Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins

Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Bankarnir
Auglýsing

„Banka­sýsla rík­is­ins sem umsýslu­að­ili eign­ar­hluta íslenska rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum fagnar því fram­komnu frum­varpi og telur að það muni vera til hags­bóta fyrir fjár­mála­mark­að­inn, fyrir neyt­endur sem og íslenska ríkið sem eig­andi að eign­ar­hlutum í fjár­mála­fyr­ir­tækj­u­m.“

Þetta kemur fram í umsögn Banka­sýslu rík­is­ins um frum­varp til laga um lækkun á sér­stökum skatti á fjár­mála­fyr­ir­tæki. 

Sam­kvæmt frum­varp­inu lækkar sér­stakur skattur á fjár­mála­fyr­ir­tæki úr 0,376 pró­sent af skuldum niður 0,145 pró­sent á fjórum árum.

Auglýsing

Í umsögn­inni, sem birt­ist á vef Alþingis í dag, kemur fram að það sé til bóta fyrir fjár­mála­mark­að­inn á Íslandi að halda reglu­verki stöð­ugu. Þetta sé hags­muna­mál fyrir Banka­sýsl­una, ekki síst þegar kemur að sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í bönk­un­um. 

Banka­sýsla rík­is­ins er umsýslu­að­ili 98,2 pró­sent alls hluta­fjár í Lands­bank­anum hf., 100 pró­sent hluta­fjár í íslands­banka hf. og 49,5 pró­sent hluta­fjár í Spari­sjóði Aust­ur­lands hf. fyrir hönd íslenska rík­is­ins.

„Skv. lögum nr. 155/2012 um sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum skal stofn­unin ann­ast sölu­með­ferð eign­ar­hluta fyrir hönd rík­is­ins, í sam­ræmi við ákvörðun ráð­herra að við­höfðu sam­ráði við tvær fasta­nefndir Alþingis og Seðla­banka íslands. Banka­sýsla rík­is­ins und­ir­býr sölu, leitar til­boða í eign­ar­hlut, metur til­boð, hefur umsjón með samn­inga­við­ræðum við utan­að­kom­andi ráð­gjafa og vænt­an­lega kaup­endur og ann­ast samn­inga­gerð. Meg­in­reglur skv. lög­unum við sölu­með­ferð eru opið sölu­ferli, gagn­sæi, hlut­lægni og hag­kvæmni en með hag­kvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða mark­aðs­verðs fyrir eign­ar­hluti. Að mati stofn­un­ar­innar er það mjög mik­il­vægt, út frá sjón­ar­miðum umsýslu- og eig­anda­hlut­verks­ins, að opin­bert gjalda­um­hverfi fjár­mála­fyr­ir­tækja sé stöðugt og fyr­ir­sjá­an­legt um tölu­verðan tíma. Miklar og örar breyt­ingar á skattaum­hverfi stuðla ekki að trausti og trú­verð­ugleika fjár­mála­mark­að­ar­ins og geta haft nei­kvæð áhrif á eft­ir­spurn og mark­aðs­verð, sem íslenska ríkið getur mögu­lega fengið fyrir eign­ar­hluti sína í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, ef og þegar til sölu kem­ur,“ seg­ir  í umsögn Banka­sýsl­unn­ar. 

For­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins er Jón Gunnar Jóns­son, en stjórn­ar­for­maður Lárus Blön­dal.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent