Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna

Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.

Hús íbúð
Auglýsing

Óverð­tryggð lán hafa aldrei verið eins stór hluti af heild­ar­skuldum heim­il­anna eins og nú eða alls 27 pró­sent af skuldum heim­il­anna. Á fyrstu átta mán­uðum árs­ins 2019 hafa hrein ný óverð­tryggð íbúða­lán heim­il­anna numið alls um 80 millj­örðum króna og verð­tryggð 26 millj­örð­u­m. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslands­banka um íbúða­mark­að­inn og nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs.

Kerf­is­bund­inn hvati til að taka verð­tryggð lán

Langstærstur hluti heild­ar­skulda heim­il­anna er þó enn verð­tryggð­ur­ eða 72 pró­sent. Verð­tryggð lán bera lægri greiðslu­byrði framan af láns­tím­anum en óverð­tryggð og því er auð­veld­ara fyrir marga að stand­ast greiðslu­mat sé lánið verð­tryggt. Í skýrslu Íslands­banka segir að í því felist kerf­is­bund­inn hvati til verð­tryggðrar skuld­setn­ing­ar. Oft sé verð­tryggð lán því eini raun­hæfi val­kost­ur­inn fyrir lán­tak­endur vilji þeir eign­ast hús­næð­i. 

Óverð­tryggð lán fara þó vax­andi hér á landi og eru nú 27 pró­sent af heild­ar­skuldum heim­il­anna. Íslands­banki telur að þessi aukn­ing sé vegna auk­innar greiðslu­getu heim­il­anna og nei­kvæðri upp­lifun þeirra af verð­tryggðum lánum í efna­hags­á­fall­inu fyrir ára­tug.

Auglýsing

Óverð­tryggðar skuldir auk­ist hraðar en verð­tryggð frá árinu 2009

Mynd:ÍslandsbankiÁ hverju ári á tíma­bil­inu 2009 til 2019, að und­an­skildu árinu 2017, juk­ust óverð­tryggðar skuldir hlut­falls­lega hraðar en verð­tryggð­ar. 

Á síð­ustu tveimur árum hefur ásókn í óverð­tryggð lán auk­ist hratt. Á ár­unum 2017 og 2018 bættu heim­ilin við sig um 114 millj­örðum af óverð­tryggðum húsnæð­is­skuldum og um 231 millj­arða af verð­tryggðum húsnæð­is­skuld­um, að teknu til­liti til upp­greiðslna. 

Á fyrstu átta mán­uðum þessa árs bættu íslensk heim­ili við sig um 80 millj­örðum af hreinum nýjum óverð­tryggðum íbúða­lánum og um 26 millj­örðum af hreinum nýjum verð­tryggðum íbúða­lán­um, að því er fram kemur í nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs. 

Ef fyrstu átta mán­uðir 2019 eru bornir saman við sama ­tíma­bili í fyrra má sjá heild­ar­fjár­hæðir nýrra ­í­búða­lána heim­il­anna, að frá­dregnum umfram- og ­upp­greiðslum eldri lána, dreg­ist saman á nafn­virð­i um 3,6 pró­sent. Þó mælist vöxtur óverð­tryggðra lána tæp 41 pró­sent á milli ára en á móti vegur að hrein ný verð­tryggð lán dróg­ust saman um 51 pró­sent á verð­lagi hvors árs.

Vextir lækkað um allt að 1,7 pró­sent

Frá því að stýri­vextir Seðla­bank­ans hófu að lækk­a í maí síð­ast­liðnum hafa vextir á fast­eigna­lán­um einnig almennt farið lækk­andi. Í skýrslu Íbúða­lána­sjóðs kemur fram að innan líf­eyr­is­sjóð­anna hafa vextir á óverð­tryggð­u­m lánum lækkað að með­al­tali um 0,92 pró­sentu­stig. Minnst hafa þau kjör lækkað frá maí­mán­uði um 0,5 ­pró­sentu­stig á föstum vöxtum til þriggja ára hjá Frjálsa líf­eyr­is­sjóðnum og mest um 1,7 á sams­konar lánum hjá Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna. 

Innan banka­kerf­is­ins hafa óverð­tryggðir vextir hús­næð­is­lána lækkað að ­með­al­tali um eitt pró­sentu­stig frá því í maí, eða frá­ 0,75 pró­sentu­stigum á föstum vöxtum til þriggja ára hjá Lands­bank­anum og upp í 1,3 pró­sentu­stig á föstum vöxtum til fimm ára hjá Íslands­banka. 

Lægstu kjör á verð­tryggðum fast­eigna­lánum hafa ­lækkað bæði innan líf­eyr­is­sjóð­anna og bank­anna um 0,5 pró­sentu­stig frá því í byrjun maí. Hag­stæðust­u ­vaxta­kjör sem bjóð­ast á verð­tryggðum fast­eigna­lán­um innan lána­kerf­is­ins eru líkt og áður innan líf­eyr­is­sjóð­anna. Þar eru lægstu breyti­legu verð­tryggðu vextir komnir niður í 1,64 pró­sent og hag­stæð­ustu kjör á óverð­tryggðum lán­um standa nú í 4,6 pró­sent vöxt­u­m. 

Heild­ar­skuldir heim­il­anna juk­ust um fjögur pró­sent í fyrra 

Í skýrslu Íslands­banka kemur fram að skuldir heim­il­anna hófu að vaxa að raun­gildi á ár­inu 2017 eftir mikla lækkun árin þar á und­an. Á árinu 2017 juk­ust heild­ar­skuldir heim­il­anna um 3 pró­sent árið 2017 og tæp 4 pró­sent á síðast­liðnu ári. 

Sam­kvæmt Íslands­banka er vöxtur skulda heim­il­anna er alfarið drif­inn áfram af húsnæð­is­skuldum en aðrar skuldir heim­il­anna hafa haldið áfram að drag­ast sam­an.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent