Markaðsvirði Kviku hrapað eftir að vandi GAMMA sjóða varð ljós

Markaðsvirði Kviku banka hefur lækkað mikið að undanförnu, einkum eftir að vandi fasteignasjóða á vegum GAMMA varð ljós.

kvika
Auglýsing

Mark­aðsvirði Kviku banka hefur lækkað um 15,3 pró­sent á einum mán­uði, og þar af hefur bróð­ur­partur lækk­un­ar­innar komið fram eftir að greint var frá nið­ur­færslu á eignum tveggja sjóða í eigu GAMMA, dótt­ur­fé­lags bank­ans. 

Sam­tals hefur virði bank­ans lækkað um meira en 2,5 millj­arða króna á und­an­förnum dög­um, en mark­aðsvirði bank­ans nemur nú 17,5 millj­örðum króna. Í gær lækk­aði mark­aðsvirði bank­ans um 6,25 pró­sent.

Mikil reiði er í hópi þeirra fjár­festa sem lögðu sjóð­unum GAMMA: Novus og GAMMA: Ang­lia til fjár­muni, en búið er að skrifa nær allt eigið fé Novus nið­ur, og hjá Ang­lia hefur virðið verið lækkað um meira en 60 pró­sent. 

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er vilji til þess hjá nær öllum fjár­festum í sjóð­un­um, að láta rann­saka ítar­lega hvað fór úrskeiðis og velta við hverjum steini, til að fá fram glögga mynd af því sem gerst hef­ur. 

Kjarn­inn greindi frá því síð­degis á mánu­dag að sam­kvæmt hálfs­árs­upp­gjör Novu­s-­sjóðs­ins í fyrra hafi eigið fé hans verið 4,8 millj­arðar króna. Um síð­ustu ára­mót var það sagt 4,4 millj­arðar króna. Í ein­blöð­ungi sem sendur var út til hlut­deild­ar­skír­tein­is­hafa þennan sama dag og fréttin birtist, kom fram að eigið fé hans væri 42 millj­ónir króna. 

Eigið féð hafði gufað upp og fyrir lá að virði eigna hafði verið stór­lega ofmet­ið. Helsta eign sjóðs­ins er Upp­­haf fast­­eigna­­fé­lag sl­hf. sem hefur byggt nokkur hund­ruð íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá því að sjóð­ur­inn var settur á lagg­irnar 2013. 

Í ein­blöð­ungnum var nið­ur­færslan á eign­um Novu­s út­skýrð með því að raun­veru­leg fram­vinda til­tek­inna verk­efna hefði verið ofmet­in. „Þá hefur fram­­kvæmda­­kostn­aður verið tals­vert yfir áætl­­unum á árinu. Fyrri mats­að­­ferðir tóku ekki að fullu til­­lit til fjár­­­magns­­kostn­aðar félags­­ins auk þess sem hann hækk­­aði veru­­lega með útgáfu skulda­bréfs (UPP­H21 0530) í vor. Vænt­ingar um sölu­verð íbúða og þró­un­­ar­­eigna hafa einnig verið end­­ur­­metn­­ar.“

Ang­lia sjóð­ur­inn var settur á lagg­irnar til að fjár­festa í fast­eigna­verk­efnum í Bret­landi, en ekki hefur gengið nægi­lega vel þar. 

Máni Atla­son, nýr fram­kvæmda­stjóri GAMMA, hefur látið hafa eftir sér í fjöl­miðlum und­an­farna daga, meðal ann­ars í við­tali við Stöð 2 í gær­kvöldi, að allar aðgerðir miði að því að end­ur­heimta sem mest og gera stöð­una eins og góða og hægt er. 

Trygg­ing­ar­fé­lögin VÍS, Sjóvá og TM hafa öll sent frá sér til­kynn­ingar vegna taps, í tengslum við fjár­fest­ingar í sjóð­un­um, en sam­an­lagt nemur það 610 millj­ónum hjá félög­un­um. Þá hafa líf­eyr­is­sjóð­ir, þar á meðal Festa og Líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja, tapað umtals­vert á nið­ur­færslum eigna sjóð­anna tveggja, og hafa for­svars­menn þeirra óskað eftir ítar­legri skýr­ingum á stöðu sjóð­anna.

Í til­kynn­ingu sem birt­ist á vef GAMMA í gær, kemur fram að nú sé unnið að end­ur­skipu­lagn­ingu á eigna­söfnum með það í huga að end­ur­heimta eign­ir. 

„Við mat á stöðu GAMMA: Novus kom í ljós að eigið fé Upp­hafs fast­eigna­fé­lags, sem er í eigu sjóðs­ins, var veru­lega ofmet­ið. Fyrir liggur að kostn­aður við fram­kvæmdir verk­efna á vegum félags­ins er van­met­inn. Jafn­framt var raun­fram­vinda verk­efna félags­ins ofmet­in. Sú staða sem upp er komin kallar á end­ur­skipu­lagn­ingu á fjár­hag félags­ins og nýja fjár­mögnun til að tryggja fram­gang verk­efna og hámarka virði eigna.

Inni í félag­inu eru veru­legar eign­ir, þ. á m. 277 íbúðir í bygg­ingu. Með sölu full­bú­inna fast­eigna verður hægt að ná veru­legum end­ur­heimtum af fjár­munum kröfu­hafa félags­ins. Boð­aður hefur verið fundur með skulda­bréfa­eig­endum og við­ræður hafa átt sér stað við aðra kröfu­hafa um björgun félags­ins.

Við mat á stöðu GAMMA: Ang­lia, sem er fag­fjár­festa­sjóður um fjár­fest­ingar í fast­eigna­þró­un­ar­verk­efnum í Bret­landi, kom í ljós að verk­stjórn eins sam­starfs­að­ila sjóðs­ins var veru­lega ábóta­vant og kostn­aður var van­met­inn. Hefur sjóð­ur­inn fært fjár­fest­ingar sem gerðar voru í sam­starfi við umræddan aðila nið­ur, auk kostn­aðar við und­ir­bún­ing bygg­ingar fjöl­býl­is­húss sem hafnað var af skipu­lags­yf­ir­völd­um.

Nýir aðilar hafa verið ráðnir til að hafa umsjón með verk­efnum GAMMA: Ang­lia í Bret­landi. For­gangs­verk­efni hjá nýju teymi GAMMA: Ang­lia til næstu mán­aða er að hámarka end­ur­heimtur skír­tein­is­hafa,“ segir í meðal ann­ars í til­kynn­ing­unn­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent