Einungis gerð krafa um háskólapróf í embætti varaseðlabankastjóra

Umsóknarfrestur um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika er til 24. október.

verðandi ríkisstjórn
Auglýsing

Ein­ungis er gerð krafa um að umsækj­endur um stöðu vara­seðla­banka­stjóra á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika hafi háskóla­próf sem nýt­ist í starfi. Það þýðir að lág­marks­krafan er háskóla­gráða, BA eða BS próf. Ekki er gerð krafa um meist­ara- eða dokt­ors­próf.

Þetta kemur fram í aug­lýs­ingu stjórn­valda en umsókn­ar­frestur er til 24. októ­ber.

For­sæt­is­ráð­herra skipar vara­seðla­banka­stjóra fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands til fimm ára í senn, sbr. 1. mgr. 4. gr. og ákvæði til bráða­birgða I, í lögum nr. 92/2019, um Seðla­banka Íslands, sbr. 7. gr. laga nr. 117/2019. Aðeins er hægt að skipa sama ein­stak­ling vara­seðla­banka­stjóra tvisvar sinn­um.

Auglýsing

„Um­sækj­endur skulu hafa lokið háskóla­prófi sem nýt­ist í starfi og búa yfir víð­tækri reynslu og þekk­ingu á fjár­mála­starf­sem­i,“ segir í aug­lýs­ing­unni.

Þá er einnig tekið fram að horft verði sér­stak­lega til eft­ir­tal­inna hæfn­is­sviða.

• Þekk­ing á helstu við­fangs­efnum á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika

• Þekk­ing á laga- og reglu­um­hverfi á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika

• Færni til að tjá sig skipu­lega í ræðu og riti bæði á íslensku og ensku

• Reynsla af alþjóð­legu sam­starfi

• Reynsla af stjórnun og hæfi­leikar á því sviði

• Hæfni í mann­legum sam­skiptum

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, mun skipa þriggja manna nefnd er hefur það hlut­verk að leggja mat á hæfni umsækj­enda um emb­ætt­ið. 

Verður einn nefnd­ar­maður skip­aður sam­kvæmt til­nefn­ingu sam­starfs­nefndar háskóla­stigs­ins, einn sam­kvæmt til­nefn­ingu banka­ráðs Seðla­banka Íslands og einn án til­nefn­ingar og skal hann vera for­maður nefnd­ar­inn­ar. 

Ásgeir Jóns­son er seðla­banka­stjóri, og Rann­veig Sig­urð­ar­dóttir og Unnur Gunn­ars­dóttir eru vara­seðla­banka­stjórar á sviði pen­inga­stefnu og fjár­mála­eft­ir­lits. Vara­seðla­banka­stjór­inn sem verður skip­að­ur, verður á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika, eins og áður seg­ir. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Birgir Hermannsson
Vinstri græn og kjötið
Kjarninn 21. október 2019
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon: Láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast
Gylfi Magnússon, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, hefur gagnrýnt harðlega nýtt frumvarp iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem boðaðar eru miklar breytingar á samkeppnislöggjöfinni.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent