Mikill samdráttur í umferð á Suðurlandi

Umferðin á Hringveginum dróst saman um 1,7 prósent í september en mestur samdráttur var á Suðurlandi og mældist hann 8,5 prósent.

rangarvallasysla_14357160377_o.original (2).jpg
Auglýsing

Umferðin á Hring­veg­inum dróst saman um 1,7 pró­sent í nýliðnum sept­em­ber­mán­uði en lítið hefur verið um sam­drátt í umferð­inni á und­an­förnum miss­er­um. Þetta kemur fram í frétt Vega­gerð­ar­inn­ar.

Athygli vekur að mestur sam­dráttur er á Suð­ur­landi og mælist hann 8,5 pró­sent. Sam­kvæmt Vega­gerð­inni má þó reikna með að í heild auk­ist umferðin í ár um 2 til 3 pró­sent á Hring­veg­in­um.

Þetta er í annað sinn sem sam­dráttur mælist á milli mán­aða á þessu ári en áður hafði umferðin dreg­ist saman í mars­mán­uði sem á sér þó skýr­ingar sem snúa að tíma­setn­ingu páska, sam­kvæmt Vega­gerð­inni. Við þetta bæt­ist hins vegar minnsta mögu­lega aukn­ing í ágúst síð­ast­liðnum eða aukn­ing sem ein­ungis nam 0,1 pró­sent. Umferðin jókst ein­ungis á einu land­svæði eða á Vest­ur­landi um 1,7 pró­sent.

Auglýsing

Mynd: Vegagerðin

„Í ljósi þessa má velta því fyrir sér hvort að hag­kerfið sé tekið að kólna, rétt eins og mæl­ingar Seðla­banka og Hag­stofu gefa til kynna. Umferða­töl­urnar styðja þá nið­ur­stöðu því eins og umferð­ar­deild Vega­gerð­ar­innar hefur bent á, í þessum fréttum af umferð, að þá virð­ist vera mikið sam­hengi á milli hag­vaxtar og umferð­ar­talna. Þegar grannt er skoða er það kannski heldur ekki skrítið heldur í raun eðli­legt að umferðin fari saman við umsvif í sam­fé­lag­inu og því ekki óvænt að hag­sveiflur mælist í umferð­ar­töl­u­m,“ segir á vef Vega­gerð­ar­inn­ar.

Þriðja fjöl­menn­asta sum­arið frá upp­hafi

Sam­kvæmt Ferða­mála­stofu var nýliðið sumar það þriðja fjöl­menn­asta frá upp­hafi. Fækkun á milli ára er að mestu bundin við tvo mark­aði, Norð­ur­-Am­er­íku og Bret­land á meðan Mið- og Suð­ur­-­Evr­ópa heldur nán­ast hlut sínum og fjölgun er frá Asíu. Banda­ríkja­menn voru eftir sem áður fjöl­menn­astir eða 27,8 pró­sent af heild­ar­fjölda.

Lang­flestir heim­sóttu Höf­uð­borg­ar­svæðið eða 89 pró­sent, 81 pró­sent Suð­ur­land, 61 pró­sent Reykja­nes, 57 pró­sent Vest­ur­land, 42 pró­sent Norð­ur­land, 38 pró­sent Aust­ur­land og 16 pró­sent Vest­firði. Þegar svar­endur voru hins vegar spurðir að því í hvaða lands­hluta þeir hefðu gist nefndu 75 pró­sent Höf­uð­borg­ar­svæð­ið, 55 pró­sent Suð­ur­land, 36 pró­sent Vest­ur­land, 34 pró­sent Norð­ur­land, 28 pró­sent Aust­ur­land, 24 pró­sent Reykja­nes og 10 pró­sent Vest­firði.

Nið­ur­stöður byggja á brott­far­ar­taln­ingum Ferða­mála­stofu og Isa­via á Kefla­vík­ur­flug­velli og könnun Ferða­mála­stofu og Hag­stofu Íslands sem fram­kvæmd er meðal ferða­manna á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Minnsta aukn­ing frá 2012

Frá ára­mótum hefur umferðin auk­ist um tæp 3 pró­sent og er það minnsta aukn­ing miðað við árs­tíma frá árinu 2012. Mest hefur umferðin auk­ist um Vest­ur­land en dreg­ist mest saman um Aust­ur­land eða 3 pró­sent.

Það sem af er ári hefur umferðin auk­ist í öllum viku­dögum en þó hlut­falls­lega mest á sunnu­dögum eða um 6 pró­sent. Minnst hefur umferðin auk­ist á mánu- og laug­ar­dögum eða um 1,8 pró­sent. Að jafn­aði er mest ekið á föstu­dögum en minnst á þriðju­dög­um.

Í frétt Vega­gerð­ar­innar kemur fram að umferð­ar­líkan umferð­ar­deild­ar­innar geri ráð fyrir 4 til 5 pró­sent vexti í umferð­inni í þremur síð­ustu mán­uðum árs­ins. „Ef hag­kerfið er hins vegar að kólna verður það að telj­ast ólík­leg nið­ur­staða og gæti aukn­ingin orðið heldur minni en þau 3,3 pró­sent sem reikni­módel umferð­ar­deildar gerir ráð fyr­ir. Ef gengið er út frá 0 pró­sent aukn­ingu í næstu mán­uðum verður heildar aukn­ing árs­ins 2,3 pró­sent. Þar af leið­andi mætti gera ráð fyrir að aukn­ingin verði á þessu bili í árs­lok.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent