Finnur Beck settur forstjóri HS Orku

Ásgeir Margeirsson er hættur störfum hjá HS Orku. Áður hafði verið greint frá því að hann myndi starfa þangað til að nýr forstjóri yrði ráðinn en hann hefur ákveðið að flýta starfslokum sínum.

Reykjanesvirkjun er önnur af tveimur meginvirkjunum HS Orku.
Reykjanesvirkjun er önnur af tveimur meginvirkjunum HS Orku.
Auglýsing

Finnur Beck, lög­fræð­ingur HS Orku, hefur verið gerður að for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins tíma­bundið eftir að Ásgeir Mar­geirs­son ákvað að flýta starfs­lokum sínum og láta af störfum í gær. Í frétt á vef HS Orku segir að stjórn fyr­ir­tæk­is­ins hafi falið Finni að stýra fyr­ir­tæk­inu þar til nýr for­stjóri verður ráð­inn, en staðan var aug­lýst til umsóknar fyrr í þessum mán­uði. Ráðn­ing­ar­ferli stendur yfir og búist er við að því ljúki á allra næstu vik­um.

Finnur hefur starfað sem aðal­lög­fræð­ingur HS Orku frá árinu 2015. Hann útskrif­að­ist með ML gráðu úr lög­fræði frá Háskól­anum í Reykja­vík árið 2010 en hann er einnig með BA gráðu í stjórn­mála­fræði frá Háskóla Íslands. Finnur var um tíma einn eig­enda Lands­laga lög­mann­stofu og starf­aði á árum áður sem frétta­maður hjá RÚV.

Greint var frá því í lok ágúst að Ásgeir, sem verið hafði for­­stjóri HS Orku í sex ár, hefði kom­ist að sam­komu­lagi um starfs­­lok við stjórn félags­­ins. Staða for­­stjóra yrði aug­lýst en Ásgeir mun gegna henni þangað til að nýr for­­stjóri tæki við. Ásgeir var ráð­inn for­­stjóri í tíð fyrri meiri­hluta­eig­enda, en miklar breyt­ingar hafa orðið á eig­enda­hópi HS Orku á síð­­­ustu mán­uð­u­m. Auk for­stjóra­skipt­anna hafa stjórn­ar­menn sagt af sér og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans gengu fyrr­ver­andi stjórn­endur og hluti stjórn­ar­manna ekki í takt við það sem nýir eig­end­ur, breska sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Ancala Partners, vilja leggja áherslu á innan HS Orku.

Auglýsing

Líf­eyr­is­­sjóðir keyptu og Bretar komu inn

Jarð­varmi slhf, félag í eigu 14 íslenska líf­eyr­is­­­sjóð, keypti í maí hlut Inn­ergex í HS Orku á 299,9 millj­­­ónir dali, eða 37,3 millj­­­arða króna á núvirð­i. 

Inn­ergex seldi þar með sænska félagið Magma Sweden til Jarð­varma en Magma átti 53,9 pró­­­sent hlut í félag­inu. Með þessu varð Jarð­varmi eig­andi allra hluta í HS Orku, eina íslenska orku­­­fyr­ir­tæk­inu sem er í einka­eigu eftir að hafa gengið inn í sölu á hlut fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­sjóðs­ins ORK fyrr á þessu ári. Sam­an­lagt greiddi Jarð­varmi 47 millj­­­arða króna fyrir hlut­ina, en þeir nema 66,6 pró­­­sent af útgefnu hlutafé í HS Orku. Jarð­varmi var að nýta kaup­rétt sinn á hlutum í HS Orku en félagið átti áður 33,4 pró­­­sent hlut.

Í kjöl­far­ið  seldi Jarð­varmi síðan helm­ing hluta­fjár í HS orku til breska sjóðs­­­stýr­ing­­­ar­­­fyr­ir­tæk­is­ins Ancala Partners, sem sér­­­hæfir sig í inn­­­viða­fjár­­­­­fest­ingum í Evr­­­ópu og er að stóru leyti fjár­­­­­magnað af breskum líf­eyr­is­­­sjóð­­­um. Áður en að það var gert tók Jarð­varmi þó 30 pró­­­sent hlut HS Orku í Bláa lón­inu út úr orku­­­fyr­ir­tæki og seldi til nýs félags í eigu íslenskra líf­eyr­is­­­sjóða, Blá­varma slhf., á 15 millj­­­arða króna. Miðað við það verð er heild­­­ar­virði Bláa lóns­ins 50 millj­­­arðar króna.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent