Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar

Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Birgir Þór­ar­ins­son, þing­maður Mið­flokks­ins, hefur lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varp um breyt­ingu á lögum um sér­stakan skatt á fjár­mála­fyr­ir­tæki þar sem lagt er til að skatt­ur­inn verði lækk­aður mun hægar en nú er stefnt að. 

Í breyt­ing­ar­til­lögu Birgis er lagt til að hætt verði við að skatt­ur­inn verði frá og með árinu 2021 lækk­aður í þrepum niður úr 0,376 pró­sent í 0,145 pró­sent og þess í stað verði hann ein­ungis lækk­aður einu sinni og þá í 0,318 pró­sent. Í grein­ar­gerð með til­lögu Birgis segir ætl­unin sé að lækkun skatts­ins skili sér til neyt­enda í formi lægri kostn­aðar fyrir við­skipta­vini fjár­mála­fyr­ir­tækja. Fyrir því sé þó engin trygg­ing, að mati Birg­is. „Flutn­ings­maður þess­arar breyt­ing­ar­til­lögu leggur til að í fyrstu verði aðeins stigið fyrsta skrefið í stað þess að gefa þegar vil­yrði um árlega lækkun næstu fjögur árin. Næstu skref verði stigin að feng­inni reynslu af fyrsta þrepi lækk­un­ar­innar þegar sann­reynt hefur verið að við­skipta­vinir fjár­mála­fyr­ir­tækja njóti góðs af henni í formi lægri þjón­ustu­gjalda og bættra vaxta­kjara.“

Frest­uðu fyrsta skrefi lækk­unar um eitt ár

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti í byrjun sept­em­ber í rík­­is­­stjórn nýtt frum­varp um lækkun á banka­skatti. Sam­­kvæmt því verður hinn sér­­staki banka­skattur lækk­­aður úr 0,376 pró­­sent af heild­­ar­skuldum þeirra fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja sem greiða hann í 0,145 pró­­sent. 

Auglýsing
Frum­varpið hafði áður verið lagt fram í apríl síð­­ast­liðnum og þegar gengið til efna­hags- og við­­skipta­­nefnd­­ar. Þá átti fyrsta skref lækk­­un­­ar­innar að taka gildi á næsta ári, 2020. 

Þegar fjár­­­mála­á­ætlun var breytt í júní var hins vegar ákveðið að fresta lækkun banka­skatts­ins um eitt ár. Hann mun því ekki byrja að lækka á næsta ári, heldur árið 2021, og vera komin til fram­­kvæmda að öllu leyti árið 2024. Þær breyt­ingar voru gerðar vegna breyttra aðstæðna í íslensku efna­hags­lífi, aðal­­­lega vegna gjald­­þrots WOW air og loðn­u­brests. 

Verði frum­varpið óbeytt að lögum má ætla að tekjur hins opin­bera lækki um 18 millj­­arða króna á fjög­urra ára tíma­bili. Í grein­­ar­­gerð sem fylgdi upp­­runa­­lega frum­varp­inu, sem var lagt fram í apr­íl, sagði að horft væri til þess að lækk­­unin á banka­skatti myndi skila sér til almenn­ings í gegnum betri kjör hjá fjár­­­mála­­stofn­un­­um. 

Telja skatt­inn rýra sam­keppn­is­hæfni

Sam­tök fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja, og æðstu stjórn­­endur við­­skipta­­bank­anna, hafa kvartað mikið undan því á und­an­­förnum árum að banka­skatt­­ur­inn rýrir sam­keppn­is­hæfni þeirra, bæði á inn­­an­lands­­mark­aði þar sem þeir keppa við líf­eyr­is­­sjóði um að veita lands­­mönnum hús­næð­is­lán, en ekki síður í alþjóð­­legri sam­keppni við erlenda banka sem hafa tryggt sér við­­skipta margra stórra íslenskra fyr­ir­tækja sem stunda alþjóð­­lega starf­­semi á und­an­­förnum árum. Þessir aðil­­ar, líf­eyr­is­­sjóð­irnir íslensku og bankar frá hinum Norð­­ur­lönd­un­um, þurfa ekki að greiða banka­skatt og geta því, að sögn íslensku bank­anna, boðið mun skap­­legri lána­kjör. 

Auglýsing
Samtök fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja fóru meira að segja fram á að það í umsögn sem þau skil­uðu inn til efna­hags- og við­­skipta­­nefnd að Alþingi ætti að banna líf­eyr­is­­sjóðum að lána ein­stak­l­inga og fyr­ir­tækja og köll­uðu beinar lán­veit­ingar sjóð­anna „skugga­­­banka­­­starf­­­sem­i“. Þessi beiðni var grund­­völluð á því að sam­keppn­isum­­hverfi bank­anna gagn­vart sjóð­unum væri ekki sann­­gjarnt. Alþingi varð ekki við þeirri beiðni.

Í Hvít­­­bók um fjár­­­­­mála­­­kerf­ið, sem birt var í des­em­ber í fyrra, var sér­­stak­­lega fjallað um að það gæti verið æski­­legt að breyta skatt­­stofni banka­skatts.

Tímara­mma breytt vegna sam­­dráttar

Í apríl var svo lagt fram frum­varp þess efn­­is. Í grein­­ar­­gerð með því frum­varpi var vitnað til þess að í stjórn­­­­­ar­sátt­­­mála væri vikið að því að unnið verði að frek­­­ari skil­­­virkni í fjár­­­­­mála­­­kerf­inu með það að leið­­­ar­­­ljósi að lækka kostnað neyt­enda. Nú hefur það frum­varp verið upp­­­fært í sam­ræmi við nýja fjár­­­mála­á­ætlun og lækkun á banka­skatti, sem á að lækka tekjur rík­­is­­sjóðs um 18 millj­­arða króna á fjórum árum, mun nú hefj­­ast 2021 en ekki á næsta ári. Það þýðir að lækk­­unin kemur fyrst til fram­­kvæmda á því ári sem þing­­kosn­­ingar eru næst fyr­ir­hug­að­­ar. 

Íslenska ríkið er stærsti eig­andi fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, og ræður yfir á bil­inu 70 til 80 pró­­­sent af þeirri þjón­­­ustu sem í boði er. Ríkið á Íslands­­­­­banka að öllu leyti, og ríf­­­lega 98 pró­­­sent hlut í Lands­­­bank­an­um, sem jafn­­­framt er stærsti bank­inn á mark­aðn­­­­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent