum með þeim. 

Mark­aðsvirði Boeing er nú 214 millj­arðar Banda­ríkja­dala, en félagið hefur í gegnum tíð­ina verið eitt stærsta útflutn­ings­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna. Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent