Stjórn Iceland Seafood International hf. hefur óskað eftir því að öll hlutabréf í félaginu verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.
Félagið er skráð á First North markaðinn en almennt útboð á hlutabréfum félagsins hefst klukkan 12:00 miðvikudaginn 16. október næstkomandi og lýkur klukkan 16:00 þann sama dag, eða við lokun markaða á hefðbundum tíma.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til kauphallarinnar.
Útboðið tekur til 225.000.000 hluta eða 9,63% heildarhlutafjár í félaginu og verður tekið við áskriftum rafrænt á vef Kviku banka, að því er segir í tilkynningu.
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Í stjórn fyrirtækisins eru Liv Bergþórsdóttir, stjórnarformaður Wow air og Aur app, og fyrrverandi forstjóri Nova, Magnús Bjarnason, stofnandi og framkvæmdastjóri MAR Advisors og fyrverandi forstjóri Icelandic Group, og Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf.