Máli Sigur Rósar vísað frá

Frávísunarúrskurður var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Sigur Rós
Sigur Rós
Auglýsing

Máli hér­aðs­sak­­sókn­ara á hendur fjórum liðs­­mönnum hljóm­­sveit­ar­innar Sigur Rósar var vísað frá dómi í morg­un. Frétta­blaðið greinir fyrst frá. Frá­vís­unar­úr­skurð­ur­inn var kveð­inn upp í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í morg­un. Hér­aðs­sak­sókn­ari ákvað strax að áfrýja mál­inu, sam­kvæmt Frétta­blað­in­u. 

Bjarn­freður Ólafs­­­son, lög­­­maður nú­ver­andi og fyrr­ver­andi liðs­­manna Sig­ur Rós­ar og end­­­ur­­­skoð­anda hljóm­­­sveit­­­ar­inn­­­ar, lagði fram frá­­­vís­un­­­ar­­­kröfu, við fyr­ir­­­töku máls­ins þann 20. maí síð­ast­lið­inn.

Jón Þór Birg­is­­­son, söngv­­­ari Sigur Rós­­­ar, og end­­­ur­­­skoð­andi hans, Gunnar Þór Ásgeir­s­­son, voru ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekju­skatts af rúm­­­lega 700 millj­­­ónum króna. Ákæran var lögð fram í Hér­­­aðs­­­dómi Reykja­víkur í byrjun apríl síð­­ast­lið­ins þegar Sigur Rós­­­ar-­­­málið var þing­­­fest. Jón Þór og end­­­ur­­­skoð­andi hans neit­uðu báðir sök.

Auglýsing

­Málið snérist um sam­lags­­­fé­lagið Frakk sem Jón Þór á. Í ákærunni er Jóni Þór og end­­­ur­­­skoð­and­­­anum gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skatt­fram­­­tölum vegna gjald­ár­anna 2011 til 2015. Þetta var önnur ákæran á hendur Jóni Þór og end­­­ur­­­skoð­anda hans en söngv­­­ar­inn er einnig ákærður fyrir brot sem tengj­­­ast félögum í eigu liðs­­­manna Sigur Rós­­­ar. Þar nema meint brot hans 43 millj­­­ónum króna og var söngv­­­ar­inn því ákærður fyrir 190 millj­­­óna skatta­laga­brot.

Allir liðs­­­menn Sigur Rósar nema Kjartan Sveins­­­son voru ákærðir fyrir meiri­háttar skatta­laga­brot með því að hafa staðið skil á efn­is­­­lega röngum skatta­fram­­­tölum gjald­árin 2011 til og með 2014. Kjartan var sagður hafa staðið skil á efn­is­­­lega röngum skatta­fram­­­tölum árin 2012 og 2014.

Þremur liðs­­­mönnum sveit­­­ar­inn­­­ar, Georg Holm, Jón Þór og Orri Páll Dýra­­­son, var gefið að sök að hafa kom­ist undan greiðslu tekju­skatts og fjár­­­­­magns­skatts. Kjart­an, sem hætti í Sigur Rós fyrir rúmum sex árum, var ákærður fyrir að hafa kom­ist hjá því að greiða tekju­skatt. Sak­­­sókn­­­ari sagði að þeir hefðu sleppt því að telja fram rekstr­­­ar­­­tekjur félags­­­ins á þessum árum sem námu rúmum 700 millj­­­ónum og þannig komið félag­inu undan greiðslu tekju­skatts upp á 146 millj­­­ón­­­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Birgir Hermannsson
Vinstri græn og kjötið
Kjarninn 21. október 2019
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon: Láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast
Gylfi Magnússon, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, hefur gagnrýnt harðlega nýtt frumvarp iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem boðaðar eru miklar breytingar á samkeppnislöggjöfinni.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent