Máli Sigur Rósar vísað frá

Frávísunarúrskurður var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Sigur Rós
Sigur Rós
Auglýsing

Máli hér­aðs­sak­­sókn­ara á hendur fjórum liðs­­mönnum hljóm­­sveit­ar­innar Sigur Rósar var vísað frá dómi í morg­un. Frétta­blaðið greinir fyrst frá. Frá­vís­unar­úr­skurð­ur­inn var kveð­inn upp í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í morg­un. Hér­aðs­sak­sókn­ari ákvað strax að áfrýja mál­inu, sam­kvæmt Frétta­blað­in­u. 

Bjarn­freður Ólafs­­­son, lög­­­maður nú­ver­andi og fyrr­ver­andi liðs­­manna Sig­ur Rós­ar og end­­­ur­­­skoð­anda hljóm­­­sveit­­­ar­inn­­­ar, lagði fram frá­­­vís­un­­­ar­­­kröfu, við fyr­ir­­­töku máls­ins þann 20. maí síð­ast­lið­inn.

Jón Þór Birg­is­­­son, söngv­­­ari Sigur Rós­­­ar, og end­­­ur­­­skoð­andi hans, Gunnar Þór Ásgeir­s­­son, voru ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekju­skatts af rúm­­­lega 700 millj­­­ónum króna. Ákæran var lögð fram í Hér­­­aðs­­­dómi Reykja­víkur í byrjun apríl síð­­ast­lið­ins þegar Sigur Rós­­­ar-­­­málið var þing­­­fest. Jón Þór og end­­­ur­­­skoð­andi hans neit­uðu báðir sök.

Auglýsing

­Málið snérist um sam­lags­­­fé­lagið Frakk sem Jón Þór á. Í ákærunni er Jóni Þór og end­­­ur­­­skoð­and­­­anum gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skatt­fram­­­tölum vegna gjald­ár­anna 2011 til 2015. Þetta var önnur ákæran á hendur Jóni Þór og end­­­ur­­­skoð­anda hans en söngv­­­ar­inn er einnig ákærður fyrir brot sem tengj­­­ast félögum í eigu liðs­­­manna Sigur Rós­­­ar. Þar nema meint brot hans 43 millj­­­ónum króna og var söngv­­­ar­inn því ákærður fyrir 190 millj­­­óna skatta­laga­brot.

Allir liðs­­­menn Sigur Rósar nema Kjartan Sveins­­­son voru ákærðir fyrir meiri­háttar skatta­laga­brot með því að hafa staðið skil á efn­is­­­lega röngum skatta­fram­­­tölum gjald­árin 2011 til og með 2014. Kjartan var sagður hafa staðið skil á efn­is­­­lega röngum skatta­fram­­­tölum árin 2012 og 2014.

Þremur liðs­­­mönnum sveit­­­ar­inn­­­ar, Georg Holm, Jón Þór og Orri Páll Dýra­­­son, var gefið að sök að hafa kom­ist undan greiðslu tekju­skatts og fjár­­­­­magns­skatts. Kjart­an, sem hætti í Sigur Rós fyrir rúmum sex árum, var ákærður fyrir að hafa kom­ist hjá því að greiða tekju­skatt. Sak­­­sókn­­­ari sagði að þeir hefðu sleppt því að telja fram rekstr­­­ar­­­tekjur félags­­­ins á þessum árum sem námu rúmum 700 millj­­­ónum og þannig komið félag­inu undan greiðslu tekju­skatts upp á 146 millj­­­ón­­­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent