Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna

Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.

Hús íbúð
Auglýsing

Óverð­tryggð lán hafa aldrei verið eins stór hluti af heild­ar­skuldum heim­il­anna eins og nú eða alls 27 pró­sent af skuldum heim­il­anna. Á fyrstu átta mán­uðum árs­ins 2019 hafa hrein ný óverð­tryggð íbúða­lán heim­il­anna numið alls um 80 millj­örðum króna og verð­tryggð 26 millj­örð­u­m. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslands­banka um íbúða­mark­að­inn og nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs.

Kerf­is­bund­inn hvati til að taka verð­tryggð lán

Langstærstur hluti heild­ar­skulda heim­il­anna er þó enn verð­tryggð­ur­ eða 72 pró­sent. Verð­tryggð lán bera lægri greiðslu­byrði framan af láns­tím­anum en óverð­tryggð og því er auð­veld­ara fyrir marga að stand­ast greiðslu­mat sé lánið verð­tryggt. Í skýrslu Íslands­banka segir að í því felist kerf­is­bund­inn hvati til verð­tryggðrar skuld­setn­ing­ar. Oft sé verð­tryggð lán því eini raun­hæfi val­kost­ur­inn fyrir lán­tak­endur vilji þeir eign­ast hús­næð­i. 

Óverð­tryggð lán fara þó vax­andi hér á landi og eru nú 27 pró­sent af heild­ar­skuldum heim­il­anna. Íslands­banki telur að þessi aukn­ing sé vegna auk­innar greiðslu­getu heim­il­anna og nei­kvæðri upp­lifun þeirra af verð­tryggðum lánum í efna­hags­á­fall­inu fyrir ára­tug.

Auglýsing

Óverð­tryggðar skuldir auk­ist hraðar en verð­tryggð frá árinu 2009

Mynd:ÍslandsbankiÁ hverju ári á tíma­bil­inu 2009 til 2019, að und­an­skildu árinu 2017, juk­ust óverð­tryggðar skuldir hlut­falls­lega hraðar en verð­tryggð­ar. 

Á síð­ustu tveimur árum hefur ásókn í óverð­tryggð lán auk­ist hratt. Á ár­unum 2017 og 2018 bættu heim­ilin við sig um 114 millj­örðum af óverð­tryggðum húsnæð­is­skuldum og um 231 millj­arða af verð­tryggðum húsnæð­is­skuld­um, að teknu til­liti til upp­greiðslna. 

Á fyrstu átta mán­uðum þessa árs bættu íslensk heim­ili við sig um 80 millj­örðum af hreinum nýjum óverð­tryggðum íbúða­lánum og um 26 millj­örðum af hreinum nýjum verð­tryggðum íbúða­lán­um, að því er fram kemur í nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs. 

Ef fyrstu átta mán­uðir 2019 eru bornir saman við sama ­tíma­bili í fyrra má sjá heild­ar­fjár­hæðir nýrra ­í­búða­lána heim­il­anna, að frá­dregnum umfram- og ­upp­greiðslum eldri lána, dreg­ist saman á nafn­virð­i um 3,6 pró­sent. Þó mælist vöxtur óverð­tryggðra lána tæp 41 pró­sent á milli ára en á móti vegur að hrein ný verð­tryggð lán dróg­ust saman um 51 pró­sent á verð­lagi hvors árs.

Vextir lækkað um allt að 1,7 pró­sent

Frá því að stýri­vextir Seðla­bank­ans hófu að lækk­a í maí síð­ast­liðnum hafa vextir á fast­eigna­lán­um einnig almennt farið lækk­andi. Í skýrslu Íbúða­lána­sjóðs kemur fram að innan líf­eyr­is­sjóð­anna hafa vextir á óverð­tryggð­u­m lánum lækkað að með­al­tali um 0,92 pró­sentu­stig. Minnst hafa þau kjör lækkað frá maí­mán­uði um 0,5 ­pró­sentu­stig á föstum vöxtum til þriggja ára hjá Frjálsa líf­eyr­is­sjóðnum og mest um 1,7 á sams­konar lánum hjá Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna. 

Innan banka­kerf­is­ins hafa óverð­tryggðir vextir hús­næð­is­lána lækkað að ­með­al­tali um eitt pró­sentu­stig frá því í maí, eða frá­ 0,75 pró­sentu­stigum á föstum vöxtum til þriggja ára hjá Lands­bank­anum og upp í 1,3 pró­sentu­stig á föstum vöxtum til fimm ára hjá Íslands­banka. 

Lægstu kjör á verð­tryggðum fast­eigna­lánum hafa ­lækkað bæði innan líf­eyr­is­sjóð­anna og bank­anna um 0,5 pró­sentu­stig frá því í byrjun maí. Hag­stæðust­u ­vaxta­kjör sem bjóð­ast á verð­tryggðum fast­eigna­lán­um innan lána­kerf­is­ins eru líkt og áður innan líf­eyr­is­sjóð­anna. Þar eru lægstu breyti­legu verð­tryggðu vextir komnir niður í 1,64 pró­sent og hag­stæð­ustu kjör á óverð­tryggðum lán­um standa nú í 4,6 pró­sent vöxt­u­m. 

Heild­ar­skuldir heim­il­anna juk­ust um fjögur pró­sent í fyrra 

Í skýrslu Íslands­banka kemur fram að skuldir heim­il­anna hófu að vaxa að raun­gildi á ár­inu 2017 eftir mikla lækkun árin þar á und­an. Á árinu 2017 juk­ust heild­ar­skuldir heim­il­anna um 3 pró­sent árið 2017 og tæp 4 pró­sent á síðast­liðnu ári. 

Sam­kvæmt Íslands­banka er vöxtur skulda heim­il­anna er alfarið drif­inn áfram af húsnæð­is­skuldum en aðrar skuldir heim­il­anna hafa haldið áfram að drag­ast sam­an.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent