Mikill samdráttur í umferð á Suðurlandi

Umferðin á Hringveginum dróst saman um 1,7 prósent í september en mestur samdráttur var á Suðurlandi og mældist hann 8,5 prósent.

rangarvallasysla_14357160377_o.original (2).jpg
Auglýsing

Umferðin á Hring­veg­inum dróst saman um 1,7 pró­sent í nýliðnum sept­em­ber­mán­uði en lítið hefur verið um sam­drátt í umferð­inni á und­an­förnum miss­er­um. Þetta kemur fram í frétt Vega­gerð­ar­inn­ar.

Athygli vekur að mestur sam­dráttur er á Suð­ur­landi og mælist hann 8,5 pró­sent. Sam­kvæmt Vega­gerð­inni má þó reikna með að í heild auk­ist umferðin í ár um 2 til 3 pró­sent á Hring­veg­in­um.

Þetta er í annað sinn sem sam­dráttur mælist á milli mán­aða á þessu ári en áður hafði umferðin dreg­ist saman í mars­mán­uði sem á sér þó skýr­ingar sem snúa að tíma­setn­ingu páska, sam­kvæmt Vega­gerð­inni. Við þetta bæt­ist hins vegar minnsta mögu­lega aukn­ing í ágúst síð­ast­liðnum eða aukn­ing sem ein­ungis nam 0,1 pró­sent. Umferðin jókst ein­ungis á einu land­svæði eða á Vest­ur­landi um 1,7 pró­sent.

Auglýsing

Mynd: Vegagerðin

„Í ljósi þessa má velta því fyrir sér hvort að hag­kerfið sé tekið að kólna, rétt eins og mæl­ingar Seðla­banka og Hag­stofu gefa til kynna. Umferða­töl­urnar styðja þá nið­ur­stöðu því eins og umferð­ar­deild Vega­gerð­ar­innar hefur bent á, í þessum fréttum af umferð, að þá virð­ist vera mikið sam­hengi á milli hag­vaxtar og umferð­ar­talna. Þegar grannt er skoða er það kannski heldur ekki skrítið heldur í raun eðli­legt að umferðin fari saman við umsvif í sam­fé­lag­inu og því ekki óvænt að hag­sveiflur mælist í umferð­ar­töl­u­m,“ segir á vef Vega­gerð­ar­inn­ar.

Þriðja fjöl­menn­asta sum­arið frá upp­hafi

Sam­kvæmt Ferða­mála­stofu var nýliðið sumar það þriðja fjöl­menn­asta frá upp­hafi. Fækkun á milli ára er að mestu bundin við tvo mark­aði, Norð­ur­-Am­er­íku og Bret­land á meðan Mið- og Suð­ur­-­Evr­ópa heldur nán­ast hlut sínum og fjölgun er frá Asíu. Banda­ríkja­menn voru eftir sem áður fjöl­menn­astir eða 27,8 pró­sent af heild­ar­fjölda.

Lang­flestir heim­sóttu Höf­uð­borg­ar­svæðið eða 89 pró­sent, 81 pró­sent Suð­ur­land, 61 pró­sent Reykja­nes, 57 pró­sent Vest­ur­land, 42 pró­sent Norð­ur­land, 38 pró­sent Aust­ur­land og 16 pró­sent Vest­firði. Þegar svar­endur voru hins vegar spurðir að því í hvaða lands­hluta þeir hefðu gist nefndu 75 pró­sent Höf­uð­borg­ar­svæð­ið, 55 pró­sent Suð­ur­land, 36 pró­sent Vest­ur­land, 34 pró­sent Norð­ur­land, 28 pró­sent Aust­ur­land, 24 pró­sent Reykja­nes og 10 pró­sent Vest­firði.

Nið­ur­stöður byggja á brott­far­ar­taln­ingum Ferða­mála­stofu og Isa­via á Kefla­vík­ur­flug­velli og könnun Ferða­mála­stofu og Hag­stofu Íslands sem fram­kvæmd er meðal ferða­manna á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Minnsta aukn­ing frá 2012

Frá ára­mótum hefur umferðin auk­ist um tæp 3 pró­sent og er það minnsta aukn­ing miðað við árs­tíma frá árinu 2012. Mest hefur umferðin auk­ist um Vest­ur­land en dreg­ist mest saman um Aust­ur­land eða 3 pró­sent.

Það sem af er ári hefur umferðin auk­ist í öllum viku­dögum en þó hlut­falls­lega mest á sunnu­dögum eða um 6 pró­sent. Minnst hefur umferðin auk­ist á mánu- og laug­ar­dögum eða um 1,8 pró­sent. Að jafn­aði er mest ekið á föstu­dögum en minnst á þriðju­dög­um.

Í frétt Vega­gerð­ar­innar kemur fram að umferð­ar­líkan umferð­ar­deild­ar­innar geri ráð fyrir 4 til 5 pró­sent vexti í umferð­inni í þremur síð­ustu mán­uðum árs­ins. „Ef hag­kerfið er hins vegar að kólna verður það að telj­ast ólík­leg nið­ur­staða og gæti aukn­ingin orðið heldur minni en þau 3,3 pró­sent sem reikni­módel umferð­ar­deildar gerir ráð fyr­ir. Ef gengið er út frá 0 pró­sent aukn­ingu í næstu mán­uðum verður heildar aukn­ing árs­ins 2,3 pró­sent. Þar af leið­andi mætti gera ráð fyrir að aukn­ingin verði á þessu bili í árs­lok.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent