Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins

Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Bankarnir
Auglýsing

„Banka­sýsla rík­is­ins sem umsýslu­að­ili eign­ar­hluta íslenska rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum fagnar því fram­komnu frum­varpi og telur að það muni vera til hags­bóta fyrir fjár­mála­mark­að­inn, fyrir neyt­endur sem og íslenska ríkið sem eig­andi að eign­ar­hlutum í fjár­mála­fyr­ir­tækj­u­m.“

Þetta kemur fram í umsögn Banka­sýslu rík­is­ins um frum­varp til laga um lækkun á sér­stökum skatti á fjár­mála­fyr­ir­tæki. 

Sam­kvæmt frum­varp­inu lækkar sér­stakur skattur á fjár­mála­fyr­ir­tæki úr 0,376 pró­sent af skuldum niður 0,145 pró­sent á fjórum árum.

Auglýsing

Í umsögn­inni, sem birt­ist á vef Alþingis í dag, kemur fram að það sé til bóta fyrir fjár­mála­mark­að­inn á Íslandi að halda reglu­verki stöð­ugu. Þetta sé hags­muna­mál fyrir Banka­sýsl­una, ekki síst þegar kemur að sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í bönk­un­um. 

Banka­sýsla rík­is­ins er umsýslu­að­ili 98,2 pró­sent alls hluta­fjár í Lands­bank­anum hf., 100 pró­sent hluta­fjár í íslands­banka hf. og 49,5 pró­sent hluta­fjár í Spari­sjóði Aust­ur­lands hf. fyrir hönd íslenska rík­is­ins.

„Skv. lögum nr. 155/2012 um sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum skal stofn­unin ann­ast sölu­með­ferð eign­ar­hluta fyrir hönd rík­is­ins, í sam­ræmi við ákvörðun ráð­herra að við­höfðu sam­ráði við tvær fasta­nefndir Alþingis og Seðla­banka íslands. Banka­sýsla rík­is­ins und­ir­býr sölu, leitar til­boða í eign­ar­hlut, metur til­boð, hefur umsjón með samn­inga­við­ræðum við utan­að­kom­andi ráð­gjafa og vænt­an­lega kaup­endur og ann­ast samn­inga­gerð. Meg­in­reglur skv. lög­unum við sölu­með­ferð eru opið sölu­ferli, gagn­sæi, hlut­lægni og hag­kvæmni en með hag­kvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða mark­aðs­verðs fyrir eign­ar­hluti. Að mati stofn­un­ar­innar er það mjög mik­il­vægt, út frá sjón­ar­miðum umsýslu- og eig­anda­hlut­verks­ins, að opin­bert gjalda­um­hverfi fjár­mála­fyr­ir­tækja sé stöðugt og fyr­ir­sjá­an­legt um tölu­verðan tíma. Miklar og örar breyt­ingar á skattaum­hverfi stuðla ekki að trausti og trú­verð­ugleika fjár­mála­mark­að­ar­ins og geta haft nei­kvæð áhrif á eft­ir­spurn og mark­aðs­verð, sem íslenska ríkið getur mögu­lega fengið fyrir eign­ar­hluti sína í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, ef og þegar til sölu kem­ur,“ seg­ir  í umsögn Banka­sýsl­unn­ar. 

For­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins er Jón Gunnar Jóns­son, en stjórn­ar­for­maður Lárus Blön­dal.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent