Dregst kyrrsetning á langinn? - Hörð gagnrýni á Boeing í nýrri skýrslu

Skýrsla alþjóðlegra sérfræðinga á sviði flugmála, var gerð opinber í dag. Hörð gagnrýni kemur fram á Boeing í skýrslunni, vegna hönnunar á 737 Max vélunum.

maxvél.jpg
Auglýsing

Í nýrri skýrslu hóps alþjóð­legra sér­fræð­inga á sviði eft­ir­lits með flug­starf­semi, sem settur var saman af beiðni banda­rískra flug­mála­yf­ir­valda (FA­A), er Boeing harð­lega gagn­rýnt fyrir hönnun á 737 Max vél­unum frá Boeing og hvernig staðið var að upp­lýs­inga­gjöf um tækni­lega þætti vél­anna. 

Þar á meðal er MCAS kerfið svo­nefnda, sem á að koma í veg fyrir ofris, en spjótin í rann­sóknum á tveimur slysum - 29. októ­ber í fyrra í Indónesíu og í Eþíópíu 13. mars á þessu ári - hafa beinst að kerf­in­u. 

Sam­tals lét­ust 346 í slys­unum tveim­ur, en 737 Max vél­arnar voru kyrr­settar fljót­lega eftir seinna slysið, og hafa þær ekki verið not­aðar í far­þeg­ar­flugi síðan á alþjóða­vís­u. 

Auglýsing

Miklir hags­munir eru undir fyrir Boeing að aflétta kyrr­setn­ing­unni, og flug­fé­lögin sem treysta á vél­arnar í starf­semi sinni, þar á meðal Icelanda­ir. Félagið gerir ráð fyrir að kyrr­setn­ing­unni verði aflétt í byrjun næsta árs, en algjör óvissa ríkir um það. 

Greint er frá nið­ur­stöðu skýrsl­unnar í Seattle Times í dag, en að hluta byggir skýrslan á frum­at­hugun sér­fræð­ing­anna skömmu eftir seinna slysið, sem leiddi til kyrr­setn­ing­ar­innar á alþjóða­vísu. Nið­ur­stöður frum­at­hug­unar hafa nú verið stað­fest­ar. 

Boeing er með framleiðslu sína á Seattle svæðinu, nánar tiltekið í Renton. Markaðsvirði félagsins er um 210 milljarðar Bandaríkjadala, og er það stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna.

Boeing er til rann­sóknar vegna Max vél­anna, meðal ann­ars af alrík­is­lög­regl­unni FBI. Rann­sóknin bein­ist meðal ann­ars að því hvernig félagið fékk leyfi fyrir notkun vél­anna, og hvort upp­lýs­inga­gjöfin hafi vilj­andi verið fölsk. Þá er félagið einnig til rann­sóknar af yfir­völdum í Indónesíu og Eþíóp­íu, vegna slysanna.Efna­hags­leg áhrif kyrr­setn­ingar á Max þot­unum eru til umfjöll­unar í Fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands, sem kom út í vik­unni. Þar er meðal ann­ars rætt um algjöra óvissu sem ríkir um hvenær henni verður aflétt. Áhrifin hafa verið veru­lega nei­kvæð fyrir Icelandair en félagið hefur tapað meira en 11 millj­örðum á fyrstu sex mán­uðum þessa árs.

„Al­þjóð­leg kyrr­setn­ing á Boeing MAX-þotum leiddi til þess að sæta­fram­boð Icelandair jókst minna en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. Félagið gerði ráð fyrir níu MAX-þotum í rekstri á árinu og áttu fimm að bæt­ast við á næsta ári. Til að bregð­ast við kyrr­setn­ing­unni leigði félagið fimm þotur yfir háanna­tím­ann í sum­ar. Síð­asta leigu­vélin yfir­gefur flot­ann nú í lok októ­ber. Mikil óvissa ríkir enn um fram­tíð MAX-þot­anna en Icelandair gerir ekki ráð fyrir þeim í rekstur aftur fyrr en á nýju ári. Vetr­ar­á­ætlun Isa­via gerir ráð fyrir að sæta­fram­boð drag­ist saman um 27% á fjórða árs­fjórð­ungi sem er svip­aður sam­dráttur og var á öðrum og þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins. Nokkrir aðilar hafa á und­an­förnum mán­uðum kannað mögu­leik­ann á stofnun nýs milli­landa­flug­fé­lags hér á landi en mikil óvissa ríkir um fram­gang þeirra mála“ segir í Fjár­mál­stöð­ug­leika.

Mark­aðsvirði Icelandair er nú tæp­lega 33 millj­arð­ar, en eigið fé félags­ins var um 55 millj­arðar um mitt þetta ár. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent