Starfsmaður forsetaembættisins var sendur í leyfi fyrir kynferðislega áreitni

Forseti Íslands kallar athæfi starfsmanns embættisins „óþolandi“ í yfirlýsingu. Viðkomandi gerðist sekur um kynferðislega áreitni í opnu rými og „annað háttalag sem aldrei verður fallist á að afsaka megi á nokkurn hátt.“

Bessastaðir.
Bessastaðir.
Auglýsing

Starfs­maður emb­ættis for­seta Íslands var sendur í leyfi og fékk skrif­lega áminn­ingu frá for­seta­rit­ara vegna athæfis sem hann sýndi af sér í vinnu- og náms­ferð starfs­manna emb­ætt­is­ins til Par­ísar 13.-16. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Starfs­mann­inum hefur hins vegar verið leyft að snúa aftur til starfa eftir að beðið hlut­að­eig­andi afsök­unar og leitað sér sér­fræði­að­stoð­ar. 

Í yfir­lýs­ingu frá Guðna Th. Jóhann­essyni, for­seta Íslands, seg­ir: „Í ferð­inni varð einn starfs­maður emb­ætt­is­ins sekur um óþol­andi athæfi gagn­vart tveimur í ferða­hópn­um, kyn­ferð­is­lega áreitni í opnu rými og annað hátta­lag sem aldrei verður fall­ist á að afsaka megi á nokkurn hátt. Eftir heim­komu greip emb­ættið til við­eig­andi aðgerða, meðal ann­ars með hlið­sjón af stefnu og áætlun Stjórn­ar­ráðs­ins gegn ein­elti, kyn­ferð­is­legri áreitni, kyn­bund­inni áreitni, ofbeldi og annarri ótil­hlýði­legri hátt­semi. Um leið og ég varð áskynja um það ólíð­andi athæfi sem við­haft var afl­aði ég mér allra mögu­legra upp­lýs­inga, meðal ann­ars með við­tölum við alla þá sem málið varð­aði. Starfs­mað­ur­inn fór í leyfi og for­seta­rit­ari veitti honum skrif­lega áminn­ing­u.“

Í yfir­lýs­ingu Guðna segir enn fremur að ­starfs­mann­inum hafi auk þess verið gert ljóst að ekki yrði látið þar við sitja. „Í fram­hald­inu hef­ur við­kom­andi starfs­maður beðið hlut­að­eig­andi afsök­unar og leitað sér­ ­sér­fræði­að­stoð­ar. Þeir aðilar sem brotið var gegn ‒ ágætt sam­starfs­fólk mitt ‒ hafa í öllu ferl­inu verið upp­lýstir um stöðu og þróun mála og hafa fall­ist á þær á­kvarð­anir sem teknar hafa ver­ið, án þess auð­vitað að þurfa að bera að nokkru ­leyti ábyrgð á brotum sem þeir þurftu að þola. Form­legu ferli máls­ins er þannig lokið með sam­þykki allra þeirra aðila sem málið varðar og starfs­manni var heim­ilað að snúa aftur til starfa að upp­fylltum til­teknum skil­yrð­u­m.“

Auglýsing

Til­efni yfir­lýs­ingar for­set­ans er frétt sem birt­ist á vef Frétta­blaðs­ins fyrr í dag þar sem greint var frá því að tvær kvart­anir hefðu borist til emb­ættis for­seta Íslands vegna ámæl­is­verðrar hegð­unar starfs­mann skrif­stofu hans gegn sam­starfs­kon­um. Þar sagði að annað atvikið hefði átt sér stað í París en hitt hér á land­i. 

Örn­ólfur Thors­son for­seta­rit­ari vill ekki tjá sig meira um málið í sam­tali við Kjarn­ann. „Yf­ir­lýs­ing for­set­ans er það sem við höfum að segja um mál­ið,“ segir hann.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent