Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu

Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.

McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Auglýsing

Í gegnum nýútkomna bók sína Crisis and Coloniality at Europe’s Margins: Creating Exotic Iceland fjallar Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, um það hvernig mikilvægur grunnur útrásarinnar hafi verið ótti Íslendinga við að vera flokkaðir á rangan hátt í stigveldi þjóða, sem skjóti svo aftur upp kollinum í hruninu 2008. 

„Þrátt fyrir að Íslendingar væru ekki nýlenda Dana í sama skilning eins og nýlenduþjóðir, til dæmis í Afríku, þar sem margþætt ofbeldi einkenndir samskiptin, þá verði samt mikilvægt á Íslandi á ákveðnum tíma að undirstrika aftur og aftur að Íslendingar séu ekki nýlenduþý, að við erum ekki eins og „hinir“ villimennirnir þarna út í heimi,“ segir hún í samtali við Kjarnann.

Þá bendir hún á að McDonald‘s á Íslandi kallist á við þessa hugmynd og notar hún í bókinni opnun og lokun McDonald‘s til að halda utan um ákveðið tímabil. „Þegar Davíð Oddson opnar fyrsta McDonald‘s á Íslandi árið 1993 er hann að feta í fótspor Margrétar Thatcher sem opnaði stækkaðan McDonalds í Bretlandi einhverjum árum fyrr, og það var svo mikið stolt og gleði á Íslandi að við værum loksins að fá McDonald‘s,“ segir hún.

Auglýsing

Man sjálf eftir andrúmsloftinu

Kristín man sjálf eftir þessu andrúmslofti. Loksins hafi Íslendingar verið eitthvað, það er hluti af alþjóðarsamfélaginu. „Ég tengi opnunina í bókinni jafnframt við upphaf nýfrjálshyggju og tímabil þeirra breytinga sem þá voru að ganga í garð. Þessi táknræna staða sem McDonald‘s endurspeglar kemur svo aftur í ljós í hruninu þegar staðurinn lokar árið 2009, en margir túlkuðu það sem algjört skipbrot íslensks samfélags. Sumir viðmælendur í rannsókninn töluðu þannig um að það snerist ekki um hamborgana heldur táknræna stöðu Íslands sem þjóð meðal þjóða.“

Fyrir nokkrum árum síðan hafi komið í dagsljósið McDonald‘s hamborgari sem einhver hafði keypt þegar staðurinn var að loka en hann er núna undir glerkúpu fyrir ferðamenn sem heimsækja Ísland, sem aftur endurspegli breytta stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu sem land fjöldaferðamennsku og land sem hafi verið markaðsett á ákveðin hátt.

Hér er hægt að lesa viðtalið við Kristínu í heild sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent