Mikill samdráttur í umferð á Suðurlandi

Umferðin á Hringveginum dróst saman um 1,7 prósent í september en mestur samdráttur var á Suðurlandi og mældist hann 8,5 prósent.

rangarvallasysla_14357160377_o.original (2).jpg
Auglýsing

Umferðin á Hring­veg­inum dróst saman um 1,7 pró­sent í nýliðnum sept­em­ber­mán­uði en lítið hefur verið um sam­drátt í umferð­inni á und­an­förnum miss­er­um. Þetta kemur fram í frétt Vega­gerð­ar­inn­ar.

Athygli vekur að mestur sam­dráttur er á Suð­ur­landi og mælist hann 8,5 pró­sent. Sam­kvæmt Vega­gerð­inni má þó reikna með að í heild auk­ist umferðin í ár um 2 til 3 pró­sent á Hring­veg­in­um.

Þetta er í annað sinn sem sam­dráttur mælist á milli mán­aða á þessu ári en áður hafði umferðin dreg­ist saman í mars­mán­uði sem á sér þó skýr­ingar sem snúa að tíma­setn­ingu páska, sam­kvæmt Vega­gerð­inni. Við þetta bæt­ist hins vegar minnsta mögu­lega aukn­ing í ágúst síð­ast­liðnum eða aukn­ing sem ein­ungis nam 0,1 pró­sent. Umferðin jókst ein­ungis á einu land­svæði eða á Vest­ur­landi um 1,7 pró­sent.

Auglýsing

Mynd: Vegagerðin

„Í ljósi þessa má velta því fyrir sér hvort að hag­kerfið sé tekið að kólna, rétt eins og mæl­ingar Seðla­banka og Hag­stofu gefa til kynna. Umferða­töl­urnar styðja þá nið­ur­stöðu því eins og umferð­ar­deild Vega­gerð­ar­innar hefur bent á, í þessum fréttum af umferð, að þá virð­ist vera mikið sam­hengi á milli hag­vaxtar og umferð­ar­talna. Þegar grannt er skoða er það kannski heldur ekki skrítið heldur í raun eðli­legt að umferðin fari saman við umsvif í sam­fé­lag­inu og því ekki óvænt að hag­sveiflur mælist í umferð­ar­töl­u­m,“ segir á vef Vega­gerð­ar­inn­ar.

Þriðja fjöl­menn­asta sum­arið frá upp­hafi

Sam­kvæmt Ferða­mála­stofu var nýliðið sumar það þriðja fjöl­menn­asta frá upp­hafi. Fækkun á milli ára er að mestu bundin við tvo mark­aði, Norð­ur­-Am­er­íku og Bret­land á meðan Mið- og Suð­ur­-­Evr­ópa heldur nán­ast hlut sínum og fjölgun er frá Asíu. Banda­ríkja­menn voru eftir sem áður fjöl­menn­astir eða 27,8 pró­sent af heild­ar­fjölda.

Lang­flestir heim­sóttu Höf­uð­borg­ar­svæðið eða 89 pró­sent, 81 pró­sent Suð­ur­land, 61 pró­sent Reykja­nes, 57 pró­sent Vest­ur­land, 42 pró­sent Norð­ur­land, 38 pró­sent Aust­ur­land og 16 pró­sent Vest­firði. Þegar svar­endur voru hins vegar spurðir að því í hvaða lands­hluta þeir hefðu gist nefndu 75 pró­sent Höf­uð­borg­ar­svæð­ið, 55 pró­sent Suð­ur­land, 36 pró­sent Vest­ur­land, 34 pró­sent Norð­ur­land, 28 pró­sent Aust­ur­land, 24 pró­sent Reykja­nes og 10 pró­sent Vest­firði.

Nið­ur­stöður byggja á brott­far­ar­taln­ingum Ferða­mála­stofu og Isa­via á Kefla­vík­ur­flug­velli og könnun Ferða­mála­stofu og Hag­stofu Íslands sem fram­kvæmd er meðal ferða­manna á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Minnsta aukn­ing frá 2012

Frá ára­mótum hefur umferðin auk­ist um tæp 3 pró­sent og er það minnsta aukn­ing miðað við árs­tíma frá árinu 2012. Mest hefur umferðin auk­ist um Vest­ur­land en dreg­ist mest saman um Aust­ur­land eða 3 pró­sent.

Það sem af er ári hefur umferðin auk­ist í öllum viku­dögum en þó hlut­falls­lega mest á sunnu­dögum eða um 6 pró­sent. Minnst hefur umferðin auk­ist á mánu- og laug­ar­dögum eða um 1,8 pró­sent. Að jafn­aði er mest ekið á föstu­dögum en minnst á þriðju­dög­um.

Í frétt Vega­gerð­ar­innar kemur fram að umferð­ar­líkan umferð­ar­deild­ar­innar geri ráð fyrir 4 til 5 pró­sent vexti í umferð­inni í þremur síð­ustu mán­uðum árs­ins. „Ef hag­kerfið er hins vegar að kólna verður það að telj­ast ólík­leg nið­ur­staða og gæti aukn­ingin orðið heldur minni en þau 3,3 pró­sent sem reikni­módel umferð­ar­deildar gerir ráð fyr­ir. Ef gengið er út frá 0 pró­sent aukn­ingu í næstu mán­uðum verður heildar aukn­ing árs­ins 2,3 pró­sent. Þar af leið­andi mætti gera ráð fyrir að aukn­ingin verði á þessu bili í árs­lok.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent