Einungis gerð krafa um háskólapróf í embætti varaseðlabankastjóra

Umsóknarfrestur um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika er til 24. október.

verðandi ríkisstjórn
Auglýsing

Ein­ungis er gerð krafa um að umsækj­endur um stöðu vara­seðla­banka­stjóra á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika hafi háskóla­próf sem nýt­ist í starfi. Það þýðir að lág­marks­krafan er háskóla­gráða, BA eða BS próf. Ekki er gerð krafa um meist­ara- eða dokt­ors­próf.

Þetta kemur fram í aug­lýs­ingu stjórn­valda en umsókn­ar­frestur er til 24. októ­ber.

For­sæt­is­ráð­herra skipar vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands til fimm ára í senn, sbr. 1. mgr. 4. gr. og ákvæði til bráða­birgða I, í lögum nr. 92/2019, um Seðla­banka Íslands, sbr. 7. gr. laga nr. 117/2019. Aðeins er hægt að skipa sama ein­stak­ling vara­seðla­banka­stjóra tvisvar sinn­um.

Auglýsing

„Um­sækj­endur skulu hafa lokið háskóla­prófi sem nýt­ist í starfi og búa yfir víð­tækri reynslu og þekk­ingu á fjár­mála­starf­sem­i,“ segir í aug­lýs­ing­unni.

Þá er einnig tekið fram að horft verði sér­stak­lega til eft­ir­tal­inna hæfn­is­sviða.

• Þekk­ing á helstu við­fangs­efnum á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika

• Þekk­ing á laga- og reglu­um­hverfi á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika

• Færni til að tjá sig skipu­lega í ræðu og riti bæði á íslensku og ensku

• Reynsla af alþjóð­legu sam­starfi

• Reynsla af stjórnun og hæfi­leikar á því sviði

• Hæfni í mann­legum sam­skiptum

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, mun skipa þriggja manna nefnd er hefur það hlut­verk að leggja mat á hæfni umsækj­enda um emb­ætt­ið. 

Verður einn nefnd­ar­maður skip­aður sam­kvæmt til­nefn­ingu sam­starfs­nefndar háskóla­stigs­ins, einn sam­kvæmt til­nefn­ingu banka­ráðs Seðla­banka Íslands og einn án til­nefn­ingar og skal hann vera for­maður nefnd­ar­inn­ar. 

Ásgeir Jóns­son er seðla­banka­stjóri, og Rann­veig Sig­urð­ar­dóttir og Unnur Gunn­ars­dóttir eru vara­seðla­banka­stjórar á sviði pen­inga­stefnu og fjár­mála­eft­ir­lits. Vara­seðla­banka­stjór­inn sem verður skip­að­ur, verður á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika, eins og áður seg­ir. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent