Milljarða tap Arion banka

Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.

Arion banki
Auglýsing

Nei­kvæð áhrif af aflagðri starf­semi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á þriðja árs­fjórð­ungi 2019 mun ­nema um 3 millj­örðum króna, að teknu til­liti til skatta, sam­an­borið við 715 millj­óna króna tap á öðrum árs­fjórð­ung­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu bank­ans til Kaup­hallar, en bank­inn er skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð. 

Mark­aðsvirði bank­ans er nú 135 millj­arðar króna, eða sem nemur um 0,69 pró­sent af eigin fé hans um mitt þetta ár, sem þá var 195 millj­arð­ar. Þetta telst lágt verð í alþjóð­legum sam­an­burði, en bank­inn hefur sett sér það mark­mið að vera með 50 pró­sent kostn­að­ar­hlut­fall, þ.e. hlut­fall rekstr­ar­kostn­aðar af tekj­um, og 10 pró­sent arð­semi eig­in­fjár. 

Auglýsing

Bank­inn hefur verið langt frá þessum mark­miðum um langt skeið, og var meðal ann­ars gripið til þess að segja upp 112 starfs­mönnum hjá Arion banka og dótt­ur­fé­lag­inu Valitor, vegna þessa. Bene­dikt Gísla­son, sem tók við sem banka­stjóri í sum­ar, sagði þegar til­kynnt var um upp­sagn­irnar að bank­inn spar­aði 1,3 millj­arða á árs­grund­velli með hag­ræð­ing­unni sem fólst í upp­sögn­un­um.

Í til­kynn­ingu eru nefndar ástæður fyrir afkomu­við­vör­un­inni sem birt­ist í til­kynn­ing­unni:

„Aflögð starf­semi til sölu nær til eigna eða félaga sem bank­inn hyggst selja á næstu mán­uðum og flokk­ast í rekstr­ar­reikn­ingi neðan við hagnað af áfram­hald­andi starf­semi.  

Aukið tap á fjórð­ungnum skýrist einkum af þremur þátt­um:       

Vegna erf­iðra mark­aðs­að­stæðna, m.a. lágs síli­kon­verðs á heims­mark­aði, nið­ur­færir Arion banki eignir Stakks­bergs um 1,5 millj­arð króna. Stakks­berg er eign­ar­halds­fé­lag um síli­kon­verk­smiðju í Helgu­vík sem er í sölu­ferli. Unnið hefur verið að und­ir­bún­ingi sölu verk­smiðj­unnar m.a. með umhverf­is­mati og nýjum samn­ingum við orku­fyr­ir­tæki.

Vegna erf­ið­leika í ferða­þjón­ustu telur Arion banki ástæðu til að nið­ur­færa eignir Tra­velCo um 600 millj­ónir króna. Frá yfir­töku bank­ans á rekstri ferða­skrif­stof­anna sem heyra undir Tra­velCo hefur und­ir­bún­ingi og sölu­ferli miðað áfram og stefnt er að sölu þeirra á kom­andi mán­uð­um.

Auknu tapi í starf­semi Valitor sem er einkum til­komið vegna kostn­aðar við fækkun starfs­fólks og skipu­lags­breyt­inga í lok sept­em­ber. Kostn­aður við aðgerð­irnar nam rúm­lega 200 millj­ónum króna. Áhrif Valitor á aflagða starf­semi og eignir til sölu nema sam­tals um 900 millj­ónum króna,“ segir í til­kynn­ing­unni.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent