Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár

Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.

img_4532_raw_2709130518_10191421695_o.jpg
Auglýsing

Alls eru um 17,5 pró­sent full­orð­inna ein­stak­linga 18 ára og eldri á leigu­mark­aði hér á land­i. Að­eins um 3 pró­sent þeirra telja það lík­legt að þeir kaupi fast­eign á næstu sex mán­uðum en það hlut­fall hefur ekki mælst lægra í könn­unum Zenter og Íbúða­lána­sjóðs á síð­ustu tveimur árum.

Nokkur kólnun á fast­eigna­mark­aði 

Í nýj­ustu tölum Þjóð­skrár má sjá að vísi­tala ­leigu­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var 198 stig í ágúst 2019 og hækk­aði um 1 pró­sent á milli mán­aða. Þá hefur vísi­tala leigu­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 3,7 pró­sent á síð­ustu tólf mán­uð­u­m. 

Til­ ­sam­an­burð­ar­ hef­ur vísi­tala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 3,6 pró­sent á síðust­u tólf mán­uð­u­m. Sé tekið til­­lit til verð­­bólgu, sem nú mælist 3,2 pró­­sent, þá hefur fast­eigna­verð og leigu­verð hækkað lít­il­lega á síð­ast­liðnu ári.

Óhætt er að segja að horfur á fast­­eigna­­mark­aði hafi breyst nokkuð að und­an­­förnu. Fast­­eigna­verðs­hækkun á ári mæld­ist 23,5 pró­­sent vorið 2017, en síðan þá hefur veru­­leg kólnun átt sér stað á mark­aðn­­um, og mælist raun­verðs­hækkun nú lítil sem eng­in. Spár gera ráð fyrir að fast­eigna­verð muni ekki hækka mikið á næstu mis­s­erum, en verði þó ein­hver, á bil­inu 2 til 3 pró­­sent, á næstu árum.

Tæp­lega fimmt­ungur íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á leigu­mark­aði 

Mynd: ÍbúðalánasjóðurÍ nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs er greint frá nið­ur­stöðum könn­un­ar ­Í­búða­lána­sjóðs og Zenter sem ­gerð var í júlí og ágúst síð­ast­liðn­um. Þar kemur fram að 92 pró­sent leigj­enda telja örugg­t eða að minnsta kosti lík­legt að þeir muni ekki kaupa fast­eign ef horft er hálft ár fram í tím­ann. Þetta hlut­fall hef­ur ekki áður mælst svo hátt í könnun Íbúða­lán­sjóðs eða síðan kann­anir hófust í sept­em­ber 2017.

Alls eru um 17,5 pró­sent full­orð­inna ein­stak­linga 18 ára og eldri á leigu­mark­aði, sam­kvæmt mæl­ingum Íbúða­lána­sjóðs. All eru um 19 pró­sent íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á leigu­mark­aði sam­an­borið við 16 pró­sent þeirra sem búa utan þess. 

Auglýsing

Í könnun Íbúða­lána­sjóðs kemur hins vegar fram að ein­stak­lingar sem enn búa í for­eldra­húsum séu lík­legri til að vera í fast­eigna­kaupa­hug­leið­ingum en leigj­end­ur. Um 13 pró­sent þeirra telja það lík­legt að þeir kaupi fast­eign á næstu sex mán­uð­um.

Meiri­hluti þjóð­ar­innar telur það óhag­stætt að leigja 

Í við­horfskönnun Íbúða­lána­sjóðs frá því í júní á þessu ári kemur fram að ­meiri­hluti þjóð­­ar­innar telji að óhag­­stætt sé leigja um þessar mundir eða alls 92 pró­­sent. Þá kemur enn fremur fram í sömu könnun að ein­ungis 51 pró­­sent leigj­enda telji sig búa við hús­næð­is­ör­ygg­i. Al­­gengasta á­­stæða þess að fólk telur sig ekki búa við hús­næð­is­ör­yggi er vegna þess að fólk hefur ekki efni á leigu eða verð of hátt.

Mynd: ÍbúðalánasjóðurÍ könn­unni kom jafn­framt fram að um 29 pró­­sent leigj­enda töldu að núver­andi hús­næð­i ­­upp­­­fyllt­i ekki þarfir sam­an­­borið við 8 pró­­sent þeirra sem búa í eigin hús­næði.

Enn ­fremur er fjár­­hags­­staða heim­il­is­ins ­­mark­tækt verri hjá leigj­endum en hjá þeim sem búa í eigin hús­næði. Yfir 20 pró­­sent þeirra sem eru á leig­u­­mark­aði segj­­ast safna skuldum eða nota sparifé til þess að ná endum saman sam­an­­borið við ein­ungis 7 pró­­sent þeirra sem búa í eigin hús­næði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.
Kjarninn 12. desember 2019
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
77,7% Íslendinga fylgjandi dánaraðstoð
Kjarninn 12. desember 2019
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent