Hagræðing af sameiningum sveitarfélaga metin 3,6 til 5 milljarðar á ári

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur látið greina möguleg hagræn áhrif þess að lögfesta ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga við töluna 1.000.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið hefur látið greina mögu­leg hag­ræn áhrif þess að lög­festa ákvæði um lág­mark­s­í­búa­fjölda sveit­ar­fé­laga við töl­una 1.000. Tvær aðferðir voru not­aðar við grein­ing­una sem gáfu til kynna að svig­rúm til hag­ræð­ingar við að lög­festa ákvæðið getur orðið allt að 3,6 til 5 millj­arðar á ári.

Þetta kemur fram á vef ráðu­neyt­is­ins í dag.

Kjarn­inn hefur áður greint frá því að Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son sam­­göngu- og sveita­­stjórn­­­ar­ráð­herra hafi lagt fram þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu um stefn­u­­mót­andi áætlun í mál­efnum sveit­­ar­­fé­laga fyrir árin 2019 til 2033 og aðgerða­á­ætlun til næstu fimm ára á Alþingi. Í áætl­­un­inni er meðal ann­­ars lagt til að árið 2026 verði engin sveit­­ar­­fé­lög á land­inu með færri en þús­und íbúa. Meiri en helm­ingur sveit­­ar­­fé­laga er í dag með færri en þús­und íbúa.

Auglýsing

Mikil hag­ræð­ing felst í að fækka sveit­ar­fé­lögum

Fram kemur hjá ráðu­neyt­inu að ýmsir aðilar hafi bent á að mikil hag­ræð­ing felist í aðgerð sem þess­ari. Hægt væri að nýta þann ávinn­ing til að lækka álögur á íbúa, greiða niður skuldir og þar með lækka kostnað og/eða auka þjón­ustu við íbúa og styrkja inn­viði. „Nú þegar þings­á­lykt­un­ar­til­lagan verður tekin til umræðu er mik­il­vægt að fyrir liggi hag­ræn grein­ing á áhrifum henn­ar, þ.e. mati á fjár­hags­legum og hag­rænum áhrifum þess að sveit­ar­fé­lögum fækki um allt að helm­ing,“ segir í frétt ráðu­neyt­is­ins.

Tvær aðferðir voru not­aðar til grein­ingar á hag­rænum áhrifum til­lög­unn­ar. Önnur aðferðin studd­ist við kostn­að­ar­tölur mála­flokka und­an­geng­inna fimm ára og kostn­að­ar­líkön metin fyrir alla mála­flokka, ann­ars vegar fyrir minni sveit­ar­fé­lög, 999 íbúar og færri, og hins vegar stærri, 1000 til 4000 íbú­ar. Sú aðferð gaf til kynna að svig­rúm til mögu­legrar hag­ræð­ingar við það að setja lág­marks íbúa­fjölda sveit­ar­fé­laga í 1.000 getur orðið 3,6 millj­arða króna á ári á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu, sam­kvæmt ráðu­neyt­in­u. 

Hin aðferðin gekk út á það að velta fyrir sér lík­legum sam­ein­ing­ar­mynstrum og meta út frá því hvaða tæki­færi til hag­ræð­ingar slík end­ur­skipu­lagn­ing hefði í för með sér. Þessi aðferð skil­aði mati á tæki­færum til mögu­legrar hag­ræð­ingar sem nemur um 5 millj­arða á ári.

„Ekki var gerð til­raun til að meta sér­stak­lega hvernig sá ávinn­ingur eða hag­ræð­ing skipt­ist á milli sveit­ar­fé­laga, Jöfn­un­ar­sjóðs og rík­is­sjóðs, heldur var reynt að ná eins góðri námundun og unnt er á það hvaða tæki­færi til hag­ræð­ingar geta skap­ast innan sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins, óháð því hvar hún verður og hvort for­svars­menn sveit­ar­fé­laga ná að inn­leysa fjár­mun­ina og nýta t.d. til að auka þjón­ustu við íbú­a,“ segir í frétt­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent