Matarvenjur landsmanna kannaðar

Tæp tíu áru eru frá því að síðasta landskönnun var gerð á mataræði og neysluvenjum Íslendinga. Embætti landlæknis stendur nú fyrir nýrri könnun en samkvæmt embættinu er ástæða til þess að ætla að breytingar hafi átt sér stað á mataræði landsmanna.

matur-Íslendingar.jpg
Auglýsing

Emb­ætti land­læknis í sam­vinnu við Rann­sókna­stofu í nær­ing­ar­fræði við Háskóla Íslands eru um þessar mundir að hefja landskönnun á matar­æði og neyslu­venjum lands­manna. Slík könnun hefur ekki verið fram­kvæmd í tæpan ára­tug en sam­kvæmt land­lækni má ætla að matar­æði Íslend­inga hafi breyst frá þeim tíma. Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar munu meðal ann­ars nýt­ast við neyt­enda­vernd, lýð­heilsu­starf og í stefnu­mótun stjórn­valda. 

Tæpur ára­tugur frá síð­ustu könn­un 

Heilsa hverrar þjóðar ræðst að miklu leyti af lifn­að­ar­háttum og er matar­æði þar einn af áhrifa­mestu þátt­un­um, að því er fram kemur í til­kynn­ingu á vef Land­lækn­is. Í til­kynn­ing­unni segir jafn­framt að mjög mik­il­vægt sé að kanna matar­æði reglu­bundið en sam­bæri­leg könnun hefur ekki verið fram­kvæmd síðan árin 2010 til 2011. 

Til­gangur könn­un­ar­innar er fylgj­ast með matar­æði þjóð­ar­inn­ar, þróun þess og breyt­ingum en ástæða er til að ætla að breyt­ingar hafi átt sér stað á matar­æði Íslend­inga frá þeim tíma

Auglýsing

For­maður Neyt­enda­sam­tak­anna segir slíka könnun löngu tíma­bæra

Breki Karls­son, for­mað­ur­ ­Neyt­enda­sam­tak­anna, er einn þeirra sem kallað hefur eftir því að mat­ar­venjur Íslend­inga verði kann­að­ar. Hann sagð­i í sam­tali við frétta­stofu Stöðvar 2 í mars síð­ast­liðnum að slík könnun væri löngu tíma­bær þar sem síð­asta könnun var gerð fyrir rúmum ára­tug. 

Breki Karlsson, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. Mynd:Skjátskot úr fréttatíma RÚV

Breki benti jafn­framt á að í ná­granna­löndum Íslands fjölgi hratt í hópi ungs fólks sem leggi áherslu á ýmis konar græn­met­is­fæði. Í nýlegri könnun í Sví­þjóð hafi komið fram að nú neyti um fjórð­ungur fólks þar í landi undir þrí­tugu græn­met­is­fæð­is.

„Þetta er þróun sem ég hef heyrt að sé að byrja hér, við erum nokkrum árum á eftir Skand­in­av­íu. Þetta er þróun sem fer undir rad­ar­inn hjá okkur af því að við gerum engar rann­sóknir til að kanna þessi mál,“ sagði  Breki.

Hlut­fall græn­kera ekki verið kannað hér á landi

Hlut­fall þeirra sem eru græn­metisætur eða vegan hefur hins vegar aldrei verið kannað af neinu viti hér á landi sam­kvæmt Benja­mín Sig­ur­geirs­syni, for­manni Sam­taka græn­kera á Ísland­i. 

Benja­mín sagði í sam­tali við Kjarn­ann í mars síð­ast­liðnum að hlut­fallið gæti ver­ið í kringum tvö til þrjú pró­sent eða tæp­lega tíu ­þús­und ­manns. Hann telji aftur á móti að hlut­fall þeirra sem ákveðið hafa að minnka dýra­af­urða­neyslu sé að ein­hverju leiti mun meiri. Hann bendir á mjög margir sleppi til dæmis mjólk­ur­vörum úr kúa­mjólk þó þeir séu ekki ­veg­an.

Mynd:Gallup

Vís­bend­ingar eru um að Íslend­ingar hafi breytt neyslu­venjum sínum á síð­ustu miss­erum gagn­gert til að draga úr kolefn­is­fótspori sínu. Í árlegri umhverfiskönn­un Gallups kemur fram að rúm­­lega helm­ingur lands­­manna seg­ist hafa breytt ­neyslu­venj­u­m sínum í dag­­legum inn­­­kaupum gagn­­gert til þess að minnka umhverf­is­á­hrif á síð­­­ustu tólf mán­uð­­um. 

Nið­ur­stöð­urnar nýt­ast í stefnu­mótun stjórn­valda

Um tvö þús­und manns á aldr­inum 18 til 80 ára geta átt von á bréfi með beiðni um þátt­töku í landskönnun Land­læknis á næstu miss­er­um. ­Skipu­leggj­endur landskönn­un­ar­innar hvetja alla, sem haft verður sam­band við, til þátt­töku og að stuðla þannig að því að lýð­heilsu­starf á sviði nær­ingar verði byggt á traustum og góðum upp­lýs­ingum um matar­æði og neyslu­venjur þjóð­ar­inn­ar. 

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar munu nýt­ast við lýð­heilsu­starf, áhættu­mat vegna mat­væla­ör­ygg­is, við neyt­enda­vernd og í stefnu­mótun stjórn­valda. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent