Forstjóri Boeing sér fram á að Max vélarnar komist brátt í loftið

Teymi sérfræðing Boeing vinnur nú að því að fínstilla uppfærslur á hugbúnaði til að tryggja öryggi 737 Max vélanna frá Boeing, svo þær geti komist í loftið aftur.

boeingin.png
Auglýsing

Dennis Mui­len­burg, for­stjóri Boeing, seg­ist sjá fram á að enda­taf­lið sér framund­an, varð­andi kyrr­setn­ing­una á 737 Max vélum félags­ins, og að þær munu kom­ast loftið til að þjóna hlut­verki sínu í far­þega­flugi innan tíð­ar. 

Þetta kemur fram í við­tali Seattle Times við Mui­len­burg, en megin fram­leiðslu­starf­semi Boeing er í Renton á Seattle svæð­inu, og er fyr­ir­tækið stærsti vinnu­veit­and­inn á svæð­inu með 80 þús­und starfs­menn. 

Eins og mikið hefur verið fjallað um und­an­farna mán­uði þá hafa 737 Max vél­arnar frá Boeing verið kyrr­settar um allan heim, eftir að tvær vélar af þeirri teg­und fór­ust í Indónesíu og Eþíóp­íu, með þeim afleið­ingum að 346 - allir um borð - létu líf­ið. Fyrra slysið var 29. októ­ber í fyrra en hið síð­ara 13. mars síð­ast­lið­inn. 

Auglýsing

Frá því seint í mars hefur verið í gildi alþjóð­leg kyrr­setn­ing á vél­un­um, á meðan rann­sakað er hvað olli slys­unum og hvort ein­hverjir gallar hafi verið í vél­un­um. 

Nú þegar hefur verið stað­fest að gallar voru í svo­nefndu MCAS kerfi sem vinnur gegn ofrisi. Þá hefur öll fram­leiðslu­lína Boeing verið upp­færð, og eru nú í gangi loka­yf­ir­ferðir á helstu fram­leiðslu­þátt­um, að því er fram kemu í við­tal­inu við Mui­len­burg. 

Fyr­ir­tækið leggur nú kapp á að ljúka síð­ustu verk­þáttum og fá grænt ljós frá flug­mála­yf­ir­völdum - bæði í Banda­ríkj­unum og ann­ars staðar í heim­inum - áður en kyrr­setn­ingu verður aflétt. Ekk­ert liggur þó fyrir um það enn, og Boeing mun þurfa að fá sam­þykki frá flug­mála­yf­ir­völdum víða um heim áður vél­arnar fara aftur í loftð.

Icelandair er eitt þeirra flug­fé­laga sem á mikið undir því að kyrr­setn­ing­unni verði aflétt. Félagið reiknar með að kyrr­setn­ing­unni verði aflétt í byrjun næsta árs, og þá geti félagið byrjað að fljúga far­þegum með þeim. 

Mark­aðsvirði Boeing er nú 214 millj­arðar Banda­ríkja­dala, en félagið hefur í gegnum tíð­ina verið eitt stærsta útflutn­ings­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna. Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Birgir Hermannsson
Vinstri græn og kjötið
Kjarninn 21. október 2019
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon: Láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast
Gylfi Magnússon, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, hefur gagnrýnt harðlega nýtt frumvarp iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem boðaðar eru miklar breytingar á samkeppnislöggjöfinni.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent