Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör

Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.

Ásdís Kristjánsdóttir
Auglýsing

Stjórn­völd ættu að hraða því sem mest að lækka sér­stakan skatt á fjár­mála­fyr­ir­tæki eða afleggja hann. Með þeim hætti gætu stjórn­völd tryggt að banka­kerfið gæti stutt betur við heim­ili og fyr­ir­tæki í hæga­gangi í hag­kerf­inu.

Þetta kemur fram í umsögn Ásdísar Krist­jáns­dótt­ur, for­stöðu­manns efna­hags­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins

Sam­­kvæmt frum­varp­inu lækkar sér­­stakur skattur á fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki úr 0,376 pró­­sent af skuldum niður 0,145 pró­­sent á fjórum árum.

Auglýsing

Stýri­vextir Seðla­banka Íslands er nú 3,25 pró­sent en verð­bólta mælist 3 pró­sent. Vextir á íbúða­lánum bank­anna eru umtals­vert hærri en hjá líf­eyr­is­sjóð­um, eins og sjá má á vefnum her­borg.is, en algengt er að það muni 1 til 1,5 pró­sentu­stigum á vöxtum á lán­um. Bank­arnir hafa sagt að ein ástæðan sé meðal ann­ars háir skattar sem leggj­ast á skuldir bank­anna, og eru að lokum greiddir af lán­tak­endum sökum þessa.

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í dag, þá fagnar Banka­sýslan frum­varp­inu, og minn­ist meðal ann­ars á það í sam­hengi við fyr­ir­hug­aða sölu á eign­ar­hlutum í fjár­mála­kerf­inu. Íslenska ríkið á Lands­bank­ann og Íslands­banka að öllu leyti, og 49 pró­sent í Spari­sjóði Aust­ur­lands og heldur Banka­sýsla rík­is­ins á þessum eign­ar­hlutum fyrir hönd rík­is­sjóðs. 

Í umsögn Ásdísar kemur fram lækkun skatts­ins á fjár­mála­kerfið sé mik­il­væg aðgerð í því að örva fjár­fest­ingu í land­inu. „Að mati SA er það hags­muna­mál fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu að fjár­mála­þjón­usta sé á sann­gjörnum kjör­um. Auk þeirra almennu skatta sem lagðir eru á fyr­ir­tæki í land­inu greiða fjár­mála­fyr­ir­tækin banka­skatt, almennan fjár­sýslu­skatt af launum og sér­stakan fjár­sýslu­skatt af hagn­aði. Sam­an­lagt er sér­stök skatt­lagn­ing á fjár­mála­fyr­ir­tækin átta sinnum meiri en þekk­ist í nágranna­ríkjum okkar og munar þar mestu um banka­skatt­inn. Sér­skattar á fjár­mála­fyr­ir­tækin skila árlega rík­is­sjóði 15 millj­örðum króna í skatt­tekjur þar af eru tekjur af banka­skatti 10 millj­arðar króna. Heim­ili og fyr­ir­tæki greiða banka­skatt­inn í formi hærri útlána­vaxta og lægri inn­láns­vaxta. Lækkun banka­skatts­ins myndi því að öðru óbreyttu skila sér í hag­stæð­ari vaxta­kjörum, auka ráð­stöf­un­ar­tekjur heimila og styðja við fjár­fest­ingu, nýsköpun og milda þannig áhrif nið­ur­sveifl­unn­ar,“ segir í umsögn­inni.

Í henni segir einnig að skatt­ur­inn sé til þess fall­inn að skekkja sam­keppn­is­stöðu gagn­vart erlendum fjár­mála­fyr­ir­tækjum og inn­lendum aðil­um, eins og líf­eyr­is­sjóð­um, sem veita sam­bæri­lega þjón­ustu og bank­arn­ir. Þá skipti það miklu máli til fram­tíðar lit­ið, að fjár­mála­kerfið á Íslandi búi við sam­bæri­legt laga- og reglu­verk og erlend­is. Á meðal sam­keppn­is­að­ila séu meðal ann­ars tækni­fyr­ir­tæki.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent