Hagræðing af sameiningum sveitarfélaga metin 3,6 til 5 milljarðar á ári

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur látið greina möguleg hagræn áhrif þess að lögfesta ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga við töluna 1.000.

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið hefur látið greina mögu­leg hag­ræn áhrif þess að lög­festa ákvæði um lág­mark­s­í­búa­fjölda sveit­ar­fé­laga við töl­una 1.000. Tvær aðferðir voru not­aðar við grein­ing­una sem gáfu til kynna að svig­rúm til hag­ræð­ingar við að lög­festa ákvæðið getur orðið allt að 3,6 til 5 millj­arðar á ári.

Þetta kemur fram á vef ráðu­neyt­is­ins í dag.

Kjarn­inn hefur áður greint frá því að Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son sam­­göngu- og sveita­­stjórn­­­ar­ráð­herra hafi lagt fram þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu um stefn­u­­mót­andi áætlun í mál­efnum sveit­­ar­­fé­laga fyrir árin 2019 til 2033 og aðgerða­á­ætlun til næstu fimm ára á Alþingi. Í áætl­­un­inni er meðal ann­­ars lagt til að árið 2026 verði engin sveit­­ar­­fé­lög á land­inu með færri en þús­und íbúa. Meiri en helm­ingur sveit­­ar­­fé­laga er í dag með færri en þús­und íbúa.

Auglýsing

Mikil hag­ræð­ing felst í að fækka sveit­ar­fé­lögum

Fram kemur hjá ráðu­neyt­inu að ýmsir aðilar hafi bent á að mikil hag­ræð­ing felist í aðgerð sem þess­ari. Hægt væri að nýta þann ávinn­ing til að lækka álögur á íbúa, greiða niður skuldir og þar með lækka kostnað og/eða auka þjón­ustu við íbúa og styrkja inn­viði. „Nú þegar þings­á­lykt­un­ar­til­lagan verður tekin til umræðu er mik­il­vægt að fyrir liggi hag­ræn grein­ing á áhrifum henn­ar, þ.e. mati á fjár­hags­legum og hag­rænum áhrifum þess að sveit­ar­fé­lögum fækki um allt að helm­ing,“ segir í frétt ráðu­neyt­is­ins.

Tvær aðferðir voru not­aðar til grein­ingar á hag­rænum áhrifum til­lög­unn­ar. Önnur aðferðin studd­ist við kostn­að­ar­tölur mála­flokka und­an­geng­inna fimm ára og kostn­að­ar­líkön metin fyrir alla mála­flokka, ann­ars vegar fyrir minni sveit­ar­fé­lög, 999 íbúar og færri, og hins vegar stærri, 1000 til 4000 íbú­ar. Sú aðferð gaf til kynna að svig­rúm til mögu­legrar hag­ræð­ingar við það að setja lág­marks íbúa­fjölda sveit­ar­fé­laga í 1.000 getur orðið 3,6 millj­arða króna á ári á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu, sam­kvæmt ráðu­neyt­in­u. 

Hin aðferðin gekk út á það að velta fyrir sér lík­legum sam­ein­ing­ar­mynstrum og meta út frá því hvaða tæki­færi til hag­ræð­ingar slík end­ur­skipu­lagn­ing hefði í för með sér. Þessi aðferð skil­aði mati á tæki­færum til mögu­legrar hag­ræð­ingar sem nemur um 5 millj­arða á ári.

„Ekki var gerð til­raun til að meta sér­stak­lega hvernig sá ávinn­ingur eða hag­ræð­ing skipt­ist á milli sveit­ar­fé­laga, Jöfn­un­ar­sjóðs og rík­is­sjóðs, heldur var reynt að ná eins góðri námundun og unnt er á það hvaða tæki­færi til hag­ræð­ingar geta skap­ast innan sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins, óháð því hvar hún verður og hvort for­svars­menn sveit­ar­fé­laga ná að inn­leysa fjár­mun­ina og nýta t.d. til að auka þjón­ustu við íbú­a,“ segir í frétt­inni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent