Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga

Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.

Kaupfélag skagfirðinga
Auglýsing

Óhætt er að segja að bændur í Skaga­firði, sem eru eig­endur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga og útgerð­ar­arms þess, FISK Seafood, hafi hagn­ast vel á við­skiptum með hluta­bréf í Brimi en sam­an­lagt nam hagn­að­ur­inn 1,4 millj­arði króna. 

Fimm heima­menn í Skaga­firði gera þetta að umtals­efni í grein á vefnum Feyk­ir.is, þar sem fjallað er um við­skipt­in, og því fagnað hve vel hafi tek­ist til, ekki síst þar sem Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur greiddi FISK Seafood fyrir hluta­bréfin með afla­heim­ildum að miklu leyti. „Fyrir okkur í sveit­ar­fé­lag­inu er aðal­at­riðið samt að Brim [Út­gerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur] greiddi ríf­lega 4,6 millj­arða kaup­verðs­ins með rúm­lega 2.600 tonna afla­heim­ildum í þorski, ýsu, ufsa og stein­bíti. Það þýðir um 10% aukn­ingu í afla­heim­ildum FISK Seafood í tonnum og um leið umtals­verða aukn­ingu í umsvifum félags­ins hér á heima­slóð­un­um. Ekki þarf að fjöl­yrða um beinar og óbeinar tekjur sveit­ar­fé­lags­ins af þeirri við­bót,“ segir í grein­inni, en höf­undar eru ­Stefán Vagn Stef­áns­son, Gísli Sig­urðs­son, Bjarni Jóns­son, Ólafur Bjarni Har­alds­son, og Sig­fús Ingi Sig­fús­son.

Eftir að KS seldi hlut sinn í Högum hf. keypti dótt­ur­fé­lagið FISK Seafood þann 18. ágúst sl. ríf­lega 8 pró­sent hlut í Brimi hf. Strax í kjöl­far þeirra við­skipta bætti FISK Seafood við sig um 2 pró­sent hluta­fjár til við­bótar og eign­að­ist þannig alls 10.18 pró­sent hlut fyrir ríf­lega 6,6 millj­arða króna.

Auglýsing

Þann 8. sept­em­ber seldi FISK Seafood Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur, sem nátengt er eign­ar­haldi Brims, þessa sömu hluti í félag­inu fyrir tæp­lega átta millj­arða króna.  Hagn­að­ur­inn var um 1,4 millj­arðar króna.

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga er risa­fyr­ir­tæki á íslenskan mæli­kvarða og FISK Seafood, útgerð­ar­armur þess, hefur látið veru­lega til sín taka í íslensku atvinnu­lífi að und­an­förnu, eins og var til umfjöll­unar í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans, 13. sept­em­ber.

Fjár­hags­staða kaup­fé­lags­ins er með nokkrum ólík­ind­um, sé horft til þess að um hefð­bundið kaup­fé­lag er að ræða með dreifðri eign­ar­að­ild bænda í Skaga­firði sem bak­bein. 

Þórólfur Gísla­son, kaup­fé­lags­stjóri, hefur leitt félagið um ára­bil sem for­stjóri og var afkoma félags­ins á árinu 2018 sú besta í 130 ára sögu félags­ins. Upp­bygg­ing kaup­fé­lags­ins hefur verið veru­lega umfangs­mikil á und­an­förnum árum, en í lok árs í fyrra var eigið fé félags­ins rúm­lega 35 millj­arðar og heild­ar­eignir námu 62,3 millj­örðum króna. 

Stjórn Kaup­fé­lags Skag­fið­inga skipa Bjarni Mar­ons­son stjórn­ar­for­mað­ur, Varma­hlíð, Her­dís Á. Sæmund­ar­dóttir vara­for­mað­ur, Sauð­ár­króki, Örn Þór­ar­ins­son rit­ari, Ökrum, Guð­rún Sig­hvats­dótt­ir, Sauð­ár­króki, Pétur Pét­urs­son, Sauð­ár­króki, Sig­ríður Gunn­ars­dótt­ir, Sauð­ár­króki, og Þor­leifur Hólm­steins­son, Þor­leifs­stöð­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent