Finnur Beck settur forstjóri HS Orku

Ásgeir Margeirsson er hættur störfum hjá HS Orku. Áður hafði verið greint frá því að hann myndi starfa þangað til að nýr forstjóri yrði ráðinn en hann hefur ákveðið að flýta starfslokum sínum.

Reykjanesvirkjun er önnur af tveimur meginvirkjunum HS Orku.
Reykjanesvirkjun er önnur af tveimur meginvirkjunum HS Orku.
Auglýsing

Finnur Beck, lög­fræð­ingur HS Orku, hefur verið gerður að for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins tíma­bundið eftir að Ásgeir Mar­geirs­son ákvað að flýta starfs­lokum sínum og láta af störfum í gær. Í frétt á vef HS Orku segir að stjórn fyr­ir­tæk­is­ins hafi falið Finni að stýra fyr­ir­tæk­inu þar til nýr for­stjóri verður ráð­inn, en staðan var aug­lýst til umsóknar fyrr í þessum mán­uði. Ráðn­ing­ar­ferli stendur yfir og búist er við að því ljúki á allra næstu vik­um.

Finnur hefur starfað sem aðal­lög­fræð­ingur HS Orku frá árinu 2015. Hann útskrif­að­ist með ML gráðu úr lög­fræði frá Háskól­anum í Reykja­vík árið 2010 en hann er einnig með BA gráðu í stjórn­mála­fræði frá Háskóla Íslands. Finnur var um tíma einn eig­enda Lands­laga lög­mann­stofu og starf­aði á árum áður sem frétta­maður hjá RÚV.

Greint var frá því í lok ágúst að Ásgeir, sem verið hafði for­­stjóri HS Orku í sex ár, hefði kom­ist að sam­komu­lagi um starfs­­lok við stjórn félags­­ins. Staða for­­stjóra yrði aug­lýst en Ásgeir mun gegna henni þangað til að nýr for­­stjóri tæki við. Ásgeir var ráð­inn for­­stjóri í tíð fyrri meiri­hluta­eig­enda, en miklar breyt­ingar hafa orðið á eig­enda­hópi HS Orku á síð­­­ustu mán­uð­u­m. Auk for­stjóra­skipt­anna hafa stjórn­ar­menn sagt af sér og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans gengu fyrr­ver­andi stjórn­endur og hluti stjórn­ar­manna ekki í takt við það sem nýir eig­end­ur, breska sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Ancala Partners, vilja leggja áherslu á innan HS Orku.

Auglýsing

Líf­eyr­is­­sjóðir keyptu og Bretar komu inn

Jarð­varmi slhf, félag í eigu 14 íslenska líf­eyr­is­­­sjóð, keypti í maí hlut Inn­ergex í HS Orku á 299,9 millj­­­ónir dali, eða 37,3 millj­­­arða króna á núvirð­i. 

Inn­ergex seldi þar með sænska félagið Magma Sweden til Jarð­varma en Magma átti 53,9 pró­­­sent hlut í félag­inu. Með þessu varð Jarð­varmi eig­andi allra hluta í HS Orku, eina íslenska orku­­­fyr­ir­tæk­inu sem er í einka­eigu eftir að hafa gengið inn í sölu á hlut fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­sjóðs­ins ORK fyrr á þessu ári. Sam­an­lagt greiddi Jarð­varmi 47 millj­­­arða króna fyrir hlut­ina, en þeir nema 66,6 pró­­­sent af útgefnu hlutafé í HS Orku. Jarð­varmi var að nýta kaup­rétt sinn á hlutum í HS Orku en félagið átti áður 33,4 pró­­­sent hlut.

Í kjöl­far­ið  seldi Jarð­varmi síðan helm­ing hluta­fjár í HS orku til breska sjóðs­­­stýr­ing­­­ar­­­fyr­ir­tæk­is­ins Ancala Partners, sem sér­­­hæfir sig í inn­­­viða­fjár­­­­­fest­ingum í Evr­­­ópu og er að stóru leyti fjár­­­­­magnað af breskum líf­eyr­is­­­sjóð­­­um. Áður en að það var gert tók Jarð­varmi þó 30 pró­­­sent hlut HS Orku í Bláa lón­inu út úr orku­­­fyr­ir­tæki og seldi til nýs félags í eigu íslenskra líf­eyr­is­­­sjóða, Blá­varma slhf., á 15 millj­­­arða króna. Miðað við það verð er heild­­­ar­virði Bláa lóns­ins 50 millj­­­arðar króna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent