Matarvenjur landsmanna kannaðar

Tæp tíu áru eru frá því að síðasta landskönnun var gerð á mataræði og neysluvenjum Íslendinga. Embætti landlæknis stendur nú fyrir nýrri könnun en samkvæmt embættinu er ástæða til þess að ætla að breytingar hafi átt sér stað á mataræði landsmanna.

matur-Íslendingar.jpg
Auglýsing

Emb­ætti land­læknis í sam­vinnu við Rann­sókna­stofu í nær­ing­ar­fræði við Háskóla Íslands eru um þessar mundir að hefja landskönnun á matar­æði og neyslu­venjum lands­manna. Slík könnun hefur ekki verið fram­kvæmd í tæpan ára­tug en sam­kvæmt land­lækni má ætla að matar­æði Íslend­inga hafi breyst frá þeim tíma. Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar munu meðal ann­ars nýt­ast við neyt­enda­vernd, lýð­heilsu­starf og í stefnu­mótun stjórn­valda. 

Tæpur ára­tugur frá síð­ustu könn­un 

Heilsa hverrar þjóðar ræðst að miklu leyti af lifn­að­ar­háttum og er matar­æði þar einn af áhrifa­mestu þátt­un­um, að því er fram kemur í til­kynn­ingu á vef Land­lækn­is. Í til­kynn­ing­unni segir jafn­framt að mjög mik­il­vægt sé að kanna matar­æði reglu­bundið en sam­bæri­leg könnun hefur ekki verið fram­kvæmd síðan árin 2010 til 2011. 

Til­gangur könn­un­ar­innar er fylgj­ast með matar­æði þjóð­ar­inn­ar, þróun þess og breyt­ingum en ástæða er til að ætla að breyt­ingar hafi átt sér stað á matar­æði Íslend­inga frá þeim tíma

Auglýsing

For­maður Neyt­enda­sam­tak­anna segir slíka könnun löngu tíma­bæra

Breki Karls­son, for­mað­ur­ ­Neyt­enda­sam­tak­anna, er einn þeirra sem kallað hefur eftir því að mat­ar­venjur Íslend­inga verði kann­að­ar. Hann sagð­i í sam­tali við frétta­stofu Stöðvar 2 í mars síð­ast­liðnum að slík könnun væri löngu tíma­bær þar sem síð­asta könnun var gerð fyrir rúmum ára­tug. 

Breki Karlsson, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. Mynd:Skjátskot úr fréttatíma RÚV

Breki benti jafn­framt á að í ná­granna­löndum Íslands fjölgi hratt í hópi ungs fólks sem leggi áherslu á ýmis konar græn­met­is­fæði. Í nýlegri könnun í Sví­þjóð hafi komið fram að nú neyti um fjórð­ungur fólks þar í landi undir þrí­tugu græn­met­is­fæð­is.

„Þetta er þróun sem ég hef heyrt að sé að byrja hér, við erum nokkrum árum á eftir Skand­in­av­íu. Þetta er þróun sem fer undir rad­ar­inn hjá okkur af því að við gerum engar rann­sóknir til að kanna þessi mál,“ sagði  Breki.

Hlut­fall græn­kera ekki verið kannað hér á landi

Hlut­fall þeirra sem eru græn­metisætur eða vegan hefur hins vegar aldrei verið kannað af neinu viti hér á landi sam­kvæmt Benja­mín Sig­ur­geirs­syni, for­manni Sam­taka græn­kera á Ísland­i. 

Benja­mín sagði í sam­tali við Kjarn­ann í mars síð­ast­liðnum að hlut­fallið gæti ver­ið í kringum tvö til þrjú pró­sent eða tæp­lega tíu ­þús­und ­manns. Hann telji aftur á móti að hlut­fall þeirra sem ákveðið hafa að minnka dýra­af­urða­neyslu sé að ein­hverju leiti mun meiri. Hann bendir á mjög margir sleppi til dæmis mjólk­ur­vörum úr kúa­mjólk þó þeir séu ekki ­veg­an.

Mynd:Gallup

Vís­bend­ingar eru um að Íslend­ingar hafi breytt neyslu­venjum sínum á síð­ustu miss­erum gagn­gert til að draga úr kolefn­is­fótspori sínu. Í árlegri umhverfiskönn­un Gallups kemur fram að rúm­­lega helm­ingur lands­­manna seg­ist hafa breytt ­neyslu­venj­u­m sínum í dag­­legum inn­­­kaupum gagn­­gert til þess að minnka umhverf­is­á­hrif á síð­­­ustu tólf mán­uð­­um. 

Nið­ur­stöð­urnar nýt­ast í stefnu­mótun stjórn­valda

Um tvö þús­und manns á aldr­inum 18 til 80 ára geta átt von á bréfi með beiðni um þátt­töku í landskönnun Land­læknis á næstu miss­er­um. ­Skipu­leggj­endur landskönn­un­ar­innar hvetja alla, sem haft verður sam­band við, til þátt­töku og að stuðla þannig að því að lýð­heilsu­starf á sviði nær­ingar verði byggt á traustum og góðum upp­lýs­ingum um matar­æði og neyslu­venjur þjóð­ar­inn­ar. 

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar munu nýt­ast við lýð­heilsu­starf, áhættu­mat vegna mat­væla­ör­ygg­is, við neyt­enda­vernd og í stefnu­mótun stjórn­valda. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent