Markaðsvirði Kviku hrapað eftir að vandi GAMMA sjóða varð ljós

Markaðsvirði Kviku banka hefur lækkað mikið að undanförnu, einkum eftir að vandi fasteignasjóða á vegum GAMMA varð ljós.

kvika
Auglýsing

Mark­aðsvirði Kviku banka hefur lækkað um 15,3 pró­sent á einum mán­uði, og þar af hefur bróð­ur­partur lækk­un­ar­innar komið fram eftir að greint var frá nið­ur­færslu á eignum tveggja sjóða í eigu GAMMA, dótt­ur­fé­lags bank­ans. 

Sam­tals hefur virði bank­ans lækkað um meira en 2,5 millj­arða króna á und­an­förnum dög­um, en mark­aðsvirði bank­ans nemur nú 17,5 millj­örðum króna. Í gær lækk­aði mark­aðsvirði bank­ans um 6,25 pró­sent.

Mikil reiði er í hópi þeirra fjár­festa sem lögðu sjóð­unum GAMMA: Novus og GAMMA: Ang­lia til fjár­muni, en búið er að skrifa nær allt eigið fé Novus nið­ur, og hjá Ang­lia hefur virðið verið lækkað um meira en 60 pró­sent. 

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er vilji til þess hjá nær öllum fjár­festum í sjóð­un­um, að láta rann­saka ítar­lega hvað fór úrskeiðis og velta við hverjum steini, til að fá fram glögga mynd af því sem gerst hef­ur. 

Kjarn­inn greindi frá því síð­degis á mánu­dag að sam­kvæmt hálfs­árs­upp­gjör Novu­s-­sjóðs­ins í fyrra hafi eigið fé hans verið 4,8 millj­arðar króna. Um síð­ustu ára­mót var það sagt 4,4 millj­arðar króna. Í ein­blöð­ungi sem sendur var út til hlut­deild­ar­skír­tein­is­hafa þennan sama dag og fréttin birtist, kom fram að eigið fé hans væri 42 millj­ónir króna. 

Eigið féð hafði gufað upp og fyrir lá að virði eigna hafði verið stór­lega ofmet­ið. Helsta eign sjóðs­ins er Upp­­haf fast­­eigna­­fé­lag sl­hf. sem hefur byggt nokkur hund­ruð íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá því að sjóð­ur­inn var settur á lagg­irnar 2013. 

Í ein­blöð­ungnum var nið­ur­færslan á eign­um Novu­s út­skýrð með því að raun­veru­leg fram­vinda til­tek­inna verk­efna hefði verið ofmet­in. „Þá hefur fram­­kvæmda­­kostn­aður verið tals­vert yfir áætl­­unum á árinu. Fyrri mats­að­­ferðir tóku ekki að fullu til­­lit til fjár­­­magns­­kostn­aðar félags­­ins auk þess sem hann hækk­­aði veru­­lega með útgáfu skulda­bréfs (UPP­H21 0530) í vor. Vænt­ingar um sölu­verð íbúða og þró­un­­ar­­eigna hafa einnig verið end­­ur­­metn­­ar.“

Ang­lia sjóð­ur­inn var settur á lagg­irnar til að fjár­festa í fast­eigna­verk­efnum í Bret­landi, en ekki hefur gengið nægi­lega vel þar. 

Máni Atla­son, nýr fram­kvæmda­stjóri GAMMA, hefur látið hafa eftir sér í fjöl­miðlum und­an­farna daga, meðal ann­ars í við­tali við Stöð 2 í gær­kvöldi, að allar aðgerðir miði að því að end­ur­heimta sem mest og gera stöð­una eins og góða og hægt er. 

Trygg­ing­ar­fé­lögin VÍS, Sjóvá og TM hafa öll sent frá sér til­kynn­ingar vegna taps, í tengslum við fjár­fest­ingar í sjóð­un­um, en sam­an­lagt nemur það 610 millj­ónum hjá félög­un­um. Þá hafa líf­eyr­is­sjóð­ir, þar á meðal Festa og Líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja, tapað umtals­vert á nið­ur­færslum eigna sjóð­anna tveggja, og hafa for­svars­menn þeirra óskað eftir ítar­legri skýr­ingum á stöðu sjóð­anna.

Í til­kynn­ingu sem birt­ist á vef GAMMA í gær, kemur fram að nú sé unnið að end­ur­skipu­lagn­ingu á eigna­söfnum með það í huga að end­ur­heimta eign­ir. 

„Við mat á stöðu GAMMA: Novus kom í ljós að eigið fé Upp­hafs fast­eigna­fé­lags, sem er í eigu sjóðs­ins, var veru­lega ofmet­ið. Fyrir liggur að kostn­aður við fram­kvæmdir verk­efna á vegum félags­ins er van­met­inn. Jafn­framt var raun­fram­vinda verk­efna félags­ins ofmet­in. Sú staða sem upp er komin kallar á end­ur­skipu­lagn­ingu á fjár­hag félags­ins og nýja fjár­mögnun til að tryggja fram­gang verk­efna og hámarka virði eigna.

Inni í félag­inu eru veru­legar eign­ir, þ. á m. 277 íbúðir í bygg­ingu. Með sölu full­bú­inna fast­eigna verður hægt að ná veru­legum end­ur­heimtum af fjár­munum kröfu­hafa félags­ins. Boð­aður hefur verið fundur með skulda­bréfa­eig­endum og við­ræður hafa átt sér stað við aðra kröfu­hafa um björgun félags­ins.

Við mat á stöðu GAMMA: Ang­lia, sem er fag­fjár­festa­sjóður um fjár­fest­ingar í fast­eigna­þró­un­ar­verk­efnum í Bret­landi, kom í ljós að verk­stjórn eins sam­starfs­að­ila sjóðs­ins var veru­lega ábóta­vant og kostn­aður var van­met­inn. Hefur sjóð­ur­inn fært fjár­fest­ingar sem gerðar voru í sam­starfi við umræddan aðila nið­ur, auk kostn­aðar við und­ir­bún­ing bygg­ingar fjöl­býl­is­húss sem hafnað var af skipu­lags­yf­ir­völd­um.

Nýir aðilar hafa verið ráðnir til að hafa umsjón með verk­efnum GAMMA: Ang­lia í Bret­landi. For­gangs­verk­efni hjá nýju teymi GAMMA: Ang­lia til næstu mán­aða er að hámarka end­ur­heimtur skír­tein­is­hafa,“ segir í meðal ann­ars í til­kynn­ing­unn­i. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent