Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga

Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.

Kaupfélag skagfirðinga
Auglýsing

Óhætt er að segja að bændur í Skaga­firði, sem eru eig­endur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga og útgerð­ar­arms þess, FISK Seafood, hafi hagn­ast vel á við­skiptum með hluta­bréf í Brimi en sam­an­lagt nam hagn­að­ur­inn 1,4 millj­arði króna. 

Fimm heima­menn í Skaga­firði gera þetta að umtals­efni í grein á vefnum Feyk­ir.is, þar sem fjallað er um við­skipt­in, og því fagnað hve vel hafi tek­ist til, ekki síst þar sem Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur greiddi FISK Seafood fyrir hluta­bréfin með afla­heim­ildum að miklu leyti. „Fyrir okkur í sveit­ar­fé­lag­inu er aðal­at­riðið samt að Brim [Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur] greiddi ríf­lega 4,6 millj­arða kaup­verðs­ins með rúm­lega 2.600 tonna afla­heim­ildum í þorski, ýsu, ufsa og stein­bíti. Það þýðir um 10% aukn­ingu í afla­heim­ildum FISK Seafood í tonnum og um leið umtals­verða aukn­ingu í umsvifum félags­ins hér á heima­slóð­un­um. Ekki þarf að fjöl­yrða um beinar og óbeinar tekjur sveit­ar­fé­lags­ins af þeirri við­bót,“ segir í grein­inni, en höf­undar eru ­Stefán Vagn Stef­áns­son, Gísli Sig­urðs­son, Bjarni Jóns­son, Ólafur Bjarni Har­alds­son, og Sig­fús Ingi Sig­fús­son.

Eftir að KS seldi hlut sinn í Högum hf. keypti dótt­ur­fé­lagið FISK Seafood þann 18. ágúst sl. ríf­lega 8 pró­sent hlut í Brimi hf. Strax í kjöl­far þeirra við­skipta bætti FISK Seafood við sig um 2 pró­sent hluta­fjár til við­bótar og eign­að­ist þannig alls 10.18 pró­sent hlut fyrir ríf­lega 6,6 millj­arða króna.

Auglýsing

Þann 8. sept­em­ber seldi FISK Seafood Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur, sem nátengt er eign­ar­haldi Brims, þessa sömu hluti í félag­inu fyrir tæp­lega átta millj­arða króna.  Hagn­að­ur­inn var um 1,4 millj­arðar króna.

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga er risa­fyr­ir­tæki á íslenskan mæli­kvarða og FISK Seafood, útgerð­ar­armur þess, hefur látið veru­lega til sín taka í íslensku atvinnu­lífi að und­an­förnu, eins og var til umfjöll­unar í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans, 13. sept­em­ber.

Fjár­hags­staða kaup­fé­lags­ins er með nokkrum ólík­ind­um, sé horft til þess að um hefð­bundið kaup­fé­lag er að ræða með dreifðri eign­ar­að­ild bænda í Skaga­firði sem bak­bein. 

Þórólfur Gísla­son, kaup­fé­lags­stjóri, hefur leitt félagið um ára­bil sem for­stjóri og var afkoma félags­ins á árinu 2018 sú besta í 130 ára sögu félags­ins. Upp­bygg­ing kaup­fé­lags­ins hefur verið veru­lega umfangs­mikil á und­an­förnum árum, en í lok árs í fyrra var eigið fé félags­ins rúm­lega 35 millj­arðar og heild­ar­eignir námu 62,3 millj­örðum króna. 

Stjórn Kaup­fé­lags Skag­fið­inga skipa Bjarni Mar­ons­son stjórn­ar­for­mað­ur, Varma­hlíð, Her­dís Á. Sæmund­ar­dóttir vara­for­mað­ur, Sauð­ár­króki, Örn Þór­ar­ins­son rit­ari, Ökrum, Guð­rún Sig­hvats­dótt­ir, Sauð­ár­króki, Pétur Pét­urs­son, Sauð­ár­króki, Sig­ríður Gunn­ars­dótt­ir, Sauð­ár­króki, og Þor­leifur Hólm­steins­son, Þor­leifs­stöð­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent