Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar

Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Birgir Þór­ar­ins­son, þing­maður Mið­flokks­ins, hefur lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varp um breyt­ingu á lögum um sér­stakan skatt á fjár­mála­fyr­ir­tæki þar sem lagt er til að skatt­ur­inn verði lækk­aður mun hægar en nú er stefnt að. 

Í breyt­ing­ar­til­lögu Birgis er lagt til að hætt verði við að skatt­ur­inn verði frá og með árinu 2021 lækk­aður í þrepum niður úr 0,376 pró­sent í 0,145 pró­sent og þess í stað verði hann ein­ungis lækk­aður einu sinni og þá í 0,318 pró­sent. Í grein­ar­gerð með til­lögu Birgis segir ætl­unin sé að lækkun skatts­ins skili sér til neyt­enda í formi lægri kostn­aðar fyrir við­skipta­vini fjár­mála­fyr­ir­tækja. Fyrir því sé þó engin trygg­ing, að mati Birg­is. „Flutn­ings­maður þess­arar breyt­ing­ar­til­lögu leggur til að í fyrstu verði aðeins stigið fyrsta skrefið í stað þess að gefa þegar vil­yrði um árlega lækkun næstu fjögur árin. Næstu skref verði stigin að feng­inni reynslu af fyrsta þrepi lækk­un­ar­innar þegar sann­reynt hefur verið að við­skipta­vinir fjár­mála­fyr­ir­tækja njóti góðs af henni í formi lægri þjón­ustu­gjalda og bættra vaxta­kjara.“

Frest­uðu fyrsta skrefi lækk­unar um eitt ár

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti í byrjun sept­em­ber í rík­­is­­stjórn nýtt frum­varp um lækkun á banka­skatti. Sam­­kvæmt því verður hinn sér­­staki banka­skattur lækk­­aður úr 0,376 pró­­sent af heild­­ar­skuldum þeirra fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja sem greiða hann í 0,145 pró­­sent. 

Auglýsing
Frum­varpið hafði áður verið lagt fram í apríl síð­­ast­liðnum og þegar gengið til efna­hags- og við­­skipta­­nefnd­­ar. Þá átti fyrsta skref lækk­­un­­ar­innar að taka gildi á næsta ári, 2020. 

Þegar fjár­­­mála­á­ætlun var breytt í júní var hins vegar ákveðið að fresta lækkun banka­skatts­ins um eitt ár. Hann mun því ekki byrja að lækka á næsta ári, heldur árið 2021, og vera komin til fram­­kvæmda að öllu leyti árið 2024. Þær breyt­ingar voru gerðar vegna breyttra aðstæðna í íslensku efna­hags­lífi, aðal­­­lega vegna gjald­­þrots WOW air og loðn­u­brests. 

Verði frum­varpið óbeytt að lögum má ætla að tekjur hins opin­bera lækki um 18 millj­­arða króna á fjög­urra ára tíma­bili. Í grein­­ar­­gerð sem fylgdi upp­­runa­­lega frum­varp­inu, sem var lagt fram í apr­íl, sagði að horft væri til þess að lækk­­unin á banka­skatti myndi skila sér til almenn­ings í gegnum betri kjör hjá fjár­­­mála­­stofn­un­­um. 

Telja skatt­inn rýra sam­keppn­is­hæfni

Sam­tök fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja, og æðstu stjórn­­endur við­­skipta­­bank­anna, hafa kvartað mikið undan því á und­an­­förnum árum að banka­skatt­­ur­inn rýrir sam­keppn­is­hæfni þeirra, bæði á inn­­an­lands­­mark­aði þar sem þeir keppa við líf­eyr­is­­sjóði um að veita lands­­mönnum hús­næð­is­lán, en ekki síður í alþjóð­­legri sam­keppni við erlenda banka sem hafa tryggt sér við­­skipta margra stórra íslenskra fyr­ir­tækja sem stunda alþjóð­­lega starf­­semi á und­an­­förnum árum. Þessir aðil­­ar, líf­eyr­is­­sjóð­irnir íslensku og bankar frá hinum Norð­­ur­lönd­un­um, þurfa ekki að greiða banka­skatt og geta því, að sögn íslensku bank­anna, boðið mun skap­­legri lána­kjör. 

Auglýsing
Samtök fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja fóru meira að segja fram á að það í umsögn sem þau skil­uðu inn til efna­hags- og við­­skipta­­nefnd að Alþingi ætti að banna líf­eyr­is­­sjóðum að lána ein­stak­l­inga og fyr­ir­tækja og köll­uðu beinar lán­veit­ingar sjóð­anna „skugga­­­banka­­­starf­­­sem­i“. Þessi beiðni var grund­­völluð á því að sam­keppn­isum­­hverfi bank­anna gagn­vart sjóð­unum væri ekki sann­­gjarnt. Alþingi varð ekki við þeirri beiðni.

Í Hvít­­­bók um fjár­­­­­mála­­­kerf­ið, sem birt var í des­em­ber í fyrra, var sér­­stak­­lega fjallað um að það gæti verið æski­­legt að breyta skatt­­stofni banka­skatts.

Tímara­mma breytt vegna sam­­dráttar

Í apríl var svo lagt fram frum­varp þess efn­­is. Í grein­­ar­­gerð með því frum­varpi var vitnað til þess að í stjórn­­­­­ar­sátt­­­mála væri vikið að því að unnið verði að frek­­­ari skil­­­virkni í fjár­­­­­mála­­­kerf­inu með það að leið­­­ar­­­ljósi að lækka kostnað neyt­enda. Nú hefur það frum­varp verið upp­­­fært í sam­ræmi við nýja fjár­­­mála­á­ætlun og lækkun á banka­skatti, sem á að lækka tekjur rík­­is­­sjóðs um 18 millj­­arða króna á fjórum árum, mun nú hefj­­ast 2021 en ekki á næsta ári. Það þýðir að lækk­­unin kemur fyrst til fram­­kvæmda á því ári sem þing­­kosn­­ingar eru næst fyr­ir­hug­að­­ar. 

Íslenska ríkið er stærsti eig­andi fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, og ræður yfir á bil­inu 70 til 80 pró­­­sent af þeirri þjón­­­ustu sem í boði er. Ríkið á Íslands­­­­­banka að öllu leyti, og ríf­­­lega 98 pró­­­sent hlut í Lands­­­bank­an­um, sem jafn­­­framt er stærsti bank­inn á mark­aðn­­­­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent