Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra

Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.

Framkvæmdir á Valssvæðinu
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins lán­uðu sam­tals rúma 6,3 millj­arða króna til sjóðs­fé­laga sinna í ágúst síð­ast­liðn­um. Það er lægsta upp­hæð sem sjóð­irnir hafa lánað til þeirra frá því að margir þeirra breyttu lána­skil­yrðum sín­um, lækk­uðu vexti og hækk­uðu láns­við­mið haustið 2015. Í ágúst 2016 lán­uðu þeir 6,8 millj­arða króna, í þeim mán­uði ári síðar 10,1 millj­arð króna og í fyrra 10,2 millj­arða króna. Því dróg­ust lán­veit­ing­arn­ar, að frá­dregnum upp- og umfram­greiðslum saman um tæpa fjóra millj­arða króna, eða um þriðj­ung milli ára.

Þetta kemur fram í nýjum tölum um útlán líf­eyr­is­sjóða sem Seðla­banki Íslands birti í síð­ustu viku.  Þar kemur enn fremur fram að verð­tryggð útlán voru 3,9 millj­arðar króna í síð­asta sum­ar­mán­uð­inum en óverð­tryggð lán 2,4 millj­arðar króna. 

Stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa mark­visst verið að reyna að hamla sókn sjóðs­fé­laga sinna í sjóðs­fé­lags­lán und­an­farin miss­eri, meðal ann­ars með því að lækka láns­hlut­fall. Líf­eyr­is­­sjóð­ur­ verzl­un­ar­manna, greindi til dæmis frá því í byrjun októ­ber að sjóð­­ur­inn hefði breytt lána­­reglum sínum og lækkað fasta vexti á verð­­tryggðum lán­­um. Breyt­ing­­arnar á láns­rétt­inum fela í sér að skil­yrði fyrir lán­­töku eru þrengd mjög og hámarks­­fjár­­hæð láns er lækkuð um tíu millj­­ónir króna. Þá hefur sjóð­­ur­inn ákveðið að hætta að lána nýjum lán­tak­endum verð­­tryggð lán á breyt­i­­legum vöxt­um, en þau hafa verið einna hag­­kvæm­­ustu lánin sem í boði hafa verið á und­an­­förnum árum. 

Auglýsing
Vextir þeirra lána standa áfram í stað í 2,26 pró­­sentum þrátt fyrir að ­stýri­vext­ir hafi lækkað tví­­­vegis frá því að þeir voru festir þar í byrjun ágúst og aðrir líf­eyr­is­­sjóðir hafi lækkað sína breyt­i­­legu verð­­tryggðu vexti skarpt. Lægstu slíkir sem nú eru í boði eru 1,64 pró­­sent. Þeir vextir eru helm­ingur af skástu vöxtum sem íslenskir bankar bjóða sínum við­skipta­vinum upp á á sam­bæri­legum lán­um.

Tvö­faldað hlut­deild sína

Í nýrri skýrslu Grein­ingar Íslands­banka um íslenska íbúða­mark­að­inn sem kom út í síð­ustu viku kom fram að íslenskir lán­tak­end­ur, sem upp­fylla skil­yrði líf­eyr­is­sjóða fyrir lán­töku, taka frekar lán hjá þeim, enda geta sjóð­irnir boðið miklu betri kjör en t.d. bankar og íbúða­lána­sjóð­ir. Það sést á því að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru nú beinir mót­að­ilar að 21 pró­sent af skuldum heim­il­anna og hlut­fallið hefur aldrei verið hærra. Enn fremur hefur það tvö­fald­ast á mjög skömmum tíma, en árið 2016 var það tíu pró­sent. 

Frá því að líf­eyr­is­­sjóð­irnir fóru að bjóða upp á óverð­­tryggð hús­næð­is­lán haustið 2015 þá hafa verð­­tryggðu lánin nær alltaf verið vin­­sælli hjá sjóðs­fé­lögum þeirra. Breyt­ing varð á því síðla árs í fyrra, nánar til­­­tekið í nóv­­em­ber 2018, þegar tekin óverð­­tryggð lán voru nán­­ast sama upp­­hæð og þau sem voru verð­­tryggð. 

Í des­em­ber sama ár gerð­ist það svo í fyrsta sinn að sjóðs­fé­lagar líf­eyr­is­­sjóða tóku hærri upp­­hæð óverð­­tryggða að láni innan mán­aðar en verð­­tryggða. Í þeim mán­uði voru rúm­­lega 60 pró­­sent allra útlána líf­eyr­is­­sjóða óverð­­tryggð. Þá hafði verð­­bólga hækkað nokkuð skarpt á skömmum tíma eftir að hafa verið undir 2,5 pró­­sent verð­­bólg­u­­mark­miði Seðla­­bank­ans árum sam­­an. Í júlí 2018 fór hún yfir það mark­mið í fyrsta sinn í meira en fjögur ár og í des­em­ber mæld­ist hún 3,7 pró­­sent. 

Auglýsing
Ljóst er að þessar svipt­ingar höfðu áhrif á lán­­tökur sjóðs­fé­laga líf­eyr­is­­sjóða, þótt að lækk­­andi láns­hlut­­fall nokk­­urra af stærstu líf­eyr­is­­sjóðum lands­ins hafi líka getað spilað þar inn í. Heild­­ar­út­­lán líf­eyr­is­­sjóða til sjóðs­fé­laga sinna fóru lækk­­andi mán­uði til mán­aðar frá júlí­mán­uði 2018 og fram í jan­úar árið eft­ir, á meðan að verð­­bólgan var að að aukast. Í des­em­ber 2018 námu heild­­ar­út­­lán, bæði verð­­tryggð og óverð­­tryggð, ein­ungis um 56 pró­­sent af því sem sjóð­irnir höfðu lánað í sama mán­uði árið áður. 

Minni upp­hæðir í ár en í fyrra

Í jan­úar 2019 var verð­­bólgan enn há, mæld­ist 3,4 pró­­sent, og sjóðs­fé­lagar héldu því áfram að taka frekar óverð­­tryggð lán en verð­­tryggð, enda hefur verð­­bólga bein áhrif á þróun höf­uð­stóls verð­­tryggðra lána. Það var þó aug­­ljós­­lega að fær­­ast meira öryggi í hús­næð­is­­mark­að­inn vegna þess að heild­­ar­lán­­taka fór úr tæp­­lega 9,1 millj­­arði króna í jan­úar úr tæp­­lega 5,1 millj­­arði króna í mán­uð­inum á und­an, og var umtals­vert hærri en í jan­úar 2018. 

Í febr­­úar 2019 var hærri heild­­ar­­upp­­hæð tekin að láni hjá líf­eyr­is­­sjóðum til hús­næð­is­­kaupa en í saman mán­uði árið áður en áhug­inn á verð­­tryggðum lánum jókst og fleiri lán­tak­endur tóku slík lán en óverð­­tryggð. Sú staða hefur hald­ist síð­­­ustu mán­uði og við­­snún­­ing­­ur­inn náði hámarki í júlí þegar um 69 pró­­sent allra nýrra útlána líf­eyr­is­­sjóða voru verð­­tryggð. Í ágúst dróg­ust verð­tryggðu lánin hins vegar saman á sama tíma og óverð­tryggðu juk­ust lít­il­lega. Skipt­ingin í þeim mán­uði voru þannig að 62 pró­sent voru verð­tryggð en 38 pró­sent óverð­tryggð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent