Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra

Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.

Framkvæmdir á Valssvæðinu
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins lán­uðu sam­tals rúma 6,3 millj­arða króna til sjóðs­fé­laga sinna í ágúst síð­ast­liðn­um. Það er lægsta upp­hæð sem sjóð­irnir hafa lánað til þeirra frá því að margir þeirra breyttu lána­skil­yrðum sín­um, lækk­uðu vexti og hækk­uðu láns­við­mið haustið 2015. Í ágúst 2016 lán­uðu þeir 6,8 millj­arða króna, í þeim mán­uði ári síðar 10,1 millj­arð króna og í fyrra 10,2 millj­arða króna. Því dróg­ust lán­veit­ing­arn­ar, að frá­dregnum upp- og umfram­greiðslum saman um tæpa fjóra millj­arða króna, eða um þriðj­ung milli ára.

Þetta kemur fram í nýjum tölum um útlán líf­eyr­is­sjóða sem Seðla­banki Íslands birti í síð­ustu viku.  Þar kemur enn fremur fram að verð­tryggð útlán voru 3,9 millj­arðar króna í síð­asta sum­ar­mán­uð­inum en óverð­tryggð lán 2,4 millj­arðar króna. 

Stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa mark­visst verið að reyna að hamla sókn sjóðs­fé­laga sinna í sjóðs­fé­lags­lán und­an­farin miss­eri, meðal ann­ars með því að lækka láns­hlut­fall. Líf­eyr­is­­sjóð­ur­ verzl­un­ar­manna, greindi til dæmis frá því í byrjun októ­ber að sjóð­­ur­inn hefði breytt lána­­reglum sínum og lækkað fasta vexti á verð­­tryggðum lán­­um. Breyt­ing­­arnar á láns­rétt­inum fela í sér að skil­yrði fyrir lán­­töku eru þrengd mjög og hámarks­­fjár­­hæð láns er lækkuð um tíu millj­­ónir króna. Þá hefur sjóð­­ur­inn ákveðið að hætta að lána nýjum lán­tak­endum verð­­tryggð lán á breyt­i­­legum vöxt­um, en þau hafa verið einna hag­­kvæm­­ustu lánin sem í boði hafa verið á und­an­­förnum árum. 

Auglýsing
Vextir þeirra lána standa áfram í stað í 2,26 pró­­sentum þrátt fyrir að ­stýri­vext­ir hafi lækkað tví­­­vegis frá því að þeir voru festir þar í byrjun ágúst og aðrir líf­eyr­is­­sjóðir hafi lækkað sína breyt­i­­legu verð­­tryggðu vexti skarpt. Lægstu slíkir sem nú eru í boði eru 1,64 pró­­sent. Þeir vextir eru helm­ingur af skástu vöxtum sem íslenskir bankar bjóða sínum við­skipta­vinum upp á á sam­bæri­legum lán­um.

Tvö­faldað hlut­deild sína

Í nýrri skýrslu Grein­ingar Íslands­banka um íslenska íbúða­mark­að­inn sem kom út í síð­ustu viku kom fram að íslenskir lán­tak­end­ur, sem upp­fylla skil­yrði líf­eyr­is­sjóða fyrir lán­töku, taka frekar lán hjá þeim, enda geta sjóð­irnir boðið miklu betri kjör en t.d. bankar og íbúða­lána­sjóð­ir. Það sést á því að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru nú beinir mót­að­ilar að 21 pró­sent af skuldum heim­il­anna og hlut­fallið hefur aldrei verið hærra. Enn fremur hefur það tvö­fald­ast á mjög skömmum tíma, en árið 2016 var það tíu pró­sent. 

Frá því að líf­eyr­is­­sjóð­irnir fóru að bjóða upp á óverð­­tryggð hús­næð­is­lán haustið 2015 þá hafa verð­­tryggðu lánin nær alltaf verið vin­­sælli hjá sjóðs­fé­lögum þeirra. Breyt­ing varð á því síðla árs í fyrra, nánar til­­­tekið í nóv­­em­ber 2018, þegar tekin óverð­­tryggð lán voru nán­­ast sama upp­­hæð og þau sem voru verð­­tryggð. 

Í des­em­ber sama ár gerð­ist það svo í fyrsta sinn að sjóðs­fé­lagar líf­eyr­is­­sjóða tóku hærri upp­­hæð óverð­­tryggða að láni innan mán­aðar en verð­­tryggða. Í þeim mán­uði voru rúm­­lega 60 pró­­sent allra útlána líf­eyr­is­­sjóða óverð­­tryggð. Þá hafði verð­­bólga hækkað nokkuð skarpt á skömmum tíma eftir að hafa verið undir 2,5 pró­­sent verð­­bólg­u­­mark­miði Seðla­­bank­ans árum sam­­an. Í júlí 2018 fór hún yfir það mark­mið í fyrsta sinn í meira en fjögur ár og í des­em­ber mæld­ist hún 3,7 pró­­sent. 

Auglýsing
Ljóst er að þessar svipt­ingar höfðu áhrif á lán­­tökur sjóðs­fé­laga líf­eyr­is­­sjóða, þótt að lækk­­andi láns­hlut­­fall nokk­­urra af stærstu líf­eyr­is­­sjóðum lands­ins hafi líka getað spilað þar inn í. Heild­­ar­út­­lán líf­eyr­is­­sjóða til sjóðs­fé­laga sinna fóru lækk­­andi mán­uði til mán­aðar frá júlí­mán­uði 2018 og fram í jan­úar árið eft­ir, á meðan að verð­­bólgan var að að aukast. Í des­em­ber 2018 námu heild­­ar­út­­lán, bæði verð­­tryggð og óverð­­tryggð, ein­ungis um 56 pró­­sent af því sem sjóð­irnir höfðu lánað í sama mán­uði árið áður. 

Minni upp­hæðir í ár en í fyrra

Í jan­úar 2019 var verð­­bólgan enn há, mæld­ist 3,4 pró­­sent, og sjóðs­fé­lagar héldu því áfram að taka frekar óverð­­tryggð lán en verð­­tryggð, enda hefur verð­­bólga bein áhrif á þróun höf­uð­stóls verð­­tryggðra lána. Það var þó aug­­ljós­­lega að fær­­ast meira öryggi í hús­næð­is­­mark­að­inn vegna þess að heild­­ar­lán­­taka fór úr tæp­­lega 9,1 millj­­arði króna í jan­úar úr tæp­­lega 5,1 millj­­arði króna í mán­uð­inum á und­an, og var umtals­vert hærri en í jan­úar 2018. 

Í febr­­úar 2019 var hærri heild­­ar­­upp­­hæð tekin að láni hjá líf­eyr­is­­sjóðum til hús­næð­is­­kaupa en í saman mán­uði árið áður en áhug­inn á verð­­tryggðum lánum jókst og fleiri lán­tak­endur tóku slík lán en óverð­­tryggð. Sú staða hefur hald­ist síð­­­ustu mán­uði og við­­snún­­ing­­ur­inn náði hámarki í júlí þegar um 69 pró­­sent allra nýrra útlána líf­eyr­is­­sjóða voru verð­­tryggð. Í ágúst dróg­ust verð­tryggðu lánin hins vegar saman á sama tíma og óverð­tryggðu juk­ust lít­il­lega. Skipt­ingin í þeim mán­uði voru þannig að 62 pró­sent voru verð­tryggð en 38 pró­sent óverð­tryggð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent