Mikill samdráttur í umferð á Suðurlandi

Umferðin á Hringveginum dróst saman um 1,7 prósent í september en mestur samdráttur var á Suðurlandi og mældist hann 8,5 prósent.

rangarvallasysla_14357160377_o.original (2).jpg
Auglýsing

Umferðin á Hringveginum dróst saman um 1,7 prósent í nýliðnum septembermánuði en lítið hefur verið um samdrátt í umferðinni á undanförnum misserum. Þetta kemur fram í frétt Vegagerðarinnar.

Athygli vekur að mestur samdráttur er á Suðurlandi og mælist hann 8,5 prósent. Samkvæmt Vegagerðinni má þó reikna með að í heild aukist umferðin í ár um 2 til 3 prósent á Hringveginum.

Þetta er í annað sinn sem samdráttur mælist á milli mánaða á þessu ári en áður hafði umferðin dregist saman í marsmánuði sem á sér þó skýringar sem snúa að tímasetningu páska, samkvæmt Vegagerðinni. Við þetta bætist hins vegar minnsta mögulega aukning í ágúst síðastliðnum eða aukning sem einungis nam 0,1 prósent. Umferðin jókst einungis á einu landsvæði eða á Vesturlandi um 1,7 prósent.

Auglýsing

Mynd: Vegagerðin

„Í ljósi þessa má velta því fyrir sér hvort að hagkerfið sé tekið að kólna, rétt eins og mælingar Seðlabanka og Hagstofu gefa til kynna. Umferðatölurnar styðja þá niðurstöðu því eins og umferðardeild Vegagerðarinnar hefur bent á, í þessum fréttum af umferð, að þá virðist vera mikið samhengi á milli hagvaxtar og umferðartalna. Þegar grannt er skoða er það kannski heldur ekki skrítið heldur í raun eðlilegt að umferðin fari saman við umsvif í samfélaginu og því ekki óvænt að hagsveiflur mælist í umferðartölum,“ segir á vef Vegagerðarinnar.

Þriðja fjölmennasta sumarið frá upphafi

Samkvæmt Ferðamálastofu var nýliðið sumar það þriðja fjölmennasta frá upphafi. Fækkun á milli ára er að mestu bundin við tvo markaði, Norður-Ameríku og Bretland á meðan Mið- og Suður-Evrópa heldur nánast hlut sínum og fjölgun er frá Asíu. Bandaríkjamenn voru eftir sem áður fjölmennastir eða 27,8 prósent af heildarfjölda.

Langflestir heimsóttu Höfuðborgarsvæðið eða 89 prósent, 81 prósent Suðurland, 61 prósent Reykjanes, 57 prósent Vesturland, 42 prósent Norðurland, 38 prósent Austurland og 16 prósent Vestfirði. Þegar svarendur voru hins vegar spurðir að því í hvaða landshluta þeir hefðu gist nefndu 75 prósent Höfuðborgarsvæðið, 55 prósent Suðurland, 36 prósent Vesturland, 34 prósent Norðurland, 28 prósent Austurland, 24 prósent Reykjanes og 10 prósent Vestfirði.

Niðurstöður byggja á brottfarartalningum Ferðamálastofu og Isavia á Keflavíkurflugvelli og könnun Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands sem framkvæmd er meðal ferðamanna á Keflavíkurflugvelli.

Minnsta aukning frá 2012

Frá áramótum hefur umferðin aukist um tæp 3 prósent og er það minnsta aukning miðað við árstíma frá árinu 2012. Mest hefur umferðin aukist um Vesturland en dregist mest saman um Austurland eða 3 prósent.

Það sem af er ári hefur umferðin aukist í öllum vikudögum en þó hlutfallslega mest á sunnudögum eða um 6 prósent. Minnst hefur umferðin aukist á mánu- og laugardögum eða um 1,8 prósent. Að jafnaði er mest ekið á föstudögum en minnst á þriðjudögum.

Í frétt Vegagerðarinnar kemur fram að umferðarlíkan umferðardeildarinnar geri ráð fyrir 4 til 5 prósent vexti í umferðinni í þremur síðustu mánuðum ársins. „Ef hagkerfið er hins vegar að kólna verður það að teljast ólíkleg niðurstaða og gæti aukningin orðið heldur minni en þau 3,3 prósent sem reiknimódel umferðardeildar gerir ráð fyrir. Ef gengið er út frá 0 prósent aukningu í næstu mánuðum verður heildar aukning ársins 2,3 prósent. Þar af leiðandi mætti gera ráð fyrir að aukningin verði á þessu bili í árslok.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent