Starfsmaður forsetaembættisins var sendur í leyfi fyrir kynferðislega áreitni

Forseti Íslands kallar athæfi starfsmanns embættisins „óþolandi“ í yfirlýsingu. Viðkomandi gerðist sekur um kynferðislega áreitni í opnu rými og „annað háttalag sem aldrei verður fallist á að afsaka megi á nokkurn hátt.“

Bessastaðir.
Bessastaðir.
Auglýsing

Starfs­maður emb­ættis for­seta Íslands var sendur í leyfi og fékk skrif­lega áminn­ingu frá for­seta­rit­ara vegna athæfis sem hann sýndi af sér í vinnu- og náms­ferð starfs­manna emb­ætt­is­ins til Par­ísar 13.-16. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Starfs­mann­inum hefur hins vegar verið leyft að snúa aftur til starfa eftir að beðið hlut­að­eig­andi afsök­unar og leitað sér sér­fræði­að­stoð­ar. 

Í yfir­lýs­ingu frá Guðna Th. Jóhann­essyni, for­seta Íslands, seg­ir: „Í ferð­inni varð einn starfs­maður emb­ætt­is­ins sekur um óþol­andi athæfi gagn­vart tveimur í ferða­hópn­um, kyn­ferð­is­lega áreitni í opnu rými og annað hátta­lag sem aldrei verður fall­ist á að afsaka megi á nokkurn hátt. Eftir heim­komu greip emb­ættið til við­eig­andi aðgerða, meðal ann­ars með hlið­sjón af stefnu og áætlun Stjórn­ar­ráðs­ins gegn ein­elti, kyn­ferð­is­legri áreitni, kyn­bund­inni áreitni, ofbeldi og annarri ótil­hlýði­legri hátt­semi. Um leið og ég varð áskynja um það ólíð­andi athæfi sem við­haft var afl­aði ég mér allra mögu­legra upp­lýs­inga, meðal ann­ars með við­tölum við alla þá sem málið varð­aði. Starfs­mað­ur­inn fór í leyfi og for­seta­rit­ari veitti honum skrif­lega áminn­ing­u.“

Í yfir­lýs­ingu Guðna segir enn fremur að ­starfs­mann­inum hafi auk þess verið gert ljóst að ekki yrði látið þar við sitja. „Í fram­hald­inu hef­ur við­kom­andi starfs­maður beðið hlut­að­eig­andi afsök­unar og leitað sér­ ­sér­fræði­að­stoð­ar. Þeir aðilar sem brotið var gegn ‒ ágætt sam­starfs­fólk mitt ‒ hafa í öllu ferl­inu verið upp­lýstir um stöðu og þróun mála og hafa fall­ist á þær á­kvarð­anir sem teknar hafa ver­ið, án þess auð­vitað að þurfa að bera að nokkru ­leyti ábyrgð á brotum sem þeir þurftu að þola. Form­legu ferli máls­ins er þannig lokið með sam­þykki allra þeirra aðila sem málið varðar og starfs­manni var heim­ilað að snúa aftur til starfa að upp­fylltum til­teknum skil­yrð­u­m.“

Auglýsing

Til­efni yfir­lýs­ingar for­set­ans er frétt sem birt­ist á vef Frétta­blaðs­ins fyrr í dag þar sem greint var frá því að tvær kvart­anir hefðu borist til emb­ættis for­seta Íslands vegna ámæl­is­verðrar hegð­unar starfs­mann skrif­stofu hans gegn sam­starfs­kon­um. Þar sagði að annað atvikið hefði átt sér stað í París en hitt hér á land­i. 

Örn­ólfur Thors­son for­seta­rit­ari vill ekki tjá sig meira um málið í sam­tali við Kjarn­ann. „Yf­ir­lýs­ing for­set­ans er það sem við höfum að segja um mál­ið,“ segir hann.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent