Vildi láta elta uppi peninga sem eigendur bankanna höfðu tekið út rétt fyrir hrun

Svein Harald Øygard, sem var seðlabankastjóri í nokkra mánuði, lét færa það álit sitt í fundargerð að hann teldi að það ætti að hafa uppi á sjóðum eigenda og stjórnenda föllnu bankanna sem væru í felum.

Svein Harald Øygard
Auglýsing

Norð­mað­ur­inn Svein Har­ald Øygard, sem var Seðla­banka­stjóri á Íslandi frá febr­ú­ar­lokum 2009 og fram til 20. ágúst sama ár, taldi það á meðal margra brýnna mála sem Ísland stóð frammi fyrir „að elta uppi þá pen­inga sem helstu eig­endur og stjórn­endur bank­anna kynnu að hafa tekið út úr bönk­unum rétt fyrir hrun.“ Frá þessu greinir hann í bók sinni „Í víg­línu íslenskra fjár­mála“ sem kom nýverið út á íslensku. 

Í bók­inni rekur Øygard efna­hags­sögu Íslands síð­asta rúma ára­tug­inn og hvernig landið breytti djúpri kreppu í efna­hags­lega vel­sæld frá sjón­ar­horni Norð­manns sem dvaldi um tíma í Seðla­banka Íslands.

Þar segir hann að allir íslensku bank­arnir hafi fyrir hrun verið sýktir af lána­starf­semi út á vensl. Mörg lán hafi verið veitt fag­mann­lega og sam­kvæmt bestu starfs­hátt­um, en sann­ar­lega ekki öll. „Ef banki, ríkið eða þrotabú á að end­ur­heimta slíka fjár­muni þarf afskap­lega margt að koma til. Gíf­ur­leg aðföng þarf til, ein­beitni og fag­legan stuðn­ing sér­fræð­inga sem hafa reynslu af því að end­ur­heimta fjár­muni. Oft hafa pen­ing­arnir verið sendir í skatta­skjól í löndum þar sem eign­ar­hald er ógagn­sætt með öllu.“

Auglýsing
Engin von sé um end­ur­heimtur nema að kall­aðir séu til aðilar með sér­tæka þekk­ingu sem njóta við­ur­kenn­ingar að lögum og bera fram kröfur sem taldar séu rétt­mæt­ar. „Að mínu mati voru þrotabú hrundu bank­anna í kjörað­stöðu til þess að elta uppi fjár­magnið á flótta[...]Ég mælti með því að allt yrði reynt,“ segir Øygard í bók­inn­i. 

„Þegar ég mætti mót­spyrnu lét ég bók­færa álit mitt í fund­ar­gerð. Ég er enn þeirrar skoð­unar að þrota­búin hefðu átt að gera meira til þess að hafa uppi á sjóðum sem voru lík­lega í fel­u­m.“

Hund­ruð millj­arða á aflandseyjum

Fyrir liggur að það varð stökk­breyt­ing á flæði fjár frá Íslandi til aflands- og lág­skatta­svæða á fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar, og fjöldi aflands­fé­laga í eigu Íslend­inga fer­tug­fald­að­ist frá árinu 1999 og fram að hruni. Eignir í stýr­ingu íslensku bank­anna í Lúx­em­borg 46-­föld­uð­ust á sama tíma­bil­i. 

Upp­safnað umfang eigna Íslend­inga á aflands­svæðum frá árinu 1990 til 2015 var, sam­kvæmt skýrslu starfs­hóps um eignir Íslend­inga á aflands­­­­svæð­um, sem birt var í byrjun jan­ú­ar 2017, ein­hvers staðar á bil­inu 350 til 810 millj­arðar króna, og tekju­tap hins opin­bera á árunum 2006 til 2014 talið nema um 56 millj­örðum króna. Á hverju ári var tapið vegna van­tal­inna skatta talið vera á bil­inu 4,6 til 15,5 millj­arðar króna.  

Auglýsing
Þegar Panama­skjölin voru opin­beruð kom skýrt í ljós að flestir aðal­eig­endur Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans, auk ýmissa lyk­il­stjórn­enda, áttu félög á aflandseyjum þar sem digrir sjóðir voru geymdir í vari frá kröfu­höfum og skatta­yf­ir­völd­um. Sömu sögu er að segja um ýmsa stóra við­skipta­vina bank­anna. Allir höfðu þessir aðilar fengið gríð­ar­lega há lán hjá íslensku bönk­unum fyrir banka­hrun sem þurfti að afskrifa af stóru eða öllu leyti. Hluti þess­arra sjóða hafa verið ferjaður aftur til Íslands í gegnum fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands þar sem þeir öðl­uð­ust nýtt lög­mæti, opn­uðu leið til að leysa út geng­is­hagnað og nýtt­ust til að kaupa upp eign­ir, oft á hrakvirði, innan fjár­magns­hafta. 

Hvað varð um pen­ing­anna sem teknir voru að láni?

Øygard er ekki sá eini sem kallað hefur eftir því að pen­ingar helstu eig­enda og stjórn­enda íslensku bank­anna yrðu eltir uppi.

Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði, skrif­aði til að mynda um þetta í grein sem hann birti í Vís­bend­ingu í sept­em­ber 2018. Þar sagði Gylfi: „„Sú spurn­ing kom fram hvað hefði orðið um þá þús­undir millj­­arða sem teknir voru að láni af íslensku bönk­­un­­um. Í ljós kom að ekki hefur verið gerð til­­raun til þess að finna þessa pen­inga. Það sem liggur fyrir er að eig­endur bank­anna lán­uðu sjálfum sér og eigin eign­­ar­halds­­­fé­lögum óspart en ekki liggur fyrir hversu mikið af láns­­fénu tap­að­ist í erlendum fjár­­­fest­ingum og hversu miklu var komið undan í skatta­­skjól.“

Kjarn­inn mun fjalla ítar­lega um bók Øygard á næstu dög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent