Hagræðing af sameiningum sveitarfélaga metin 3,6 til 5 milljarðar á ári

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur látið greina möguleg hagræn áhrif þess að lögfesta ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga við töluna 1.000.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið hefur látið greina mögu­leg hag­ræn áhrif þess að lög­festa ákvæði um lág­mark­s­í­búa­fjölda sveit­ar­fé­laga við töl­una 1.000. Tvær aðferðir voru not­aðar við grein­ing­una sem gáfu til kynna að svig­rúm til hag­ræð­ingar við að lög­festa ákvæðið getur orðið allt að 3,6 til 5 millj­arðar á ári.

Þetta kemur fram á vef ráðu­neyt­is­ins í dag.

Kjarn­inn hefur áður greint frá því að Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son sam­­göngu- og sveita­­stjórn­­­ar­ráð­herra hafi lagt fram þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu um stefn­u­­mót­andi áætlun í mál­efnum sveit­­ar­­fé­laga fyrir árin 2019 til 2033 og aðgerða­á­ætlun til næstu fimm ára á Alþingi. Í áætl­­un­inni er meðal ann­­ars lagt til að árið 2026 verði engin sveit­­ar­­fé­lög á land­inu með færri en þús­und íbúa. Meiri en helm­ingur sveit­­ar­­fé­laga er í dag með færri en þús­und íbúa.

Auglýsing

Mikil hag­ræð­ing felst í að fækka sveit­ar­fé­lögum

Fram kemur hjá ráðu­neyt­inu að ýmsir aðilar hafi bent á að mikil hag­ræð­ing felist í aðgerð sem þess­ari. Hægt væri að nýta þann ávinn­ing til að lækka álögur á íbúa, greiða niður skuldir og þar með lækka kostnað og/eða auka þjón­ustu við íbúa og styrkja inn­viði. „Nú þegar þings­á­lykt­un­ar­til­lagan verður tekin til umræðu er mik­il­vægt að fyrir liggi hag­ræn grein­ing á áhrifum henn­ar, þ.e. mati á fjár­hags­legum og hag­rænum áhrifum þess að sveit­ar­fé­lögum fækki um allt að helm­ing,“ segir í frétt ráðu­neyt­is­ins.

Tvær aðferðir voru not­aðar til grein­ingar á hag­rænum áhrifum til­lög­unn­ar. Önnur aðferðin studd­ist við kostn­að­ar­tölur mála­flokka und­an­geng­inna fimm ára og kostn­að­ar­líkön metin fyrir alla mála­flokka, ann­ars vegar fyrir minni sveit­ar­fé­lög, 999 íbúar og færri, og hins vegar stærri, 1000 til 4000 íbú­ar. Sú aðferð gaf til kynna að svig­rúm til mögu­legrar hag­ræð­ingar við það að setja lág­marks íbúa­fjölda sveit­ar­fé­laga í 1.000 getur orðið 3,6 millj­arða króna á ári á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu, sam­kvæmt ráðu­neyt­in­u. 

Hin aðferðin gekk út á það að velta fyrir sér lík­legum sam­ein­ing­ar­mynstrum og meta út frá því hvaða tæki­færi til hag­ræð­ingar slík end­ur­skipu­lagn­ing hefði í för með sér. Þessi aðferð skil­aði mati á tæki­færum til mögu­legrar hag­ræð­ingar sem nemur um 5 millj­arða á ári.

„Ekki var gerð til­raun til að meta sér­stak­lega hvernig sá ávinn­ingur eða hag­ræð­ing skipt­ist á milli sveit­ar­fé­laga, Jöfn­un­ar­sjóðs og rík­is­sjóðs, heldur var reynt að ná eins góðri námundun og unnt er á það hvaða tæki­færi til hag­ræð­ingar geta skap­ast innan sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins, óháð því hvar hún verður og hvort for­svars­menn sveit­ar­fé­laga ná að inn­leysa fjár­mun­ina og nýta t.d. til að auka þjón­ustu við íbú­a,“ segir í frétt­inni.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent