Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu

Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.

McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Auglýsing

Í gegnum nýútkomna bók sína Crisis and Coloniality at Europe’s Margins: Creating Exotic Iceland fjallar Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, um það hvernig mikilvægur grunnur útrásarinnar hafi verið ótti Íslendinga við að vera flokkaðir á rangan hátt í stigveldi þjóða, sem skjóti svo aftur upp kollinum í hruninu 2008. 

„Þrátt fyrir að Íslendingar væru ekki nýlenda Dana í sama skilning eins og nýlenduþjóðir, til dæmis í Afríku, þar sem margþætt ofbeldi einkenndir samskiptin, þá verði samt mikilvægt á Íslandi á ákveðnum tíma að undirstrika aftur og aftur að Íslendingar séu ekki nýlenduþý, að við erum ekki eins og „hinir“ villimennirnir þarna út í heimi,“ segir hún í samtali við Kjarnann.

Þá bendir hún á að McDonald‘s á Íslandi kallist á við þessa hugmynd og notar hún í bókinni opnun og lokun McDonald‘s til að halda utan um ákveðið tímabil. „Þegar Davíð Oddson opnar fyrsta McDonald‘s á Íslandi árið 1993 er hann að feta í fótspor Margrétar Thatcher sem opnaði stækkaðan McDonalds í Bretlandi einhverjum árum fyrr, og það var svo mikið stolt og gleði á Íslandi að við værum loksins að fá McDonald‘s,“ segir hún.

Auglýsing

Man sjálf eftir andrúmsloftinu

Kristín man sjálf eftir þessu andrúmslofti. Loksins hafi Íslendingar verið eitthvað, það er hluti af alþjóðarsamfélaginu. „Ég tengi opnunina í bókinni jafnframt við upphaf nýfrjálshyggju og tímabil þeirra breytinga sem þá voru að ganga í garð. Þessi táknræna staða sem McDonald‘s endurspeglar kemur svo aftur í ljós í hruninu þegar staðurinn lokar árið 2009, en margir túlkuðu það sem algjört skipbrot íslensks samfélags. Sumir viðmælendur í rannsókninn töluðu þannig um að það snerist ekki um hamborgana heldur táknræna stöðu Íslands sem þjóð meðal þjóða.“

Fyrir nokkrum árum síðan hafi komið í dagsljósið McDonald‘s hamborgari sem einhver hafði keypt þegar staðurinn var að loka en hann er núna undir glerkúpu fyrir ferðamenn sem heimsækja Ísland, sem aftur endurspegli breytta stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu sem land fjöldaferðamennsku og land sem hafi verið markaðsett á ákveðin hátt.

Hér er hægt að lesa viðtalið við Kristínu í heild sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent