Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu

Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.

McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Auglýsing

Í gegnum nýútkomna bók sína Crisis and Coloniality at Europe’s Margins: Creating Exotic Iceland fjallar Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, um það hvernig mikilvægur grunnur útrásarinnar hafi verið ótti Íslendinga við að vera flokkaðir á rangan hátt í stigveldi þjóða, sem skjóti svo aftur upp kollinum í hruninu 2008. 

„Þrátt fyrir að Íslendingar væru ekki nýlenda Dana í sama skilning eins og nýlenduþjóðir, til dæmis í Afríku, þar sem margþætt ofbeldi einkenndir samskiptin, þá verði samt mikilvægt á Íslandi á ákveðnum tíma að undirstrika aftur og aftur að Íslendingar séu ekki nýlenduþý, að við erum ekki eins og „hinir“ villimennirnir þarna út í heimi,“ segir hún í samtali við Kjarnann.

Þá bendir hún á að McDonald‘s á Íslandi kallist á við þessa hugmynd og notar hún í bókinni opnun og lokun McDonald‘s til að halda utan um ákveðið tímabil. „Þegar Davíð Oddson opnar fyrsta McDonald‘s á Íslandi árið 1993 er hann að feta í fótspor Margrétar Thatcher sem opnaði stækkaðan McDonalds í Bretlandi einhverjum árum fyrr, og það var svo mikið stolt og gleði á Íslandi að við værum loksins að fá McDonald‘s,“ segir hún.

Auglýsing

Man sjálf eftir andrúmsloftinu

Kristín man sjálf eftir þessu andrúmslofti. Loksins hafi Íslendingar verið eitthvað, það er hluti af alþjóðarsamfélaginu. „Ég tengi opnunina í bókinni jafnframt við upphaf nýfrjálshyggju og tímabil þeirra breytinga sem þá voru að ganga í garð. Þessi táknræna staða sem McDonald‘s endurspeglar kemur svo aftur í ljós í hruninu þegar staðurinn lokar árið 2009, en margir túlkuðu það sem algjört skipbrot íslensks samfélags. Sumir viðmælendur í rannsókninn töluðu þannig um að það snerist ekki um hamborgana heldur táknræna stöðu Íslands sem þjóð meðal þjóða.“

Fyrir nokkrum árum síðan hafi komið í dagsljósið McDonald‘s hamborgari sem einhver hafði keypt þegar staðurinn var að loka en hann er núna undir glerkúpu fyrir ferðamenn sem heimsækja Ísland, sem aftur endurspegli breytta stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu sem land fjöldaferðamennsku og land sem hafi verið markaðsett á ákveðin hátt.

Hér er hægt að lesa viðtalið við Kristínu í heild sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent