Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör

Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.

Ásdís Kristjánsdóttir
Auglýsing

Stjórn­völd ættu að hraða því sem mest að lækka sér­stakan skatt á fjár­mála­fyr­ir­tæki eða afleggja hann. Með þeim hætti gætu stjórn­völd tryggt að banka­kerfið gæti stutt betur við heim­ili og fyr­ir­tæki í hæga­gangi í hag­kerf­inu.

Þetta kemur fram í umsögn Ásdísar Krist­jáns­dótt­ur, for­stöðu­manns efna­hags­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins

Sam­­kvæmt frum­varp­inu lækkar sér­­stakur skattur á fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki úr 0,376 pró­­sent af skuldum niður 0,145 pró­­sent á fjórum árum.

Auglýsing

Stýri­vextir Seðla­banka Íslands er nú 3,25 pró­sent en verð­bólta mælist 3 pró­sent. Vextir á íbúða­lánum bank­anna eru umtals­vert hærri en hjá líf­eyr­is­sjóð­um, eins og sjá má á vefnum her­borg.is, en algengt er að það muni 1 til 1,5 pró­sentu­stigum á vöxtum á lán­um. Bank­arnir hafa sagt að ein ástæðan sé meðal ann­ars háir skattar sem leggj­ast á skuldir bank­anna, og eru að lokum greiddir af lán­tak­endum sökum þessa.

Eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í dag, þá fagnar Banka­sýslan frum­varp­inu, og minn­ist meðal ann­ars á það í sam­hengi við fyr­ir­hug­aða sölu á eign­ar­hlutum í fjár­mála­kerf­inu. Íslenska ríkið á Lands­bank­ann og Íslands­banka að öllu leyti, og 49 pró­sent í Spari­sjóði Aust­ur­lands og heldur Banka­sýsla rík­is­ins á þessum eign­ar­hlutum fyrir hönd rík­is­sjóðs. 

Í umsögn Ásdísar kemur fram lækkun skatts­ins á fjár­mála­kerfið sé mik­il­væg aðgerð í því að örva fjár­fest­ingu í land­inu. „Að mati SA er það hags­muna­mál fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu að fjár­mála­þjón­usta sé á sann­gjörnum kjör­um. Auk þeirra almennu skatta sem lagðir eru á fyr­ir­tæki í land­inu greiða fjár­mála­fyr­ir­tækin banka­skatt, almennan fjár­sýslu­skatt af launum og sér­stakan fjár­sýslu­skatt af hagn­aði. Sam­an­lagt er sér­stök skatt­lagn­ing á fjár­mála­fyr­ir­tækin átta sinnum meiri en þekk­ist í nágranna­ríkjum okkar og munar þar mestu um banka­skatt­inn. Sér­skattar á fjár­mála­fyr­ir­tækin skila árlega rík­is­sjóði 15 millj­örðum króna í skatt­tekjur þar af eru tekjur af banka­skatti 10 millj­arðar króna. Heim­ili og fyr­ir­tæki greiða banka­skatt­inn í formi hærri útlána­vaxta og lægri inn­láns­vaxta. Lækkun banka­skatts­ins myndi því að öðru óbreyttu skila sér í hag­stæð­ari vaxta­kjörum, auka ráð­stöf­un­ar­tekjur heimila og styðja við fjár­fest­ingu, nýsköpun og milda þannig áhrif nið­ur­sveifl­unn­ar,“ segir í umsögn­inni.

Í henni segir einnig að skatt­ur­inn sé til þess fall­inn að skekkja sam­keppn­is­stöðu gagn­vart erlendum fjár­mála­fyr­ir­tækjum og inn­lendum aðil­um, eins og líf­eyr­is­sjóð­um, sem veita sam­bæri­lega þjón­ustu og bank­arn­ir. Þá skipti það miklu máli til fram­tíðar lit­ið, að fjár­mála­kerfið á Íslandi búi við sam­bæri­legt laga- og reglu­verk og erlend­is. Á meðal sam­keppn­is­að­ila séu meðal ann­ars tækni­fyr­ir­tæki.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent