Einungis gerð krafa um háskólapróf í embætti varaseðlabankastjóra

Umsóknarfrestur um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika er til 24. október.

verðandi ríkisstjórn
Auglýsing

Ein­ungis er gerð krafa um að umsækj­endur um stöðu vara­seðla­banka­stjóra á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika hafi háskóla­próf sem nýt­ist í starfi. Það þýðir að lág­marks­krafan er háskóla­gráða, BA eða BS próf. Ekki er gerð krafa um meist­ara- eða dokt­ors­próf.

Þetta kemur fram í aug­lýs­ingu stjórn­valda en umsókn­ar­frestur er til 24. októ­ber.

For­sæt­is­ráð­herra skipar vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands til fimm ára í senn, sbr. 1. mgr. 4. gr. og ákvæði til bráða­birgða I, í lögum nr. 92/2019, um Seðla­banka Íslands, sbr. 7. gr. laga nr. 117/2019. Aðeins er hægt að skipa sama ein­stak­ling vara­seðla­banka­stjóra tvisvar sinn­um.

Auglýsing

„Um­sækj­endur skulu hafa lokið háskóla­prófi sem nýt­ist í starfi og búa yfir víð­tækri reynslu og þekk­ingu á fjár­mála­starf­sem­i,“ segir í aug­lýs­ing­unni.

Þá er einnig tekið fram að horft verði sér­stak­lega til eft­ir­tal­inna hæfn­is­sviða.

• Þekk­ing á helstu við­fangs­efnum á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika

• Þekk­ing á laga- og reglu­um­hverfi á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika

• Færni til að tjá sig skipu­lega í ræðu og riti bæði á íslensku og ensku

• Reynsla af alþjóð­legu sam­starfi

• Reynsla af stjórnun og hæfi­leikar á því sviði

• Hæfni í mann­legum sam­skiptum

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, mun skipa þriggja manna nefnd er hefur það hlut­verk að leggja mat á hæfni umsækj­enda um emb­ætt­ið. 

Verður einn nefnd­ar­maður skip­aður sam­kvæmt til­nefn­ingu sam­starfs­nefndar háskóla­stigs­ins, einn sam­kvæmt til­nefn­ingu banka­ráðs Seðla­banka Íslands og einn án til­nefn­ingar og skal hann vera for­maður nefnd­ar­inn­ar. 

Ásgeir Jóns­son er seðla­banka­stjóri, og Rann­veig Sig­urð­ar­dóttir og Unnur Gunn­ars­dóttir eru vara­seðla­banka­stjórar á sviði pen­inga­stefnu og fjár­mála­eft­ir­lits. Vara­seðla­banka­stjór­inn sem verður skip­að­ur, verður á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika, eins og áður seg­ir. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent