Dregst kyrrsetning á langinn? - Hörð gagnrýni á Boeing í nýrri skýrslu

Skýrsla alþjóðlegra sérfræðinga á sviði flugmála, var gerð opinber í dag. Hörð gagnrýni kemur fram á Boeing í skýrslunni, vegna hönnunar á 737 Max vélunum.

maxvél.jpg
Auglýsing

Í nýrri skýrslu hóps alþjóð­legra sér­fræð­inga á sviði eft­ir­lits með flug­starf­semi, sem settur var saman af beiðni banda­rískra flug­mála­yf­ir­valda (FA­A), er Boeing harð­lega gagn­rýnt fyrir hönnun á 737 Max vél­unum frá Boeing og hvernig staðið var að upp­lýs­inga­gjöf um tækni­lega þætti vél­anna. 

Þar á meðal er MCAS kerfið svo­nefnda, sem á að koma í veg fyrir ofris, en spjótin í rann­sóknum á tveimur slysum - 29. októ­ber í fyrra í Indónesíu og í Eþíópíu 13. mars á þessu ári - hafa beinst að kerf­in­u. 

Sam­tals lét­ust 346 í slys­unum tveim­ur, en 737 Max vél­arnar voru kyrr­settar fljót­lega eftir seinna slysið, og hafa þær ekki verið not­aðar í far­þeg­ar­flugi síðan á alþjóða­vís­u. 

Auglýsing

Miklir hags­munir eru undir fyrir Boeing að aflétta kyrr­setn­ing­unni, og flug­fé­lögin sem treysta á vél­arnar í starf­semi sinni, þar á meðal Icelanda­ir. Félagið gerir ráð fyrir að kyrr­setn­ing­unni verði aflétt í byrjun næsta árs, en algjör óvissa ríkir um það. 

Greint er frá nið­ur­stöðu skýrsl­unnar í Seattle Times í dag, en að hluta byggir skýrslan á frum­at­hugun sér­fræð­ing­anna skömmu eftir seinna slysið, sem leiddi til kyrr­setn­ing­ar­innar á alþjóða­vísu. Nið­ur­stöður frum­at­hug­unar hafa nú verið stað­fest­ar. 

Boeing er með framleiðslu sína á Seattle svæðinu, nánar tiltekið í Renton. Markaðsvirði félagsins er um 210 milljarðar Bandaríkjadala, og er það stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna.

Boeing er til rann­sóknar vegna Max vél­anna, meðal ann­ars af alrík­is­lög­regl­unni FBI. Rann­sóknin bein­ist meðal ann­ars að því hvernig félagið fékk leyfi fyrir notkun vél­anna, og hvort upp­lýs­inga­gjöfin hafi vilj­andi verið fölsk. Þá er félagið einnig til rann­sóknar af yfir­völdum í Indónesíu og Eþíóp­íu, vegna slysanna.Efna­hags­leg áhrif kyrr­setn­ingar á Max þot­unum eru til umfjöll­unar í Fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands, sem kom út í vik­unni. Þar er meðal ann­ars rætt um algjöra óvissu sem ríkir um hvenær henni verður aflétt. Áhrifin hafa verið veru­lega nei­kvæð fyrir Icelandair en félagið hefur tapað meira en 11 millj­örðum á fyrstu sex mán­uðum þessa árs.

„Al­þjóð­leg kyrr­setn­ing á Boeing MAX-þotum leiddi til þess að sæta­fram­boð Icelandair jókst minna en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. Félagið gerði ráð fyrir níu MAX-þotum í rekstri á árinu og áttu fimm að bæt­ast við á næsta ári. Til að bregð­ast við kyrr­setn­ing­unni leigði félagið fimm þotur yfir háanna­tím­ann í sum­ar. Síð­asta leigu­vélin yfir­gefur flot­ann nú í lok októ­ber. Mikil óvissa ríkir enn um fram­tíð MAX-þot­anna en Icelandair gerir ekki ráð fyrir þeim í rekstur aftur fyrr en á nýju ári. Vetr­ar­á­ætlun Isa­via gerir ráð fyrir að sæta­fram­boð drag­ist saman um 27% á fjórða árs­fjórð­ungi sem er svip­aður sam­dráttur og var á öðrum og þriðja árs­fjórð­ungi árs­ins. Nokkrir aðilar hafa á und­an­förnum mán­uðum kannað mögu­leik­ann á stofnun nýs milli­landa­flug­fé­lags hér á landi en mikil óvissa ríkir um fram­gang þeirra mála“ segir í Fjár­mál­stöð­ug­leika.

Mark­aðsvirði Icelandair er nú tæp­lega 33 millj­arð­ar, en eigið fé félags­ins var um 55 millj­arðar um mitt þetta ár. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent